Þróunarsagan endurskrifuð!

Well.. ekki öll heldur bara smá hluti af henni Wink

Rannsóknir á örveirum sem lifa á arsenik í stað kolefnis (e. carbon) hefur leitt í ljós að þessar lífverur þróuðust á sama tíma, og jafnvel fyrr, en lífverur sem lifa á kolefni.  Fjölbreytileiki milli ólíkra arsenik-lífvera bendir líka til þess að þær hafi verið að þróast mun lengur en áður hefur verið talið.  Kolefnis lífverur nota kolefni til að vinna orku úr sólarljósi (ljóstillífun) en þessar örveirur nota arsenik í sama tilgangi.

Einnig gefa rannsóknirnar von um að lífverur finnist á plánetum/stöðum þar sem ekki er lífvænlegt fyrir kolefnis-lífverur, td. er Mars og Evrópu, einu af tunglum Júpíters.

Sjá :

Það skemmtilega við þessa frétt, varðandi sköpun vs. þróun, er að sköpunarsinnar hafa margsinnis haldið því fram að 'guðleysis darwinisma' vísindamenn séu með fyrirfram mótaða mynd af því hvernig allt eigi að vera og láti allt passa við þá mynd.  Þessi uppgötvun sýnir hinsvegar það gangstæða, í ljósi nýrra upplýsinga hafa vísindamenn skipt um skoðun.

Ekki á heildar myndinni, en hluta hennar enda hefur þessi fundur ekki viðtæk áhrif á heildar myndina þrátt fyrir fyrirsögnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Efnatillífun er algeng meðal baktería, en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um að Arsenik sé notað sem orkugjafi. Veit reyndar ekki hversu algengt Arsenik er í náttúrunni, eða hversu mikill hluti lífmassans eru lífverur af þessari gerð.

Arnar Pálsson, 21.8.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Arnar

Já, manni finnst arsenik ekki beint lífvænlegt, en sýnir líka að 'líf eins og við þekkjum það' þarf ekki að vera takmarkandi þáttur td. við leit af lífi í geimnum.

Arnar, 21.8.2008 kl. 15:49

3 Smámynd: Arnar

Í sambandi við arsenikið: Penguins dumping arsenic in Antartica

Arnar, 22.8.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband