Færsluflokkur: Menntun og skóli

Hversu margar stjörnur komast á bakvið littla fingur?

Smá tilraun; haldið littla fingri upp til móts við nætur himinin og giskið á hvað það eru margar stjörnur á bakvið.

Ég efast um að það sé hægt að telja þær.

Ef þú horfir upp í nætur himinninn virðist vera tómt svæði á milli sýnilegu stjarnanna en í raun er 'tómarúmið' fullt af stjörnum.

Með aðstoð Hubble og fleirri sjónauka er búið að setja saman mynd af svæði sem er miklu minni en nögl littla fingurs og inniheldur tug þúsundir stjörnuþoka með miljörðum af störnum.  Með berum augum frá Jörðu lítur þetta svæði út fyrir að vera bara svart tómarúm.

HubbleSite: Galaxy History Revealed in This Colorful Hubble View

Myndin sem umræðir: http://hubblesite.org/newscenter/archive/releases/2010/01/image/a/


Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs

Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs

Skemmtilegt að sjá að Ísland (og íslensk hornsíli) komist í greinar hjá Science.

Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum.

Þetta styður einnig við Punctuated equilibrium kenningar Stephen J Gould, sem segir einmitt að þróun verði frekar í stórum 'skrefum' frekar en smáum eins og Darwin gat sér til um.


Ray Comfort verður trúuðum til skammar.. einu sinni enn.

Ray Comfort er óheiðarlegt merkikerti.

truth-777815

Nýlega fékk hann þá 'snilldar' hugmynd að endurútgefa bók Darwins, Um uppruna tegundanna, og gefa háskólanemendum hana endurgjaldslaust (í útvöldum háskólum í Norður Ameríku).

'Snilldinn', að hans mati, var fólgin í því að hann bætti við 50 blaðsíðna inngangi þar sem hann notaði allan þekktan og marg hrakinn sköpunarsinna áróður til þess að rakka niður persónu Darwins og þróunarkenninguna.  Svona eins og að halda því fram að Hitler hafi verið trúleysingi og að þróunarkenning Darwins hafi einfaldlega verið aðal orsök gyðingaofsókna Nasista.  Sem er náttúrulega bull, Hitler var kaþólskur og minnist hvergi á Darwin í ritum sínum eða ræðum.

En nú hefur komið í ljós að hluti af inngangi Comfort's var stolið nánast orðrétt frá Stan Guffey nokkrum, líffræði kennara við Háskólann í Tennesee.

Ef ég man rétt þá er Ray Comfort að brjóta tvö boðorð hérna;

7. Þú skalt ekki stela.

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Og er því væntanlega á hraðferð til helvítis.

Það versta er að það er alveg hellingur af trúuðum einstaklingum sem gleypa við öllu sem Comfort bullar og sér ekki ástæðu til þess að efast eða yfirleitt athuga með heimildir.

 

Ítarefni:


Biskup Íslands biður (bænir) í skammdeginu

Hélt að svona fólk væri ekki til lengur, hefði dáið út með risaeðlunum.. eða 'örfáum' árum seinna þegar mannkyn uppgötvaði að jörðin snérist í kringum sólu en ekki öfugt.

En, Biskup Íslands telur sig þurfa að biðja til guðsins síns til að skammdegið endi og sólin fari aftur að rísa á lofti.  Sá eftirfarandi hjá Matta (Örvita) þar sem fjallað er um facebook færslu biskups:

 

biskup_ljosid

 

Það er hreint ótrúlegt að það þurfi að benda einstaklingi í upplýstu samfélagi nútímans á það hvernig möndulhalli og gangur jarðar umhverfis sólu hefur áhrif á árstíðir og ekki síst hversu lengi eða stutt við njótum dagsbirtu á svona norðarlega á hnettinum.

Ekki nóg með það heldur virðist hann líka sannfærður um að sólin rísi ekki upp á morgnana heldur án viðeigandi tilbeiðslu.  Samkvæmt annarri facebook færslu sem Sveinn Kjarval bendir á eftir fyrirspurn mína (í gríni) hjá Matta:

 

6404yq

 

Ef biskup trúir virkilega að guðinn hans hafi bein áhrif á gang jarðarinnar umhverfis sólu og jafnvel því að guðinn gæti ákveðið að sleppa því að 'láta' sólina koma upp við sólarupprás á morgnanna ef honum misbyði eitthvað, þá er maðurinn fáviti.

Í þeim skilningi að hann viti fátt.

Ég held ekki að biskup sé fáviti, hann fær hinsvegar miljón á mánuði (samkvæmt orðrómi) fyrir að breiða út svona fávisku.

Ég væri alveg til í að fá miljón á mánuði fyrir að bulla eitthvað svo auðtrúa fólk geti sofið rólegt í þeirri vissu um að sólin rísi nú aftur á morgun.  Miðað við að sólin hefur gert það í c.a. 4 miljarða ára og á eftir að gera það í þó nokkra miljarða ára í viðbót, er sú spá að sólin rísi aftur í fyrramálið áreiðanlegri en veðurspáin.  Getur varla klikkað.

En fyrir aðra sem treysta á heilbrigða skynsemi, þá er útskýringin á vísindavefnum alveg ágæt.

(DV fjallar líka um málið)

En ég er en þá forvitin, og nú ekki í gríni; Hvernig bregst biskup við í sólmyrkva?  Biður hann til guðs á facebook um að láta sólina birtast aftur?


Sjöundadags Aðventistar vilja banna kennslu á þróunarkenningunni

Petition calls for teaching creationism in La Sierra biology classes.

A Riverside Seventh-day Adventist university is under fire for teaching evolution in its biology classes without telling students that the scientific explanation for the origins of life contradicts church beliefs.

Já, þið eruð örugglega jafn hissa og ég; sjöundadags aðventista háskóli sem kennir um þróun í líffræði tíma.  Ótrúlegt.

Aðrir aðventistar (að minnsta kosti þeir sem eru bókstafstrúaðir sköpunarsinnar) voru líka mjög hissa, og berjast nú fyrir því að þessu verði hætt hið snarasta og vilja fá biblíulega sköpun inn í staðinn. Í líffræði.

Nú vænti ég þess að Mofi nýti krafta sína og sambönd meðal sjöundadags aðventista og krefjist þess að kennslan á þróun verði ekki felld niður heldur verði nemendum kynntar 'báðar' hliðar málsins. LoL

Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg uppákoma í ljósi þess að sköpunarsinnar létu framleiða mynd, Expelled!, um það hvernig sköpunarsinnar væru lagðir i einelti í háskólum bandaríkjanna.


Skynsemin ræður

(Nei, þessi færsla hefur ekkert með Trabant að gera)

Árið 2001 birtist grein eftir þrjá lækna við Columbia háskólan í N.Y.C. í Jornal of Reproductive Medicine þar sem þeir greindu frá rannsókn sinni, sem væri ekki frásögu færandi nema hvað þeir héldu því fram að þeir hefðu sýnt fram á að bænir ykju frjósemi kvenna sem voru í frjósemis aðgerð um 50% um fram frjósemi þeirra sem nutu ekki bæna við.

Þeir sögðust sem sagt búnir að framkvæma rannsókn sem staðfesti það að bænir virkuðu. 

Margir efuðust, þar á meðal Dr. Bruce Flamm, prófessor við háskólann í Californíu.  Hann fór yfir rannsóknar gögnin og gerði margar athugasemdir við framkvæmdina sem voru birtar í öðrum læknaritum.  Hann komst líka að því að einn af með höfundum greinarinnar var alls ekki læknir heldur lögfræðingur með masters gráðu í Parapsycology (þekki ekki hvað íslenska heitið er, einhverskonar sálarrannsóknir) og hafði áður birt margar vafasamar greinar um yfirnáttúrulegan lækningarmát. Sami einstaklingur var einnig seinna dæmdur fyrir svik og fjárplógstarfsemi (mail fraud) sem var ekki til þess að auka á áreiðanleika hans. 

Eftir ítrekaðar fyrirspurnir Dr. Flamm lét Columbia háskólinn einnig fjarlægja nafn annars höfundar af greininni, prófessors við skólann, þar sem hann sagðist bara hafa gengt ráðgefandi hlutverki.

Eini eftirstandandi höfundurinn fór í framhaldinu í meiðyrða mál gagnvart Dr. Flamm, í stað þess að leggja fram einhver frekari gögn eða rök til að styðja greinina, sem hann svo tapaði nú nýlega.

Eftir þessa útreið getur maður ekki tekið mikið mark á svona grein; einn höfundurinn var vanhæfur og þar að auki búinn að mynda sér skoðun fyrirfram, annar lét afmá nafn sitt af greininni (spurning af hverju hann leyfði það að setja nafnið sitt á hana til að byrja með) og sá þriðji reyndi að þagga niður gagnrýni með málsókn í stað þess að verja rannsóknina með gögnum og rökum.

Niðurstaðan hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að bænir virka bara als ekki.

Michael Shermer kemur með skemmtilegan vínkil á þetta:

One wonders why the prayers do not seem to work in the other direction; that is, all those women who, due to alcohol or other external influences, engaged in sexual activity with no intention of conceiving and thus, over the course of the next several days, prayed like mad for pregnancy prevention, to no avail.

Ítarefni:


Syndaflóðið, setlög og steingervingar

Mófi og Sveinn voru að ræða syndaflóðið og setlög fyrir helgi (byrjar í færslu 45-46, get ekki linkað beint á það):

46Smámynd: Mofi

Sveinn, þú virðist hérna ganga út frá þeirri forsendu að það taki langan tíma að mynda setlög.  Sömuleiðis að árs langt flóð myndi aðeins eitt setlag en geti ekki myndað mörg ef ekki flest setlaganna.  Er ég að skilja þig rétt hérna?

Mofi, 30.10.2009 kl. 14:11 

Þar sem Mófi bannar mér að skrifa athugasemdir hjá sér og ég get ekki sent Sveini skilaboð (Drasl..) verð ég að svara þessu hér.  Er eftir allt með bullblæti

Mófi er þarna að vísa í eitt stórkostlegasta vísindaafrek sköpunarsinna, The Hovind Theory!, þar sem Kent Hovind heldur því meðal annars fram að syndaflóðið hafi orsakað öll þau setlög sem finnast í jarðveginum.  Hovind segir meira að segja sjálfur að það væri mjög auðvelt að prófa þetta, hver sem er gæti gert það í baðinu heima hjá sér.

En eins og sannur sköpunarsinni gerir hann það ekki, því ef hann gerði það þá kæmist hann að því að hann væri að bulla.

En Youtube notandi að nafni Potholer54Debunks framkvæmdi þessa tilraun og komst að hinu gagnstæða.  Það myndast bara eitt lag með grófara efni neðst og fínna efni efst, sem er í algera andstöðu við það sem finnst í raun og veru.

Ef Mófi vill standa við þessa kenningu skal hann endilega framkvæma rannsókn og birta okkur gögnin, forsendur og niðurstöðurnar, þar sem engin sköpunarsinni virðist hafa nennt að gera það hingað til.  Þangað til er hann bara að bulla.

Myndband 2 fjallar svo um aðrar barnalegar hugmyndir sköpunarsinna um það hvernig steingervingar dreifast milli setlaga.

Alheims-syndaflóð ekkert nema bull og óskhyggja í sköpunarsinnum að reyna að finna einhver ummerki eftir það.  EKKERT í jarðfræði styður þetta bronsaldar ævintýri, alveg sama hvað sköpunarsinnar skálda upp.

 

 


Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 5

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4.

Beint framhald af Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4, standup4REALscience fjallar um nokkur þekkt millistig steingervinga.. sem sköpunarsinnar segja að séu ekki til.

Fjallað er um það hvernig þróunarlíffræði sagði fyrir um:

  • Sameiginlegan forfaðir froska og salamandra: Gerobatrachus, 290 miljón ára steingerving sem hefur ýmis einkenni beggja tegunda.
  • Forföður skjaldbaka: Odontochelyidae, sem var tennt og hafði aðeins skel á neðri hluta búksins.  (Til gamans má geta þess að það voru 'fósturfræði' (e. embriology) sem sögðu fyrir um þetta; sjá umfjöllun um Haeckel í Um óheiðarleika vísindamanna)
  • 'Afþróun' lappa á snákum: Pachyrhachis, Eupodophis og Najash eru allt steingervingar af útdauðum snákaum.. sem höfðu greinilega útlimi.  Nútíma snákar hafa en leyfar af þessum útlimum.
  • Að hæfileiki leðurblaka til að fljúga og hæfileiki þeirra til að 'sjá með hljóði' (e. echo-locate) hefði ekki þróast samtimis: Onychonycteris er frumstæðasta þekkti steingervða leðurblakan sem hafði vængi til að fljúga en innra eyrað var of vanþróað til að 'sjá með hljóði'.  Sem sýnir að hæfileikinn til að fljúga kom fyrst og hæfileikinn til að 'sjá með hljóði' (vantar rétta orðið yfir þetta.. hljóðsjá?) kom á eftir.
  • Forföður flatfiska sem hefur ekki bæði augun á sömu hlið: fóstur/lifrur/hrog flatfiska hafa augun á sitthvorri hlið höfuðsins en allir nútíma fullorðnir flatfiskar hafa bæði augun á sömu hlið.  Þróunarlíffræðin segir fyrir um forföður flatfiska sem hafði augun á sitthvorri hlið en hafði önnur einkenni flatfiska, steingervðar leifar tveggja slíkra tegunda hafa fundist, Amphistium og Hetronectes.
  • Forföður sækúa (sem eru spendýr) sem hafði útlimi eins og land-spendýr; Pezosiren, er steingervingur sem ber öll heilstu einkenni sækúa en hafði einnig fjóraútlimi og beinabyggingu sem bendir til þess að dýrið hafi getað gengið á landi en jafnframt lifað í vatni.

Lítið meira að segja um þetta myndband, það útskýrir sig algerlega sjálft: Þróunarkenningin er ALVÖRU vísindi.


Um óheiðarleika vísindamanna

Í færslu sinni, Goðsögnin um hlutlausa vísindamanninn, reynir Mófi að sverta ímynd og rannsóknir allra vísindamanna út frá máli  Hwang Woo-suk, sem falsaði vísindaniðurstöður til að afla sér rannsóknarstyrkja.  Í niðurlaginu segir Mófi:

Í staðinn fyrir að kaupa blint fullyrðingar "vísindamanna" skulum frekar reyna að meta gögnin og rökin en að meta sannleikan út frá því hve margar gráður einstaklingurinn hefur.  Það er skref í áttina að miðöldum að búa til stétt manna sem hafa sannleikann. Á miðöldum voru þessir menn kallaðir biskupar og prestar en í dag köllum við þá vísindamenn. Við skulum ekki láta einhvern hóp manna segja okkur hver sannleikurinn er heldur sýna sjálfsstæða hugsun og meta það fyrir okkur sjálf.

Sem er alveg kostuleg yfirlýsing, komandi frá manni sem trúir á heilagan sannleik biblíunar og gleypir umhugsunarlaust við öllu sem Discovery Institute (DI), Way of the Master og Answers in Genesis gefa frá sér.

Auðvitað ætti ekki að trúa blint á fullyrðingar vísindamanna, frekar en annara (hvort sem þeir eru innann sviga eða ekki).  Mófi gleymir alveg að minnast á það að það komst upp um Woo-suk vegna skorts á gögnum sem studdu staðhæfingar hans, og það voru aðrir vísindamenn sem benntu á það.

Í vísindum er ákveðið ferli sem kallast peer-review, þar sem vísindamenn fara yfir gögn og niðurstöður rannsókna annara vísindamanna.  Þannig komast vísindamenn ekki upp með neitt bull og ekki upp með neinar falsanir.  Þess vegna hafa vísindamenn DI ekki gefið út eina einustu ritrýndu grein og þess vegna komst Ray Comfort (Way of the Master) ekki upp með að halda því fram að bananar hefðu verið sérstaklega skapaðir af guði til að passa í lófa manna.

Varðandi vísun Mófa í Ernst Haeckel þá skora ég bara á fólk að kynna sér málið, en ekki kaupa blint fullyrðingar Mófa, td. á Wiki: Ernst Haeckel.

While it has been widely claimed that Haeckel was charged with fraud by five professors and convicted by a university court at Jena, there does not appear to be an independently verifiable source for this claim.[22] Recent analyses (Richardson 1998, Richardson and Keuck 2002) have found that some of the criticisms of Haeckel's embryo drawings were legitimate, but others were unfounded.[23] [24] There were multiple versions of the embryo drawings, and Haeckel rejected the claims of fraud. It was later said that "there is evidence of sleight of hand" on both sides of the feud between Haeckel and his.[25] The controversy involves several different issues (see more details at: recapitulation theory).

Some creationists have claimed that Darwin relied on Haeckel's embryo drawings as proof of evolution[26] to support their anti-evolution arguments. This claim ignores the fact that Darwin published On the Origin of Species in 1859, and The Descent of Man published in 1871 predates Haeckel double page illustration of eight vertebrate embryos from 1874 which is commonly used to illustrate the creationist claims.[27]

Þótt einhverjar fóstur myndir sem Haeckel gerði 1874 hafi hugsanlega verið falsaðar þá eyðileggur það ekki sjálfkrafa öll hans verk.  Sérstaklega ef það hefur ekki verið sýnt fram á það.  Eins stendur þróunarkenningin ekki eða fellur með þessum myndum. 

Til gamans má benda á aðra færslu Mófa: Sjálfstæðar skoðanir

Prestarnir eru en þá prestar, biskuparnir eru en þá biskupar og bókstafstrúaðir eru en þá þeir einu sem eru sannfærðir um einhvern heilagan óbreytanlegan sannleik.  Mófi, endilega ekki láta einhvern hóp gefa þér sannleik, hættu að lesa DI og AiG og farðu nú að hugsa sjálfstætt.  Mæli með að byrja að horfa á Evid3nc3, Why I am no longer a Christian: My Deconversion Experience á Youtube.  Einstaklega einlæg og vel gerð vídeo.


mbl.is Vísindamaður sakfelldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3

Sköpunarsinnar eru þeir sem hafa þá trúarsannfæringu að einhverskonar yfirnáttúrulegur skapari hafi skapað allar lífverur í sinni upprunalegu mynd, eða amk. þannig að þær hafi kannski breyst/aðlagast lítils háttar frá upprunalegu sköpuninni. 

Sömu aðilar telja að steingervingar styðji þetta því allir steingervingar sem fundist hafa 'heilar' lífverur en ekki einhverskonar blöndur af tveim lífverum.  Saman ber hin fræga Crocoduck, sem á að vera einhverskonar milli stig þróunar frá öndum yfir í krókódíla.

Ef steingervingarnir eru hinsvegar skoðaðir, flokkaðir eftir tegundum og þeim raðað upp eftir tímaröð og með tilliti til þess í hvaða jarðlögum þeir finnast má sjá ákveðið mynstur.  Þeir mynda svona einhverskonar röð frá þeim elstu til þeirra yngstu þar sem, ef við veljum td. einn steingerving af handahófi þá er oftast hægt að finna eldri steingervingar-tegund sem er nánast eins en samt oftast má greina einhvern mismun.  Sama ef steingervingurinn sem við völdum er borinn saman viðyngri steingervingar-tegund.

Annað fróðlegt sem steingervingarnir leiða í ljós er að ný tegund lífvera kemur fram, lifir í einhvern tíma (oft miljónir ára) og hverfur svo.  Við taka nýjar tegundir, líkar hinum fyrri en með einhver ný/breytt einkenni sem aðgreina þær frá hinum fyrri.

Þessi atriði passa engan vegin við sköpun, þar sem allar lífverur voru skapaðar í sinni upprunalegu mynd.. og á sama tíma.  Skaparinn þyrfti endalaust að vera að skapa nýjar og nýjar tegundir af lífverum jafnóðum og þær eldri deyja út.

Darwin sá þetta ferli og fékk þar með hugmyndina að uppruna tegundanna og lagði þar með grunninn að þróunarkenningunni.

Í myndbandi 4 frá standup4REALscience fer hann ýtarlegra í misskilning sköpunarsinna um millistig og það hvernig steingervingar eru í takt við þróunarkenninguna.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband