Bygginarefni lífs (ammíno sýrur) finnst í halastjörnu

NASA hefur staðfest að fundist hafa amínósýrur (glycine) í sýnum sem tekin voru úr hala halastjörnunar Wild-2, sem tekin voru 2. janúar 2004 með því að láta gervihnött fljúga í gegnum halann (Stardust mission).  Þeir staðfestu með mælingum á carboni að glycine-ið sem fannst er ekki upprunið frá jörðinni og sýnið er því ekki 'mengað'.

Glycine er ein af 20 amínósýrum sem algengt er að finna í próteinum og fundur þess í geimnum styður þá tilgátu að byggingarefni lífs séu tiltölulega algeng og aðgengileg og jafnframt að líf fyrir finnst annarstaðar í himingeimnum en á jörðinni.

Það skemmtilega við þennan fund er að hann er í algeri mótsögn við þau rök sköpunarsinna að líf á jörðinni (og jörðin sjálf) sé eitthvað sérstakt fyrirbæri og að þau efni sem líf þarfnast geti ekki myndast með náttúrulegum ferlum.

Frekara lesefni um sömu frétt:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satan setti þetta þarna til að reyna á trú krissa og annarra sem telja sig vera búin til úr skít.

Annars eru mál þannig að enginn heilvita maður getur tengt sig við biblíu eða aðrar trúarbækur... allt sem í þeim er, er annað hvort algerlega afsannað eða búið að sýna fram á að dæmið sé falsað frá a-ö.

Að fólk með heila vilji tengja sig við þetta er fáránlegt

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mjög áhugavert!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.8.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband