Að þjást af kærleik

Rak augun í bloggfærsluþar sem höfundur segist hafa fengið sýn af jesú þjást á krossinum og bætir svo við:

"Nema það að það fylgdi þessu rosalega mikill friður og yfirgnæfanlegur kærleikur. Ég heyrðu Jesú segja við mig það ver mér mikil heiður að deyja fyrir þig."

Og einhvern vegin þykir mér þetta rangt, það er kannski bara ég en ég tengi engan vegin saman frið, kærleik og heiður við þjáningu og dauða.  Finnst það eiginlega bara frekar sjúkt.

Tvennt sem kom upp i huga mér við þessa lesningu.  Las fyrir nokkrum mánuðum grein á New Scientist um hvernig fólk er líklegra til að trúa hlutum ef aðrir þjáðust fyrir þá (Religions owe their success to suffering martyrs).  Friðsamlega og kærleiksríka þjáning jesús á krossinum kemur þar sterkt inn í kristna trú.  Td. segir höfundur bloggfærslurnar:

"Þetta er verð að tala um það sé heiður að þjást fyrir Jesú krist hér á jörini."

Sem kemur nákvæmlega inn á einn punkt í greininni sem segir að þegar fólk er svo farið að trúa þá er það tilbúið að taka á sig sömu þjáningar.

Þarna er líka spilað grimmt inn á samviskuna; jesú þjáðist fyrir þig, það væri þér heiður að þjást fyrir hann á móti, þar af leiðandi væri það óheiðarlegt að neita að þjást fyrir jesú á móti.  Enginn vill vera óheiðarlegur, satt?

Það seinna var þetta með að jesú hafi þótt það heiður að deyja (og þjást) fyrir viðkomandi bloggara.  Bæði finnst mér það lýsa miklum hégóma, sem ég hélt að væri ekkert sérstaklega kristilegt.  Mér þætti það sjúkt ef einhver vildi deyja fyrir mig og myndi fara fram á að viðkomandi væri lokaður inni á viðeigandi stofnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hlægilega mikil sjálfselska, hreint ömurlegt alveg.

En fyrir það fyrsta þá var Jesú ekki til
Svo dó hann alls ekki samkvæmt biblíu... eftir að hann var búinn að fyrirgefa okkur fyrir það sem við gerðum ekki og bjóða upp á afarkosti... þá fór hann heim í lúxusin á himnum.
Zero fórn... allt dæmið er sprenghlægilegt

DoctorE (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband