You are not a beautiful or unique snowflake..

You are not a beautiful and unique snowflake.  You are the same decaying organic matter as everyone else, and we are all part of the same compost pile.
~Chuck Palahniuk, Fight Club, Chapter 17

Mönnum, og þá sérstaklega trúuðum (að mínu áliti) er gjarnt að upphefja mannkynið og sjálfa sig sem einhverjar merkilega verur, mun merkilegri en aðrar verur alheimsins.  Sumir ganga jafnvel svo langt að halda því fram að jörðin sé einhver miðpunktur alheimsins, jafnvel þótt löngu sé búið að sýna fram á annað.  Það er fólk þarna úti sem allur alheimurinn sé skapaður fyrir mannkynið eitt og sér, að allar þær miljarðar stjarna sem skína á nóttinni séu til í þeim eina tilgangi að mannkynið geti dáðst að þeim.

Rökin hjá þessu sama fólki eru þau að jörðin sé alveg sérstök.  Hér sé allt fínstillt aðeins svo við getum þrifist.  Ef einhverju einu smáatriði er hnikað örlítið til þá væri heimurinn ekki til.

Sjá: The Anthropic Priciple

Þeir, fólkið að ofan, vill sem sagt meina að jörðin eins og hún er, sé nákvæmlega eins og hún er til þess eins að við getum lifað hér.  Að allur alheimurinn sé nákvæmlega eins og hann er til þess eins að líf eins og við þekkjum það geti þrifist á jörðinni.  Að guðinn þeirra hafi ákveðið að svona eigi líf að vera og svo fínstillt alheiminn til þess að lífið sem hann skilgreindi geti þrifist.

Fred nokkur Adams frá University of Michigan bjó til reiknilíkan þar sem hann getur breytt nokkrum breytum og séð hvaða áhrif það hefur á alheiminn.  Með líkaninu hefur hann sýnt fram á að það sé hægt að breyta töluvert miklu frá 'okkar' alheimi og samt fá alheim sem gæti myndað líf.

Tilgátan: Er heimurinn fínstillur fyrir líf?  Niðurstaðan: Nei.

Sjá: Is our universe fine-tuned for life?

Jafnvel þótt aðeins 1% af stjörnukerfum í stjörnuþokunni okkar, Vetrarbrautinni (e. Milky Way), hafi plánetur sem líkjast jörðinni þá eru þúsundir 'jarða' í Vetrarbrautinni.  Og vetrarbrautin er aðeins ein af miljörðum stjörnuþoka í alheiminum.

Sjá: Solar systems like ours may be rare

  • Að halda því fram að alheimurinn sé sérstaklega skapaður sem eitthvað leiksvæði fyrir menn, meðan þeir bíða eftir heimsendi svo guð geti dæmt um hverjir þóknast honum eða ekki..
  • Að halda það að guð hafi skapað allan alheiminn bara til þess að sjá hvernig menn noti eða misnoti frjálsan vilja til að velja eða hafna guði..
  • Að halda því fram að jörðin sé einhver sérstakur staður í öllum alheiminum..
  • Að halda að alheimurinn sé fínstilltur bara fyrir menn..

.. það er hégómi.

Og síðast þegar ég vissi var hégómi ein af dauðasyndunum sjö.

In almost every list pride(or hubrisor vanity) is considered the original and most serious of the seven deadly sins, and indeed the ultimate source from which the others arise. It is identified as a desire to be more important or attractive than others, failing to give compliments to others though they may be deserving of them,[citation needed]and excessive love of self (especially holding self out of proper position toward God).

Sjá: Wiki - Seven deadly sins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband