Júpiter er hættulegur jörðu

Í færslu sinni, "Skjöldur jarðar, Júpiter", ályktar Mófi (án þess að færa fyrir því nein rök) að það sé merki um hversu vel alheimurinn sé hannaður að Júpíter sé einhvers konar skjöldur fyrir Jörðina sem hafi verið 'settur' á þann stað sem plánetan er. 

Það er alrangt.  Reiknilíkön sem notuð voru í rannsóknum sýna fram á að Júpíter beinir í raun loftsteinum inn á spörbaug Jarðar og skapar því aukna hættu á að loftsteinar lendi á Jörðu.  Reyndar væri ástandið verra ef smærri pláneta, td. Neptun eða Saturn, væri á sama sporbaug og Júpíter en niðurstöðurnar sýna að best væri (fyrir jörðina) ef þarna væri en þá minni eða jafnvel engin pláneta yfir höfuð.

Hverskonar hönnun væri það (fyrir jörðina) sem beindi fleiri lofsteinum í áttina að jörðu og beinlínis yki hættuna á árekstrum?  Svarið er einfalt; það er engin hönnun.

Áhugasamir geta kíkt á grein á New Scientist um niðurstöðurnar: Jupiter increases risk of comet strike on Earth.


mbl.is Árekstur við Júpíter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk Arnar fyrir að koma á bloggi mitt og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.7.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Arnar

Eh.. verði þér að góðu.

Arnar, 22.7.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband