Er Discovery Institute í samstarfi við íslamska sköpunarsinna?

Rakst á eftirfarandi grein í gær, Little Green Footballs Fumbles the Ball by Making False Claims about Discovery Institute, Islam, and Intelligent Design, þegar ég var að lesa mér til um 'En það er bara kenning!'.

Málið snýst um það að Little Green Footballs (LGF) fann gamlan útvarpsþátt sem fjallaði um íslamska sköpunarsinna í Tyrklandi þar sem það kom fram að þeir hafi átt langt samstarf og td. útvegað þeim kennsluefni til að bola þróun út úr skólum.

Discovery Institute (DI) hafnar þessu náttúrulega algerlega og segir þetta vera uppskáldað en eins og þegar þeir eru að rembast við að hafna þróunarkenningunni þá mistekst þeim algerlega að hrekja staðreyndir.. kannski af því að þeir geta það ekki.
Nenni ekki að þýða þetta allt:
Þess má geta, fyrir þá sem ekki vita, að DI er aðal aflið á bakvið vitræna hönnun (e. Intelligent Design) í BNA og berst við að koma kennsluefni sínu inn í almennings skólakerfið (e. public schools) sem 'mótvægi' við þróunarkenninguna.  Íslamskir sköpunarsinnar í Tyrklandi eru hinsvegar nákvæmlega það sem þeir segjast vera, sköpunarsinnar.
Svo þarf höfum við það einu sinni enn, vitræn hönnun er ekkert nema yfirhylming fyrir sköpunarsögu biblíunnar.. já eða kóransins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu ég er ekkert hissa ef þessir vitleysingar fari að vinna saman, þeir trúa jú á sama guðinn :)

Eftir einhverja áratugi þegar trúarbrögð verða á nippinu með að deyja út þá er hugsanlegt að kristnir og islamistar steypi sér saman í Kristlam.
Það má alveg sjá vísir að þessu td á Englandi þar sem biskup segir að sharia lög séu eitthvað sem eigi að taka upp þar á bæ.
Trúarbrögð hafa alltaf verið svona, þau vinna með hverjum sem er ef þau telja sig græða eitthvað á því... má þar td nefna það að kaþólikkar unnu vel með nasistum ofl ofl ofl.
Trúarhópar vilja einræði og að það sé þaggað niður í öllum sem eru ekki sauðir þeirra... þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða... trúarbrögð eru helsti óvinur mannkyns, gleymið global warming, fuglaflensu og öðru stöffi.. trúarbrögðin eru verst af öllu eins og sagan sýnir klárlega.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Arnar

Væri samt gaman að vita hvað ofurkrissar sem styðja ID hafa um þetta að segja, flestir þeirra eru með væga íslamistafóbíu.

Arnar, 30.7.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Stríðandi fylkingar geta snúið saman bökum á meðan þær berjast við sameiginlega óvin. Eftir að hann hefur verið felldur geta þær svo gert upp málin sín á milli í heilögu blóðsúthellingamaraþoni.

Guðleysið verður að kæfa, alahu akbar!

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 30.7.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Arnar

Spurning samt hvort þeir séu ekki búnir að mála sig svoldið út í horn.  Bæði ofurkrissar og ofurallahar (eða ofurmúslimar.. vantar eitthvað gott ofur orð yfir íslamska trúarnuttara) stilla 'dæminu' upp þannig að það sé kristni vs. íslam.

En sameiginlegi óvinurinn er þá greinilega vísindi og þekking, verstu óvinir trúarbragða í hvaða birtingarformi.

Arnar, 30.7.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband