Dæmisaga um .. well.. Keiko.

Fékk eftir farandi dæmisögu sem svar við þeirri alhæfingu minni að það hefði ekkert spurst til guðs í yfir 2000 ár í athugasemd hjá öðrum bloggara.

Kristinn: Ég  talaði við ungan mann fyrir u.þ.b. 10 árum sá var fæddur og uppalinn í Orlando. Hann fullyrti a Keikó, (sem þá var í Vestmannaeyja höfn)væri í Sea Word Orlando. Hans sjónarhorn náði ekki út fyrir Florida skagann. Þó að þú hafir ekki heyrt í Guði, þá þýðir það ekki endilega að >Hann sé ekki þar.

Sagan á náttúrulega einhvern vegin að sýna mér að þótt guð hafi ekki látið á sér kræla síðustu 2000 árinn (að frátöldum einstaka brenndum brauðsneiðum og myglusvepp) þá sé ég bara ekki búinn að leita nógu vel.

Mér finnst samt meira líkt með fullyrðingu 'unga' mannsins um staðsetningu Keiko og fullyrðingum trúaðra um tilvist guðs.  Keiko er í Sea World og guð er á himnum, sjónarhorn 'unga' mannsins náði ekki út fyrir Flórida skaga og sjónarhorn trúaðra nær ekki út fyrir biblíuna.  'Ungi' maðurinn verður (varð.. 10 ár síðan) hugsanlega hissa og jafnvel vonsvikin næst þegar hann fer (fór) í Sea World, ætli trúaðir verði álíka vonsviknir og Jesú þegar þeir 'meet their maker'..

'Ungi' í ungi maðurinn er innan " ' " vegna þess að mér finnst það vera Ad hominem í sögunni, þjónar engum öðrum tilgangi en að draga úr fullyrðingum 'unga' mannsins vegna þess að hann er (var) ungur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei trúaðir verða ekki fúlir þegar þeir deyja... coz its game over; Þeir sóuðu eina lífinu sínu í upplogið extra líf..

Hey passaðu þig á að segja ekki mikið gegn hjátrú vinur... mbl bannaði mitt blogg vegna þess að ég sagði jarðskjálftakerlinguna vera geðveika eða glæpakvendi... nú er komið í ljós að hún er glæpakvendi sem selur jarðskjálfta held hús :)
MBL elskar svindl og svínarí.. enda málgagn kross D

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Arnar

Já, sannleikurinn er sár.

Það er bara bannað að bera út róg eða meiðandi skrif, tíminn hefur leitt í ljós að þessi Lára var bara að bulla, og fólk þarf að vera alvarlega veikt á geði til að koma með svona yfirlýsingar í fjölmiðla (og fjölmiðlafólk alvarlega veikt á geði til að birta þetta bull), svo í sjálfu sér varstu bara að segja sannleikann.

Vantaði Árna Matt ekki bara afsökun til að losna við þig?  Ekki hefur hann bannað mófa fyrir að líkja mér (sem trúleysingja) við nasista, finnst það nú verra en að vera álitin geðveikur.  Enda ekki haldin neinum fordómum (svo ég viti til) gagnvart geðveikum.

Arnar, 28.7.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband