ruv.is: 74% vilja aðskilnað ríkis og kirkju

74% vilja aðskilnað ríkis og kirkju

Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands segir að fólk átti sig ekki á hve mikill aðskilnaðurinn er nú þegar.

Ólafur áttar sig greinilega ekki á því að 74% landsmanna þykir það einfaldlega ekki nóg.

Sjá :  RÚV, Capacent: Aðskilanaður ríkis og kirkju.


Meiri grafísk framsetning á upplýsingum um svínaflensubólusetningu

Ætti ekki að hafa tíma til að vera að 'surfa' en gat ekki stillt mig um að kíkja aftur á síðuna skemmtilegu sem ég rakst á í gær, www.informationisbeautiful.net.

Á Is the H1N1 swineflue vaccine safe? má finna linka á allar upplýsingarnar sem 'hann' (David McCandless) studdist við til að setja þetta saman.  Frábær framsetning.

H1N1_550

Information IS beautiful..


Áhættan af svínaflensubólusetningu sett í samhengi

Tekið af Information is Beautiful

 

hpv_500


Biskup Íslands biður (bænir) í skammdeginu

Hélt að svona fólk væri ekki til lengur, hefði dáið út með risaeðlunum.. eða 'örfáum' árum seinna þegar mannkyn uppgötvaði að jörðin snérist í kringum sólu en ekki öfugt.

En, Biskup Íslands telur sig þurfa að biðja til guðsins síns til að skammdegið endi og sólin fari aftur að rísa á lofti.  Sá eftirfarandi hjá Matta (Örvita) þar sem fjallað er um facebook færslu biskups:

 

biskup_ljosid

 

Það er hreint ótrúlegt að það þurfi að benda einstaklingi í upplýstu samfélagi nútímans á það hvernig möndulhalli og gangur jarðar umhverfis sólu hefur áhrif á árstíðir og ekki síst hversu lengi eða stutt við njótum dagsbirtu á svona norðarlega á hnettinum.

Ekki nóg með það heldur virðist hann líka sannfærður um að sólin rísi ekki upp á morgnana heldur án viðeigandi tilbeiðslu.  Samkvæmt annarri facebook færslu sem Sveinn Kjarval bendir á eftir fyrirspurn mína (í gríni) hjá Matta:

 

6404yq

 

Ef biskup trúir virkilega að guðinn hans hafi bein áhrif á gang jarðarinnar umhverfis sólu og jafnvel því að guðinn gæti ákveðið að sleppa því að 'láta' sólina koma upp við sólarupprás á morgnanna ef honum misbyði eitthvað, þá er maðurinn fáviti.

Í þeim skilningi að hann viti fátt.

Ég held ekki að biskup sé fáviti, hann fær hinsvegar miljón á mánuði (samkvæmt orðrómi) fyrir að breiða út svona fávisku.

Ég væri alveg til í að fá miljón á mánuði fyrir að bulla eitthvað svo auðtrúa fólk geti sofið rólegt í þeirri vissu um að sólin rísi nú aftur á morgun.  Miðað við að sólin hefur gert það í c.a. 4 miljarða ára og á eftir að gera það í þó nokkra miljarða ára í viðbót, er sú spá að sólin rísi aftur í fyrramálið áreiðanlegri en veðurspáin.  Getur varla klikkað.

En fyrir aðra sem treysta á heilbrigða skynsemi, þá er útskýringin á vísindavefnum alveg ágæt.

(DV fjallar líka um málið)

En ég er en þá forvitin, og nú ekki í gríni; Hvernig bregst biskup við í sólmyrkva?  Biður hann til guðs á facebook um að láta sólina birtast aftur?


Hver hlustar á bænirnar þínar?


Um ásættanleg trúarbrögð

Í bloggfærslunni Um búddisma sem staðgengil kristni, hjá Kristni missti ég eftirfarandi út úr mér varðandi hvað mér þætti 'ásættanlega lítið bull'.  Reyndar um buddisma en held þetta eigi við mína skoðun á trúarbrögðum almennt.

Trúarbrögð væru ásættanleg af minni hálfu ef:

  • Þau reyndu ekki að koma trúarlegum skoðunum sínum inn í veraldleg lög.
  • Þau reyndu ekki að koma trúarlegum skoðunum sínum inn í stjórnkerfi.
  • Þau reyndu ekki að koma trúarlegum skoðunum sínum inn í menntakerfið.
  • Þau stunduðu ekki trúboð á börnum, en yrði að sjálfsögðu leyft að fræða þá sem sækjast eftir því og jafnvel taka þátt í trúarbragðafræðslu í grunnskólum, þar sem öll trúarbrögð stæðu jafnfætis.
  • Stæðu sjálf straum af kostnaði við starfsemi trúfélagsins (þe. ríkið kæmi ekki að rekstrinum í formi launagreiðslna eða annarra greiðslna) og sæju sjálf um innheimtu félagsgjalda.

Og svo má bæta við:

  • Engin væri skráður óviljugur og óafvitandi í trúfélag.  Ekki mætti skrá barn í trúfélag fyrr en það væri sjálfráða.

Held að þetta séu ekki ósanngjarnar kröfur.  Án þessara liða get ég ekki séð að það ríki trúfrelsi.

Fólk má trúa hverju sem það vill fyrir mér, svo framarlega sem það er ekki að þvinga trú sinni upp á aðra.


Er ekki kominn tími til að sköpunarsinnar standi við stóru orðin

 

 

 


Sjöundadags Aðventistar vilja banna kennslu á þróunarkenningunni

Petition calls for teaching creationism in La Sierra biology classes.

A Riverside Seventh-day Adventist university is under fire for teaching evolution in its biology classes without telling students that the scientific explanation for the origins of life contradicts church beliefs.

Já, þið eruð örugglega jafn hissa og ég; sjöundadags aðventista háskóli sem kennir um þróun í líffræði tíma.  Ótrúlegt.

Aðrir aðventistar (að minnsta kosti þeir sem eru bókstafstrúaðir sköpunarsinnar) voru líka mjög hissa, og berjast nú fyrir því að þessu verði hætt hið snarasta og vilja fá biblíulega sköpun inn í staðinn. Í líffræði.

Nú vænti ég þess að Mofi nýti krafta sína og sambönd meðal sjöundadags aðventista og krefjist þess að kennslan á þróun verði ekki felld niður heldur verði nemendum kynntar 'báðar' hliðar málsins. LoL

Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg uppákoma í ljósi þess að sköpunarsinnar létu framleiða mynd, Expelled!, um það hvernig sköpunarsinnar væru lagðir i einelti í háskólum bandaríkjanna.


Skynsemin ræður

(Nei, þessi færsla hefur ekkert með Trabant að gera)

Árið 2001 birtist grein eftir þrjá lækna við Columbia háskólan í N.Y.C. í Jornal of Reproductive Medicine þar sem þeir greindu frá rannsókn sinni, sem væri ekki frásögu færandi nema hvað þeir héldu því fram að þeir hefðu sýnt fram á að bænir ykju frjósemi kvenna sem voru í frjósemis aðgerð um 50% um fram frjósemi þeirra sem nutu ekki bæna við.

Þeir sögðust sem sagt búnir að framkvæma rannsókn sem staðfesti það að bænir virkuðu. 

Margir efuðust, þar á meðal Dr. Bruce Flamm, prófessor við háskólann í Californíu.  Hann fór yfir rannsóknar gögnin og gerði margar athugasemdir við framkvæmdina sem voru birtar í öðrum læknaritum.  Hann komst líka að því að einn af með höfundum greinarinnar var alls ekki læknir heldur lögfræðingur með masters gráðu í Parapsycology (þekki ekki hvað íslenska heitið er, einhverskonar sálarrannsóknir) og hafði áður birt margar vafasamar greinar um yfirnáttúrulegan lækningarmát. Sami einstaklingur var einnig seinna dæmdur fyrir svik og fjárplógstarfsemi (mail fraud) sem var ekki til þess að auka á áreiðanleika hans. 

Eftir ítrekaðar fyrirspurnir Dr. Flamm lét Columbia háskólinn einnig fjarlægja nafn annars höfundar af greininni, prófessors við skólann, þar sem hann sagðist bara hafa gengt ráðgefandi hlutverki.

Eini eftirstandandi höfundurinn fór í framhaldinu í meiðyrða mál gagnvart Dr. Flamm, í stað þess að leggja fram einhver frekari gögn eða rök til að styðja greinina, sem hann svo tapaði nú nýlega.

Eftir þessa útreið getur maður ekki tekið mikið mark á svona grein; einn höfundurinn var vanhæfur og þar að auki búinn að mynda sér skoðun fyrirfram, annar lét afmá nafn sitt af greininni (spurning af hverju hann leyfði það að setja nafnið sitt á hana til að byrja með) og sá þriðji reyndi að þagga niður gagnrýni með málsókn í stað þess að verja rannsóknina með gögnum og rökum.

Niðurstaðan hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að bænir virka bara als ekki.

Michael Shermer kemur með skemmtilegan vínkil á þetta:

One wonders why the prayers do not seem to work in the other direction; that is, all those women who, due to alcohol or other external influences, engaged in sexual activity with no intention of conceiving and thus, over the course of the next several days, prayed like mad for pregnancy prevention, to no avail.

Ítarefni:


Þetta verður forvitnilegt

Hvernig gerir maður kvikmynd um líf manns sem má ekki mynda?
mbl.is Kvikmynd um Múhameð spámann í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband