Heimskuleg hönnun

Sumir halda að heimurinn sé einhvern veginn hannaður af einhverri vitsmunaveru.  Að allt í heiminum sé of flókið til að geta 'bara gerst' án þess að það sé einhver óskilgreind vitund (oftast guð reyndar) sem stýri ferlinu, amk. komi því af stað, og gefi hlutum tilgang.

En, ef þið spáið í því þá eru sumir hlutir alveg ótrúlega heimskulegir.. amk. hefði ég gert margt miklu betur þó ég segi sjálfur frá.

Stupid Design:

Stupit Design 2:

Alheimurinn (og allt sem er í honum) ber ekkert sérstaklega merki um vitræna eða gáfulega hönnun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já er það ekki frábært þegar fólk hendir frá sér skynsemi og viti þegar það fær póst frá Nígeríu... úps þegar það les í trúarritum að það sé extra líf á eftir þessu ef fólk hagar sér eins og fáfróðir vitleysingar :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Segjum að þetta sé allt saman bara svona heimskulegt og það er enginn hönnuður, við hvern er þá að sakast? Engan.

Þeir sem aðhyllast mekaníska skýringu á tilverunni verða að sætta sig við að öll þessi "heimska" og þar með talin trú mannsins á eitthvað æðra sér, er hluti og afleiðing af hinum mekanískum heimi. Hvert annað á að leita skýringa á þessari "heimsku" allri saman.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2009 kl. 19:59

3 Smámynd: Odie

Svanur,  Það er rétt sem þú segir.  Það er ekki við nein að sakast. Engan !!!

En það er ekkert slæmt við það.  Það geta engu að síður verið skýringar.  Það getur vel verið að við getum haft áhrif á margt af þessu.  T.d. reynt að minnka eða koma í veg fyrir ýmsa erfðasjúkdóma.  Hver veit.  En það er nokkuð ljóst að trú mun ekki gera það.  Það munu vísindin gera.  

Það að blanda vanþekkingu við trúmál er uppskrift að heimsku og sem betur fer eru margir farnir að sjá ljósið og snúa sér frá hindurvitnum og hjátrú.

Odie, 29.8.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mitt point er að ef að ekki er við neinn að sakast, af hverju að ráðast að trúarbrögðunum sem eru aðeins hluti af tilraunum mannsins til að díla við heiminn og bein afleiðing mekanísks heims. Þú hefur ofurtrú á vísindunum rétt eins og margir hafa ofurtrú á trúarbrögðunum  og allt er þetta hluti að þessari heimskulegu jöfnu sem við köllum líf.

Óneitanlega eru trúarbrögðin jafn stór hluti, ef ekki stærri en vísindin. Þetta hefur mannkynið valið sér eftir þeim mekanísku leiðum sem gjörðum þess stjórna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Odie

Ég hef nú ekki ofurtrú á vísindum.  Mér er full ljóst að við munum ekki geta gert hvað sem okkur dettur í hug með vísindum.  Þó að þekkingu flugi fram þá geri ég ekki ráð fyrir kraftaverkum þaðan.  Þó að allur okkar vilji sé til að framkvæma ýmislegt þá geri ég fastlega ráð fyrir því að margt af því sé óframkvæmanlegt.  Það má nú samt reyna, enda mun þekking okkar aukast þrátt fyrir mistökin.  Hins vegar veit ég að lausnirnar liggja í vísindunum.

Trúarbrögð eru réttilega stjórntæki eins og þú bendir réttilega á.   En þegar þú skoðar stjórntækið þá sérðu rökvillurnar og hindurvitnin.  En þetta er öflugt stjórntæki og ekki að ástæðulausu að ráðandi öfl notfæra sér það.  Þegar litið er yfir söguna þá sést vel að trúarbrögðin eru mikið notuð til að stía fólk í sundur.  Líttu bara á hvernig vesturveldin líta á múslima í dag.  Því miður þá tekur langan tíma að leggja niður  svona öflugt stjórntæki, enda margir sem vilja hafa áhrif á skoðanir og líf annarra.   

Odie, 30.8.2009 kl. 10:44

6 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Svanur: 

Óneitanlega eru trúarbrögðin jafn stór hluti, ef ekki stærri en vísindin. Þetta hefur mannkynið valið sér eftir þeim mekanísku leiðum sem gjörðum þess stjórna.

Það er ekkert líf í mekaníki og hverning getur líflaust dæmi valið eitthvað nema þá í gengum transistora og IF og THEN constructs? Menn geta gert margt með forritun sem er bygð á reglum og nýjar undir reglur geta skapast að forritinu sjálfu, forritið er gena og lífhermir. Það sem forritið getur ekki gert er að hækka orginal hönnuina í eitthvað nýtt sem er þó byggt á fyrri grunni. M.ö.o, forrit sem hermir eftir einfrumungi fer ekki að herma eftir mús, alveg sama hvað maður keyrir það lengi. Einning að ef að þú stoppar alla þróunn í svona forriti með því að breyta einum hlut þá keyrir forritið samt áfram endalaust í static ástandi sem er ekki í samræmi við lífið. Líflaust eða mekka val er ekki það sama og val svo að þessi setning er ekki í samræmi við sjálfa sig finnst mér. Þanning að þetta snýst mikið um að hver munurinn er á mekka og lífi.

Odie:

Trúarbrögð eru réttilega stjórntæki eins og þú bendir réttilega á.   En þegar þú skoðar stjórntækið þá sérðu rökvillurnar og hindurvitnin.

Það voru sjórnvöld sem komu hindurvitnum í trúarbrögðinn plús það er hitt og þetta þar sem ekki enn hefur tekist að útskýra. Sköpunarsagan og "miklihvellur" passa saman. Vísindin og trúarbrögð munu á endanum ná saman á margan hátt.

Arnar:

En, ef þið spáið í því þá eru sumir hlutir alveg ótrúlega heimskulegir.. amk. hefði ég gert margt miklu betur þó ég segi sjálfur frá.

.

Alheimurinn (og allt sem er í honum) ber ekkert sérstaklega merki um vitræna eða gáfulega hönnun. 

Í jaðardæmum eins og þetta með börnin þá geta komið upp villur og vísindinn munu á endanum bæta það sem er þegar þar. Það er skárri hugmynd heldur en Hitler hafði þegar hann sendi sjúklinga í gasklefanna og síðan bræðsluofin til þess að varðveita gena purity.

Þessi gamli fílingur í sambandi við trúarbrögð er að mestuleyti liðinn og mér sýnsist að hann hafi fært sig yfir í stjórnmál og janfvel "vísindi" eins og þetta global warming nonsense. There is negible GW from humans. Massa hystería.

Þróunn er flókið mál og ekki mundi ég taka það stórt uppí mig að ég hefði getað gert betur.

Eins og ég lít á það.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.8.2009 kl. 13:25

7 identicon

Og heldur þú að það tákni eitthvað spes þó menn hafi fundið upp trúarbrögð Svanur... heldur þú að það sé eitthvað spúkíness vegna þessa.

Í besta falli eru trúarbrögð leifar af alpha male dæminu... einu sinni snérist þetta bara um vöðvamassa... þegar menn fengu vit þá gátu þeir unnið úr alpha male eðlinu með að útbúa yfirnáttúrulegan alpha male, og segjast svo vera umboðsmaður hans.
Það þarf voðalega lítið til: Seiðkarlinn segir: Dauði og hörmungar koma, varist að hlusta ekki á mig... svo líður og bíður.. svo koma hörmungar á einhverjum tímapunkti BANG einfaldir telja að seiðkarlinn hafi haft rétt fyrir sér.
Við sáum einmitt með hana Láru sjáanda, margir töldu hana hafa rétt fyrir sér þó svo að ekkert hafi staðist í spádómum hennar.

Feast on it

DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 13:36

8 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Einning að ef að þú stoppar alla þróunn í svona forriti með því að breyta einum hlut þá keyrir forritið samt áfram endalaust í static ástandi sem er ekki í samræmi við lífið.

Ekki svo viss, ég man eftir einu gömlu forriti, The Game of Life, mjög einfallt sem gerði í gengnum nokkar "stökkbreytingar", ekki gana stökkbretingar þó, sem hætti alltaf að "stökkbreyta" hlutum eftir einhvern tíma. Gæti verið það sama með þessa genaherma ef að þú keyrir þá nógu lengi og nota þá excact copy í staðin fyrir spliced ones. Interesting...

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.8.2009 kl. 13:49

9 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

DoctorE: 

Í besta falli eru trúarbrögð leifar af alpha male dæminu... einu sinni snérist þetta bara um vöðvamassa... þegar menn fengu vit þá gátu þeir unnið úr alpha male eðlinu með að útbúa yfirnáttúrulegan alpha male, og segjast svo vera umboðsmaður hans.

What do men with power want? More power. (The Matrix)

Það þarf voðalega lítið til: Seiðkarlinn segir: Dauði og hörmungar koma, varist að hlusta ekki á mig... svo líður og bíður.. svo koma hörmungar á einhverjum tímapunkti BANG einfaldir telja að seiðkarlinn hafi haft rétt fyrir sér.

Það stendur nú einhversstaðar, hvort að það var í gamla testamentinu, að þeir sem myndu reyna að spá skulu drepnir. Bestu spámenn hafa rétt fyrir sér í 60% tilvika og um suma getur maður sagt, klukka sem er stopp er rétt tvisvar á dag. Síðan er ekki sama hvað maður er að spá um. Ég spái fyiri um það að þessi færsla sem ég er að skrifa núna muni vera póstuð eftir einhvernn tíma á borðið hans Arnars, og að það mun rætast nema að rafmangið fari af tölvunni minni eða að það verði bilun í símkerfinu eða að serveranrnir hjá mogga bloggi fari niður etc etc. Og ég mun vera 100% sannspár um það. En það eru til formúlur og fleira en...Síðan var einn spádómur, Jónas í hvalnum sem rættist ekki því að borgarbúar gerðu iðrun en einhver "vera"  hafði áhveðið að eyða borginni. Það er þessi eini Guð sem skapaði allan alheiminn síðan eru margir minni Guðir svona eins og Jehóhva og fleiri. Síðan eru það meistarar sem eru lægri heldur en þessir minni Guðir og það var nú haft eftir einum meistaranum einhverstaðar einhverntíma að mest af því sem maðurinn gerir er eintómur fíflaskapur.

Við sáum einmitt með hana Láru sjáanda, margir töldu hana hafa rétt fyrir sér þó svo að ekkert hafi staðist í spádómum hennar.

Emotionallty based reactionary response based on fear and not the mind.


Feast on it

Or the eye of Sauron...

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.8.2009 kl. 14:26

10 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Jæja, horfði á þessi vídeo og sá ekkert sem ég ekki vissi áður og get jafnvel bætt við nokkrum fleiri staðreyndum eins og þeirri að ef að tunglið væri ekki á braut um jörðu þá væri ekkert líf hér og hverjar eru líkurnar? Þetta er ekkert nýtt. Og alheimurinn sjálfur virðist vera á leið til eyðingar í stjörnumerkinu meyjunni ef að ég man rétt og allt eftir því. But, you aint have seen nothing yet.

Meðan atóm eru mjög þróuð þá er alheimurinn sjálfur mjög óþróaður, fer eftir stærð og fleiru.

Þetta er dense efni og flókið. Oh, það er munur á dauðri og lifandi hugsun. Involution og evolution, það er aldrei litið á involution bara evolution. Bara það eitt útskýrir eitthvað af þessum göllum, td. utanlegsfóstur og fleira.

Aftur er lykilinn í wavelengts, well læt þessu lokið núna.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.8.2009 kl. 23:49

11 Smámynd: Arnar

Svanur, þú spyrð akkuru 'við' (trúleysingjar væntanlega) ráðumst á trúarbrögð fyrst það er ekki við neinn að sakast.

Svarið er einfalt, trúarbrögð sjá okkur ekki í friði.

Eiga trúleysingjar bara að víkja og leyfa trúðum að vaða upp með yfirgang og vitleysu bara af því að við vitum að þið eruð að bulla?

Og ekki segja að trúarbrögð skipti sér ekki af trúleysingjum, í flestum trúarritum eru trúleysingjar réttdræpir, trúarbrögð vilja líka skiptar sér af því hvernig við lifum, hvað við borðum, hvað er kennt í skólum.. gæti haldið endalaust áfram.

Arnar, 31.8.2009 kl. 11:41

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef ég væri trúleysingi mundi ég líta á trúarbrögð og hegðun trúaðra sem óhjákvæmileg viðbrögð og afleiðingu genetískrar þróunar. Mikill meiri hluti mannkyns er trúaður og þessi árátta til að láta ótrúaða ekki í friði er einskonar viðbrögð hópsins til að halda sem flestum innan hans til að vernda tegundina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.8.2009 kl. 12:10

13 Smámynd: Arnar

Jóhann, pointið með vídeounum er að ef einhver 'hönnuður' hannaði heiminn bara fyrir okkur mennina (td. eins og lýst er í sköpunarsögunni) þá er mjög skrítið að sá hönnuður hafi einnig hannað svona marga hluti sem geta þurrkað sköpunina hans út.

Einnig að mannslíkaminn og virkni hans beri engin augljós merki hönnunar.

Arnar, 31.8.2009 kl. 12:55

14 Smámynd: Arnar

Eh.. hvernig stuðlar trú að verndun tegundarinnar?

Nema náttúrulega þú skilgreinir 'trúaður' sem tegund.

Arnar, 31.8.2009 kl. 12:57

15 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Arnar: 

Jóhann, pointið með vídeounum er að ef einhver 'hönnuður' hannaði heiminn bara fyrir okkur mennina (td. eins og lýst er í sköpunarsögunni)

Hmmm...er þetta ekki einum of mikið? Það þurfti að nefna öll dýr merkurinnar og pældu í vinnu að gera það, að upphugsa nöfn á allt þetta dæmi. Ekki held ég það nú, bara fyrir mennina.

Að gefnu tilefni, það var í gamla testementinu sem var verið að skifta sér að einkalífi manna en sá tími er liðinn. Stjórnmálamenn eru nú að setja lög hvar má reykja og soddan. Ég hef meiri áhyggjur af þeim nokkurn tíma heldur en trú sem slíkri.

þá er mjög skrítið að sá hönnuður hafi einnig hannað svona marga hluti sem geta þurrkað sköpunina hans út.

Svona eins og HIV og síðan máttu ekki gleyma jarðskjálftum og loftsteinum. Það er mjög skrítið að við séum að hanna og búa til stýrikerfi eins og Windows XP þegar eru svo margir vírusar sem geta skemmt það og/eða þurkað það út. 

Einnig að mannslíkaminn og virkni hans beri engin augljós merki hönnunar.

Þú skilur ekki samsetningar ferlið. Mér finnst það vera mjög vitrænt að setja heilann inní hauskúpu t.d. Og ekki vildi ég ganga með kynfærin á hausnum courtesy of Mr. Tyson. Síðan er til eitthvað sem heitir "junk" DNA og það er ávísun á framtíðina, það er nokkurn veginn búið að hugsa fyrir þessu öllu and the rest is up to us.

Jóhann Róbert Arnarsson, 31.8.2009 kl. 15:26

16 Smámynd: Arnar

26And God said, Let us make man in our image, after our likeness: and let them have dominion over the fish of the sea, and over the fowl of the air, and over the cattle, and over all the earth, and over every creeping thing that creepeth upon the earth.

 27So God created man in his own image, in the image of God created he him; male and female created he them.

 28And God blessed them, and God said unto them, Be fruitful, and multiply, and replenish the earth, and subdue it: and have dominion over the fish of the sea, and over the fowl of the air, and over every living thing that moveth upon the earth.

 29And God said, Behold, I have given you every herb bearing seed, which is upon the face of all the earth, and every tree, in the which is the fruit of a tree yielding seed; to you it shall be for meat.

Það er svo gaman að vitna í biblíuna til að sýna hvað hún sjálf er mikið bull, tekið úr Genesis 1:26-29.  Samkvæmt sköpunarsögunni er maðurinn nafli alheimsins, allt er handa honum.

Varðandi winXP.. voru tölvuvírusarnir til áður en stýrikerfið var til?

Og nei, ég skil ekki samsetningar ferlið á manneskju.  Það að heilinn sé innann í hauskúpu þýðir ekki að það sé einhver vitrænn hönnuður, þig langar bara að það þýði það.  Það virkar ekki að horfa bara á kostina en sleppa göllunum.  Fleirri vídeo um hvað 'hönnun' mannsins er heimskuleg ef þú hefur áhuga : http://www.youtube.com/watch?v=b-Jgksk0nWI

Arnar, 31.8.2009 kl. 16:05

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Arnar.

Fyrir þá sem ekki trúa því að tilveran sé sköpuð af vitsmunaveru, er maðurinn dýr sem hefur þróað með sér siðmenningu og allt sem henni tilheyrir af því hann er drifinn áfram að erfðafræðilegum eiginleikum eins og önnur dýr. Prímus mótor í hegðun allra lífvera er að viðhalda tegundinni og samkvæmt makanískri heimssýn er ekkert í hegðun mannsins sem ekki stuðlar að því. Þess vegna hljóta trúarbrögðin samkvæmt slíkri heimsmynd að vera hluti af þeirri viðleitni. Hvernig ætlar þú annars að skýra þessa áráttu mannsins að trúa á eitthvað sér æðra?

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.8.2009 kl. 16:05

18 Smámynd: Arnar

Óvissufælni og mikilmennskubrjálæði útskýrir trú alveg ágætlega held ég.

Óvissufælnin kemur inn á þróun kannski af því leiti að með því að afla þekkingar bætum við lífskylirði okkar sem tegundar.  Svona 'by product' af því er að staðinn fyrir að segja 'ég veit það ekki' fyrir eitthvað sem við vitum ekki þá er búið að skálda upp einhver ævintýri í staðinn fyrir óvissuna.

Mikilmennskubrjálæðið kemur af tvennu, annars vegar það að geta ekki viðurkennt og horfst í augu við sínar takmarkanir (viðurkenna að vita ekki eitthvað) og hinsvegar að réttlæta bætingu lífsskilyrða okkar á kostnað annara tegunda með því að búa til trúarbrögð sem setja okkur í miðju alheimsins (vísa aftur í Genesis 1:26-29).

Með öðrum orðum, trú er aukaverkun af áráttu manna til að útskýra allt milli himins og jarðar.

Get ekki séð að hún hafi nein áhrif á þróun mannkyns, nema kannski ef allir forfeður okkar hefðu lagst í þunglyndi yfir því að geta ekki útskýrt umhverfi sitt og hætt að fjölga sér.

Arnar, 31.8.2009 kl. 16:32

19 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

26And God said, Let us make man in our image, after our likeness: and let them have dominion over the fish of the sea, and over the fowl of the air, and over the cattle, and over all the earth, and over every creeping thing that creepeth upon the earth.

Það stendur image og likeness og það er ekki það sama og = merki. Image er bara image. Það þýðir ekki það að maðurinn sé Guð, ennþá. Fyrir manninn að komast í Guðatölu þá þarf hann að vaxa upp úr a reactionary unthinking response og fara að nota hausinn á sér til þess að velja vitrænt og janfvel það er ekki nóg. Hann þarft að gera einn eða tvo hluti í viðbót til þess að komast í Guðatölu og það er að þekkja gott frá illu eða skilnings tréð og eftir það einn annan hlut svo að hann geti umbreitt vali yfir í raunverulega áhvörðun. Aðeins þá hefur hann náð að hefja sig upp yfir the image og likeness. Áhvörðun er það sem skapar lífið, annars ertu bara living doll. Það er munur á okkar vali og vali róbóta svo að á lægri levelum er eitthvað líf þó svo að það er mikið til byggt á formi.

Munurinn á manni og dýri er sjálfsmeðvitund svo að við erum skör hærra heldur en dýrin og eigum að sjá um þau. Það eru sjö ríki, steinaríkið, jurtaríkið, dýraríkið, mannríkið og hárið á þér er komið úr jurtaríkinnu og tennurnar úr steinaríkinu etc etc. Þar sem var étið af skilningstrénu var þegar maðurinn sem tegund varð sjálfsmeðvitaður og hann gat fundið til skammar og þess vegna þurftu þau föt. En það var bara byrjuninn á því að vita gott frá illu. Dominion? Við notum nú málma í þessar tölvur sem við erum að nota núna og bara gott mál ef rétt er með farið.

 27So God created man in his own image, in the image of God created he him; male and female created he them.

Hugsun er karlkyns, tungumál er kvennkyns eða að koma hugsun í form.

28And God blessed them, and God said unto them, Be fruitful, and multiply

Það er búið að uppfylla jörðina svo að getnaðarvarnir eru meira en í lagi.

 29And God said, Behold, I have given you every herb bearing seed, which is upon the face of all the earth, and every tree, in the which is the fruit of a tree yielding seed; to you it shall be for meat.

Betra heldur en að svelta eða að vera étinn af villidýrum sem voru vaðandi útum allt á þeim tíma og janfvel í dag á sumum stöðum í heiminum.

Arnar:

Það er svo gaman að vitna í biblíuna til að sýna hvað hún sjálf er mikið bull, tekið úr Genesis 1:26-29.  Samkvæmt sköpunarsögunni er maðurinn nafli alheimsins, allt er handa honum.

Það ert þú sem myndir þá láta þessa fáu menn sem voru uppi á þessum tíma farast fyrir villidýrum...jæja.

Varðandi winXP.. voru tölvuvírusarnir til áður en stýrikerfið var til?

Vírusarnir voru til áður en að stýrikefið var til. Vírusar (Microsoft stýrikerfi) byrjuðu með DOSinu og síðan voru vírusar til áður en XP var gefið út í Windows 2000. Síðan var XP gefið út svo að svarið við þessu er að tölvuvírusarnir voru til áður en að stýrikerfið (XP) varð til. Annars voru MS menn svo vitlausir að þeir horfðu bara á kostina þegar þeir voru að gera DOSið og síðar Windowsið og gerðu ekki ráð fyrir vírusum en við höfum eitthvað sem er kallað ónæmsikerfi. En stýrirkerfi yfirhöfuð voru til á undan vírusum...your point being?

Fleirri vídeo um hvað 'hönnun' mannsins er heimskuleg ef þú hefur áhuga : http://www.youtube.com/watch?v=b-Jgksk0nWI

Stórskemtilegt vídeo, involution and evolution and the density of matter.

Jóhann Róbert Arnarsson, 31.8.2009 kl. 17:13

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Með öðrum orðum, trú er aukaverkun af áráttu manna til að útskýra allt milli himins og jarðar.

Fullkomnlega eðlilegt sem sagt :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.8.2009 kl. 17:16

21 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Arnar:

Get ekki séð að hún hafi nein áhrif á þróun mannkyns, nema kannski ef allir forfeður okkar hefðu lagst í þunglyndi yfir því að geta ekki útskýrt umhverfi sitt og hætt að fjölga sér.

Maðurinn væri ekki hér ef að það væri ekki fyrir "trúmál", sjá færslu 19.

Jóhann Róbert Arnarsson, 31.8.2009 kl. 17:37

22 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

27So God created man

Hugmyndir eru til alls fyrst og síðan koma orðin, hvað erum við? Við erum hugmyndir í huga Guðs og hugmyndir eru eílífar. Hinsvegar verður að þróa hugmyndir og það gerist ekki sjálfkrafa.

Jóhann Róbert Arnarsson, 31.8.2009 kl. 17:56

23 Smámynd: Arnar

Svanur, já - ef þér finnst það 'eðlilegt' að skálda í eyðurnar.  Persónulega finnst mér svarið vera 'nei'.

Jóhann: Það ert þú sem myndir þá láta þessa fáu menn sem voru uppi á þessum tíma farast fyrir villidýrum...jæja.

Það eru ekki mín orð.  Og það er stór munur á því að veiða sér til matar og halda að öll dýrin, slétturnar/skógurinn/vatnið þar sem dýrin halda sig hafi eingöngu verið búið til til þess að þú getir farið að veiða..

En já, ef guðinn þinn skapaði tvær manneskjur og svo helling af rándýrum, td. kjötæturisaeðlum, þá eru líkurnar ekki mannkyninu í hag.

Arnar, 31.8.2009 kl. 18:13

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Arnar: Hvað er þá eðlilegt? Hvaða heimsmynd fylgir þú eiginlega?

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.8.2009 kl. 18:42

25 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Arnar: 

Það eru ekki mín orð.

En sýnir það að Guð þjónar lífinu, það væri heimska að fara eftir þínum hugsunum um málið þar sem Guð þjónar lífi en ekki dauða. 

Og það er stór munur á því að veiða sér til matar og halda að öll dýrin, slétturnar/skógurinn/vatnið þar sem dýrin halda sig hafi eingöngu verið búið til til þess að þú getir farið að veiða..

Ertu að meina rányrkju? En þetta stendur ekki í textanum. Hver er nú að skálda í "eyðurnar".

En já, ef guðinn þinn skapaði tvær manneskjur og svo helling af rándýrum, td. kjötæturisaeðlum, þá eru líkurnar ekki mannkyninu í hag.

Það eru nú vissar ástæður fyrir þessu sem ég fer ekki útí but...who said that life was easy?

Jóhann Róbert Arnarsson, 31.8.2009 kl. 18:55

26 Smámynd: Arnar

Svanur, heimsmynd þar sem fólk segir 'ég veit það ekki' ef það veit ekki eitthvað en skáldar ekki upp einhver ævintýri um yfirnáttúrulegar verur og kraftaverk.

Arnar, 1.9.2009 kl. 10:14

27 Smámynd: Arnar

Jóhann, nei ég er ekki að tala um rányrkju, ég er að tala um mikilmennsku brjálæði.  Heimurinn var ekki skapaður bara handa mér.

Rándýr hafa eflaust orðið mörgum frummanni að aldurstitla og guðinn þinn hefur örugglega verndað jafn marga þá og nú (sem sagt engann).

Arnar, 1.9.2009 kl. 10:21

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Arnar; Veit hvað hann vill ekki en hefur ekki hugmynd um hvað hann vill. Mig grunaði það svo sem í upphafi þessara "skoðanaskipta" og það hefur sannað sig hér rækilega að það eina sem vakir fyrir þér er að koma einhverju höggi á trúarbrögð. "Óvissufælni" á að skýra trúarbrögðin að þínu mati og kannski vísindin líka? Þú afsakar Arnar en ég hef þig grunaðan um að bulla bara eftir því sem vindurinn blæs.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.9.2009 kl. 11:18

29 Smámynd: Odie

Svanur minn þú bullar nú líka.  Trúarbrögð hafa endalaust verið að haga seglum eftir tíðarandanum.   Réttast væri þó að velta fyrir sér tilgang trúarbragða.  Í mínum huga er tilgangurinn í dag fjárhagslegur.  En það er stór hópur manna sem hefur lifibrauð af því að viðhalda trú á alls kyns vitleysu og því miður þá hafa valdamenn komið því meira að segja inn í stjórnkerfi ríkja.  

Líttu t.d. á trúarhóp sem dansar á eftir hverjum spámanninum á fætur öðrum og velur hvað þeir vilja úr boðskap þeirra.  Sá hópur er heldur betur laus í rásinni og fýkur um allt. 

Ég held þó að tilgangur trúarbragða í upphafi hafi verið að mestur til að koma ýmsum einföldum reglum til þjóðfélagsins þar sem menntum og fáfræði var alls staðar.  Í dag er ekki þörf á þessu lengur.  En trúarbrögð voru án efa eitt besta stjórntækið sem til var.  Það er nú ekki að ástæðulausu að kristnir tala um hjörðina sína.   

Líttu nú aðeins á hvað mannskepnan trúir:  á Guði (í fleirtölu),  álfa og huldufólk, drauga, miðla, stjörnuspeki, tarotspil, tröll og geimverur.  Svona má lengi telja.  Allt þetta má setja í sama hattinn.  Alls staðar eru einstaklingar sem halda þessu fram og frá greitt fyrir.  Veltu síðan fyrir þér þeirri sóun fjármuna sem fara í alla þessa vitleysu.  Þjóðkirkjan er að taka 6 milljarða hið minnsta á ári í sína starfsemi.  Hvað ætli það séu margra mánaða starfsemi heilbrigðiskerfisins ?

Odie, 1.9.2009 kl. 12:26

30 Smámynd: Arnar

Svanur, ef það að 'koma höggi á trúarbrögð' er það sama og að sýna fram á hvað td. hugmyndir um að einhver einstaklega velgefin og gáfuð yfirnáttúruleg vera hannaði heiminn sé fáránleg, þá er svarið já.

En voðalega ertu eitthvað sár, var það eitthvað sem ég sagði?  Auðvitað veit ég ekki hvað ég vill, svona í heildina litið.  Ég veit hinsvegar hvað ég vill ekki og það er að taka einhverju bulli sem stenst engan vegin sem sjálfsögðum og réttum hlut.  Núna langar mig hinsvegar í súkklaði eftir matinn.. slæmur ávani.

Arnar, 1.9.2009 kl. 13:27

31 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Arnar:

Svanur, ef það að 'koma höggi á trúarbrögð' er það sama og að sýna fram á hvað td. hugmyndir um að einhver einstaklega velgefin og gáfuð yfirnáttúruleg vera hannaði heiminn sé fáránleg, þá er svarið já.

Jæja, hef ekki litið á þessi blogg í einn dag og hálfan, svo sem ágætt. Þanning að þú ert engu betur gefinn heldur en einhver lífræn róboti?

Jóhann, nei ég er ekki að tala um rányrkju, ég er að tala um mikilmennsku brjálæði.  Heimurinn var ekki skapaður bara handa mér.

Þetta stendur ekki í textanum, "And God created man so he could own the world for his usage and his usage alone or a gift from God."

Rándýr hafa eflaust orðið mörgum frummanni að aldurstitla og guðinn þinn hefur örugglega verndað jafn marga þá og nú (sem sagt engann).

Hissa á þér að koma með eitthvað svona í staðinn fyrir að viðurkenna það bara að þú hefur rangt fyrir þér. Hmm...

Jóhann Róbert Arnarsson, 1.9.2009 kl. 18:28

32 Smámynd: Arnar

Ég vísa nú bara aftur í biblíuna, og taktu eftir feitletraða textanum:

26And God said, Let us make man in our image, after our likeness: and let them have dominion over the fish of the sea, and over the fowl of the air, and over the cattle, and over all the earth, and over every creeping thing that creepeth upon the earth.

 27So God created man in his own image, in the image of God created he him; male and female created he them.

 28And God blessed them, and God said unto them, Be fruitful, and multiply, and replenish the earth, and subdue it: and have dominion over the fish of the sea, and over the fowl of the air, and over every living thing that moveth upon the earth.

 29And God said, Behold, I have given you every herb bearing seed, which is upon the face of all the earth, and every tree, in the which is the fruit of a tree yielding seed; to you it shall be for meat.

Ég er ekkert að tala um rándýr eða rányrkju eða neitt slíkt.  Ég er að tala um það mikilmennsku brjálæði að halda að einhver yfirnáttúruleg vera hafi skapað allann alheiminn handa mannkyninu.

Það er td. endalaust heimskulegt að 'hanna' stjörnur sem eru miljónir ljósára í burtu, bara handa mannkyninu, þegar við eigum aldrei eftir að komast þangað og þær (stjörnurnar) eru svo langt í burtu að þær sjást varla frá jörðu.  Hefði nú verið nær að 'hönnuðurinn' hefði eytt smá meiri tíma í að sjá til þess að miðpunktur sköpunarverksins, maðurinn, væri ekki svona viðkvæmur fyrir td. kvefi.

Arnar, 2.9.2009 kl. 09:25

33 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Einn dag þá, var ósofinn.

Odie: 

Líttu nú aðeins á hvað mannskepnan trúir:  á Guði (í fleirtölu),

Stundum er það bara hluti af sama Guðinum bara undir mismunandi nöfnum, það ber af leita eftir principles plús hinu og þessu.

álfa og huldufólk, drauga,

Að trú á að eitthvað sé til er ekki það sama og að trú á það. Það eru þrír heimar, af sjö, sem koma málinu við. Líkamlegi heimurin, síðan tilfinningar og síðan hugurin. Þegar fólk missir líkaman, þennan part sem að við sjáum þá eru tveir möguleikar; alger útslokknum á öllu því sem er við og ef að svo er þá ber að hræðast dauðan. Þá getur fólk sagt, ja, fundum við bara ekki drauga upp svo að það sé "léttara" að hugsa um og horfast í augu við dauðann? Kannski er það svo í sumum tilvika. En að flokka þetta allt undir sama hatt að óathuguðu máli eru fordómar. Ég hef verið að lesa "andlegar" bókmentir svo langt sem ég man eftir mér og þá ekki endilega Biblíuna, allt aðra hluti. Ásamt öðru auðvitað. Síðan gerðist það nú að ég gerðist alger efasemdarmaður í einhver ár. Skyggnigáfa var sjónrænn gefklofi og allt eftir því. Það eru nokkrir brilliant skeptic sites til á netinu, til að mynda. Ég er hissa á því að það efni hafi ekki verið quotað á mann. Á endanum þá voru einn eða tveir hlutir sem ekki var með nokkru móti hægt að útskýra. Svo að ég gaf þessu öllu 50/50 og gleymdi því bara. Nennti ekki að pæla í því. Síðan gerðist eitt hérna, 1.feb 2004 sem olli því að ég varð að endurskoða mig gersamlega og það var og hefur verið heavy vinna. Svo hver hlær best þegar upp er staðið, well, it is certanly not me.

 miðla,

Mikið af þessu miðla dæmi er kjaftæði og þeir sem geta miðlað einhverju eru kannski bara að tala við Jóa Jóns eða eitthvað álíka, að drepast gerir það menn vitra allt í einu? I don't think so. Það stendur í Biblíunni að þér skuluð ekki leita frétta af framliðnum og maður skilur það vel, en hvað fólk gerir er þeirra mál. Risky buisness að svo mörgu leyti, einning fyrir þann sem er að miðla. Að prófa andana, það stendur líka.

stjörnuspeki,

Að haga sínu lífi eftir stjörnuspeki er ég gjörsamlega ósamála og margir segja það að hún sé fake.

"Many scientists give the following as a reason they do not accept astrology:

"The gravitational influence of Mars or the other planets on the earth or a person on it is just about zero, so the idea that Mars could influence a person on earth is preposterous."

"Where is the flaw in this argument?"

This is a silly illogical argument coming from one who makes his living dealing with logic and I never see anyone calling him on it, even when an astrologer is being interviewed at the same time.

Rick gave a good analogy when he stated that I (living in Idaho) can have a great influence on him (living in Texas), even though the gravity or warmth of my body is not even detectable by him.

Even so it is with the planetary bodies. They are living entities and the true science of astrology is built around the science of relationships. The principle is this. One living being in relationship with another living being will influence that entity.

The relationships we have with each other and the influence we wield is a display in miniature of the influences of the planets and other heavenly bodies.

tarotspil,

Tarotspil er svona eins og að lesa telauf, gef ekkert fyrir það crap. Kannski gott fyrir að stúdera symbolisma, I don't know.

tröll og geimverur.

Trölla sögurnar eru oft skemtilegar, svona viss sannleikur sem kemur fram þar þó svo að sumu leyti ég taki þær ekki of bókstaflega...samt

Geimverur, 95% bara crap crap crap og ekkert nema crap og mjög oft er verið að manipulera fólk jafnvel þegar fólk er að sjá eitthvað abnormal sem ekki er hægt að flokka sem nátúruleg fyrirbæri á himni. T.d. það sem sumir flugmenn hafa séð. Svo að maður lætur þetta alveg vera. 

Allt þetta má setja í sama hattinn.

Ekki sammála, an unthinking stand.

Þjóðkirkjan er að taka 6 milljarða hið minnsta á ári í sína starfsemi.

Aðskilnaður ríkis og kirkju á að vera á fjárhagslegum grunni og þú getur afskráð þig úr þjóðkirjunni en samt er eitthvað af okkar sköttum sem fara þangað. Félag sem leyfir ekki afskráningu eða leyfir mannu ekki að fara er truly evil. Hinsvegar þá á maður að fá val ef að maður vill skrá sig í þjóðkirljunna í staðinn fyrir að það gerist sjálfkrafa við fæðingu. Ef að kirkjan fær svona mikið af "free money" þá stendur hún sig ekki sem sést best á því að ekkert hefur gerst þar innan dyra í háa herrans tíð. Fara bara með sömu gömlu lygarnar um hverning Esú skapaði allan heiminn sem Guð og að Guð sé allmáttugur og alvitur, eitthvað sem maður er fyrir lifandis Guðslöngu kominn með algjört ofnæmi fyrir. Esú mikilmennsku brjálæði. Ein lygi í viðbót, með því að samþykkja Esú sem þinn frelsara þá ertu hólpinn. Þetta stendur ekki í Biblíunni og sambandi við hinar lygarnar og nokkrarr aðrar, þá hefur Biblíunni verið breytt á nokkrum lykilstöðum af óprútnum náungum. En ekki vill kirkjan skoða það mál því að þeir halda það að það grafi undann henni og það er rétt að upp að vissu marki. En það leiðir bara til þess að þeir missi fólk á endanum og þetta kemur óorði á þá sjálfa og annað sem af því leiðir.

Gamla testamentið var mikið í civil málum á meðan nýja testamentið er svona meira, who cares? Í þeim efnum.

Hvað ætli það séu margra mánaða starfsemi heilbrigðiskerfisins ?

Ekkert nema bruðlið á svo margan hátt í þessu heilbrigðiskerfi.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.9.2009 kl. 09:39

34 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Arnar: 

Ég er ekkert að tala um rándýr eða rányrkju eða neitt slíkt.  Ég er að tala um það mikilmennsku brjálæði að halda að einhver yfirnáttúruleg vera hafi skapað allann alheiminn handa mannkyninu.

Það er augljóst að maðurinn er skör hærra heldur en dýrin, viltu frekar að dýrin hafi verið gefið "dominion" over man? Kannski þarftu orðabók, I don't know.

Það er td. endalaust heimskulegt að 'hanna' stjörnur sem eru miljónir ljósára í burtu, bara handa mannkyninu, þegar við eigum aldrei eftir að komast þangað og þær (stjörnurnar) eru svo langt í burtu að þær sjást varla frá jörðu.

Þetta er ekki eini staðurinn sem líf er á. 

Hefði nú verið nær að 'hönnuðurinn' hefði eytt smá meiri tíma í að sjá til þess að miðpunktur sköpunarverksins, maðurinn, væri ekki svona viðkvæmur fyrir td. kvefi.

Hmmm....

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.9.2009 kl. 10:12

35 Smámynd: Odie

Jóhann: Kannski er það svo í sumum tilvika. En að flokka þetta allt undir sama hatt að óathuguðu máli eru fordómar.  

En þetta er nú ekki að óathuguðu máli.  Það eru engar.  Ég endurtek engar sannanir fyrir neinu af þessu.  Í því liggur stærsta vandamál trúar á hindurvitni og aðra hjátrú.  Ef sannanir væru til þá myndu þær vera aðgengilegar.  Persónuleg upplifun getur aldrei verið sönnun á neinu.  

Vandamál margra er að þeir sjá ekki í gegnum lygarnar.  Það er ekki svo erfitt að blekkja fólk og sérstaklega auðvelt að blekkja þá sem vilja láta blekkja sig.  En margir sem trúa á guði og kraftaverk skoða aldrei með gagnrýnum augum á það sem verið er að matreiða ofaní það.  

Odie, 2.9.2009 kl. 11:53

36 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Odie: 

En þetta er nú ekki að óathuguðu máli.  Það eru engar.  Ég endurtek engar sannanir fyrir neinu af þessu.  Í því liggur stærsta vandamál trúar á hindurvitni og aðra hjátrú.  Ef sannanir væru til þá myndu þær vera aðgengilegar.  Persónuleg upplifun getur aldrei verið sönnun á neinu. 

Það var nú þess vegna sem ég gaf dæminu 50/50 þó svo að ýmislegt hafði gerst hjá mér fyrir þann tíma og mun meira á eftir. Ég afskifaði allt heila dæmið í raun og veru, hélt örlítilli glufu eftir. Síðan sprakk allt í tætlur, get bara lýst því þanning so never say never.

Newton, þegar hann sat undir trénu þá var það hans persónulega upplifun að epli datt ofan á hausinn á honum en ekki var það nein sönnun fyrir þyngdarafli vísindalega séð. Principle er eitthvað sem á við marga hluti. Eins og það er hægt að nota segulafl til margra hluta frá krönum til harða diska. Newton sá the principle og fór síðan að reikna út eftir henni. Hans persónulega upplifun var ekki sönun á þyndarafli. Það sem ég á við m.ö.o. er að persónuleg upplifun er vísbending og það gengur ekki að temja sér það viðhorf að þrátt fyrir að eitthvað sé persónuleg upplifun að þá sé það hið sama bara rugl.

Hvað gerist þegar vísindamenn koma upp með betri útskýringu á ljósi og fara að efast um miklahvell og fara að skilja betur leyndardóma rafmangs og bylgjulengda og fara að finna upp tæki þar að lútandi, þá fara að renna tvær grímur á marga held ég.

Maðurinn hefur sjö orkustöðvar og það sem ég var að skrifa um quantum computing, quatum bit / 2 = Bin bit og allt það kemur inná mænurótarstöðinna og það afl sem þar er, form af rafmagni. Rotation myndar segullafl og Left er mitt táknmál fyrir female, eins og tungumál og rafeindir, og receving og tilfinningar einning. Mænurótarstöðinn hefur fjögur lauf eða pedals. Náttúrulegi heimurinn getur bara táknað heilar tölur eða eins og var sagt á fyrirlestrinum um quantom computing; 1 + 1 + 1 +1 = 4 eða eitthvað álíka. Þanning að þó svo að hún hafi fjögur lauf þá er verkuninn 2 + 2 = 4. Og í stærðfræði eins og hún tegngist tölvum, þá höfum við þurft að koma okkur upp reiknistöðlum í sambandi við brotatölur einmitt útaf þessu og eitthvað af þessu er byggt inní compilerana og sumt er byggt inní örgjörvana. Hún er fræg deilingar villan sem kom upp þegar Pentium örgjörvin var fyrst kynntur til sögurnar, fór ekki alveg eftir staðli.

Þetta tilheyrir mínum rannsóknum á the life principle, rafmagn og leyndardómurinn á bak við það.

Það er eðlilegt að "skálda" ef svo má að orði komast í eyðurnar:

It is said that nature abhors a vacuum. This not only applies to matter rushing to fill empty space but it also applies to a vacuum created by a seeker.

To see or hear a vacuum at work just open a can or bottle of soda. You'll instantly hear a rush of air going into the container. This is caused by a partial vacuum created when the soda was bottled. 

This is the vacuum principle at work. When the seeker pushes away all the data from his mind he creates a vacuum that seeks to be filled. The vacuum send out magnetic forces that draw the solutions he is looking for.
Now the question arises. Will the vacuum principle always bring in good stuff or can it bring forth the negative?

The answer is that either one can be drawn. It depends on where your attention and the intentions of the heart lie. If your attention is directed upward to the spiritual and the desires of your heart are pure then a vacuum will pull into your mind that which is spiritual and good.

If your attention is on selfishness and the material worlds then you will pull into your mind knowledge on how to satisfy the lower self. 

Vandamál margra er að þeir sjá ekki í gegnum lygarnar.  Það er ekki svo erfitt að blekkja fólk og sérstaklega auðvelt að blekkja þá sem vilja láta blekkja sig.  En margir sem trúa á guði og kraftaverk skoða aldrei með gagnrýnum augum á það sem verið er að matreiða ofaní það. 

Ef að það er svona auðvelt að blekkja fólk, sem ég efast nú um, þá er eins gott fyrir vísindinn að fara að haska sér held ég. Og ekki er þetta allt matreiðsla þó svo að einhver sé ósamála og trúi bara á efnið. Það gæti nefnilega verið eitthvað lógískt sem liggur á bak við þetta allt saman.

Tveir skemtilegir quotar:

"If the bees disappeared, man would have only four years of life left".
  -- Albert Einstein

-

I got up the other day and everything in my apartment had been stolen and replaced with exact replicas. I couldn't believe it. I called my friend here and said, "Look at all this stuff, it's all exact replicas. What do you think?" He looked at me and said, "Do I know you?" --Steven Wright

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.9.2009 kl. 13:44

37 Smámynd: Arnar

Jóhann, engin hefur yfiráð yfir neinum í boði yfirnáttúrulegra yfirvalda.  Ef guð gaf manninum yfirráð ýfir dýrum, akkuru vita dýrin ekki af því og koma bara labbandi þegar við erum svöng?

Hvað ertu svo að setja þetta upp sem: "Ef maður hefur ekki yfirráð yfir dýrum þá hafa dýr yfirráð yfir mönnum."  Það er bara útúrsnúningur.

Já, maðurinn er 'skör hærri' en önnur dýr, aðallega af því að hann hefur klifrað þangað upp sjalfur með aðstoð þeirra tækja og tóla sem hann hefur fundið upp.. sjálfur.  Bara eins og ljón eru 'skör hærri' en sebrahestar og köngulær eru 'skör hærri' en flugur.

Og, svo á ég stundum alveg svakalega erfitt með að skilja þig eins og í færslunni hér að ofan.  Prófa kannski að lesa þetta heima í kvöld.

Arnar, 2.9.2009 kl. 14:07

38 Smámynd: Odie

Persónuleg upplifun getur orðið upphaf að einhverju nýju eins og þú bendir á með Newton, en taktu nú vel eftir.  Það var hægt að endurtaka tilraunina með eplið aftur og aftur.  Sönnunargögnin voru til staðar.  Með þau að vopni var hægt að meta áhrifin og smíða tilgátu sem sem varð að kenningu.

Þekking er sífellt að breytast.  Hins vegar vantar öll sönnunargögn fyrir hindurvitnin og guðina.  Persónuleg upplifun verður aldrei sönnun á neinu.

Restin að því sem þú skrifar er meðal þess skrítnasta sem ég hef lesið.  Maðurinn hefur 7 orkustöðvar hljómar ekkert smá asnalega og þetta vacuum principle er einstaklega ruglað.   Þetta bull hljómar líkt og The secret bull.  

Odie, 2.9.2009 kl. 14:13

39 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Restin að því sem þú skrifar er meðal þess skrítnasta sem ég hef lesið. Maðurinn hefur 7 orkustöðvar hljómar ekkert smá asnalega og þetta vacuum principle er einstaklega ruglað.   Þetta bull hljómar líkt og The secret bull.

Hef verið að gera grín að the secret sjálfur, samt er áhveðin meginregla þar. Þetta með orkustöðvarnar...kennt með óbeinum hætti í obinberunar bókinni og strjörnuspeki þar líka ásamt fleiru. Síðan máttu ekki gleyma Indlandi.

Meira um the vacuum principle, gerir það eitthvað skýrara:

Now let us apply this to other levels. The seeker wants to know the answers to his questions so he finds all the information that he can and fills his mind with hundreds or thousands of details and facts. Pretty soon he has so many pieces of information in his mind he becomes more confused than he was before. Some of the data conflicts with other parts and information brings up questions he never had before. To solve the dilemma he studies all the more but he seems to have reached a state of saturation and nothing seems to help.

Finally, he gives up and moves on. He fully takes his mind off his pursuit and relaxes for a while. Then after a period of time something magical happens. He is driving down the highway singing a Beatles tune when out of the blue a piece of information from the past comes into his mind. It is not books of data as he previously surrounded himself in but maybe just a single sentence from a million pieces of data. He thinks it strange that a phrase from his past comes back to him on a subject he has put aside, but he finds it interesting and contemplates it. Then an intuitive flash comes before his consciousness and he sees a principle that he has not seen before and understands the knowledge in a light he has not seen before.

Then a few days later the same thing happens again and additional intelligence is distilled upon his being.

As mentioned in earlier posts other great minds used this principle. This is why many great thinkers are called absent-minded. When Einstein went for a walk he was often so absent in normal thinking that he would come back to reality and not know where he was and had difficulty in finding his way home at times. But on the positive side it was during these periods of absent-mindedness that his greatest inspiration came.

I have found this principle to apply in my own life. I have often searched for answers and the answers never seemed to come. Then I may be driving down the road thinking of absolutely nothing and a flash of inspiration comes. It was as if thinking of nothing opened a door for higher thoughts to come in.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.9.2009 kl. 14:46

40 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Arnar: 

Jóhann, engin hefur yfiráð yfir neinum í boði yfirnáttúrulegra yfirvalda.

Bara þetta er efni í smá fyrirlestur. En ég held að ég sleppi því. Samt tvennt eða þrennt. Kannski var Guð ekki "yfirnáttúrulegur" heldur birtist viðkomandi í efni svona eins og þú og ég. Þá einn af þessum "minni" Guðum. Annað, ekki hafa dýrin greind til þess að yrkja jörðina.

Ef guð gaf manninum yfirráð ýfir dýrum, akkuru vita dýrin ekki af því og koma bara labbandi þegar við erum svöng?

Man.....talandi um útúrsnúniga. Yfirráð hér eru "to take care of". Ég hef yfirráð yfir mínu heimili og það er á mína ábyrgð að hugsa um það. Eins og við höfum yfirráð yfir plöntum og steinum og málmar flokkast sem steinar. Eins og álver og þess háttar. Dýrin, við gerum nú ýmsilegt annað við dýrin heldur en að borða þau. Mörg væru hungurdauða án okkar þó svo að það megi alltaf bæta sig. Samkvæmt lögum þá á engin dýrin og það var tekið hart á gripaþjófum hér í gamla daga, að eiga þá er ég að tala um almennt séð, svona svipað þegar þú þarft að kaupa land. Þanning að þriðja skilgreiningin hér að neðan á ekki beint við. Control or authority; ekki ætla ég að láta dýr segja mér fyrir verkum en við getum sagt þeim fyrir verkum svona eins og með hús og heimilsdýr.

dominion

Noun
1. control or authority
2. the land governed by one ruler or government
3. (formerly) a self-governing division of the British Empire [Latin dominium ownership]

Hvað ertu svo að setja þetta upp sem: "Ef maður hefur ekki yfirráð yfir dýrum þá hafa dýr yfirráð yfir mönnum."  Það er bara útúrsnúningur.

Ekki eins og aðstæðurnar voru, með stór rándýr í kringum sig svo að það var fyrsta mál á dagskrá og þá gátu dýrin bara komið labbandi og étið okkur í skjóli myrkurs og tekið lítil börn t.d. 

Já, maðurinn er 'skör hærri' en önnur dýr, aðallega af því að hann hefur klifrað þangað upp sjalfur með aðstoð þeirra tækja og tóla sem hann hefur fundið upp.. sjálfur.  Bara eins og ljón eru 'skör hærri' en sebrahestar og köngulær eru 'skör hærri' en flugur.

Dog eat dog, hugsunarhátturin og við erum þá að éta öll dýrin bara af því að við getum það eða græðgi? Þetta er ekki svona einfalt eins og ég skrifaði hér að ofan. Og maðurinn er bara dýr þá en bara betur tækjum búinn sem er þá stærri heili en samt bara dýr og villimaður svona inn við beinið? Mér heyrist það svona á þér.

Dýrin fara eftir mindless forriti og þess vegna er gott að þau séu í samskiptum við mannin til þess að örva þau og vera þeim innan handar. Few humans have mastered more than 10% of the thinking process, ég held að það sé nærri lagi.

My theory is this:

When times are good 90% of the people are friendly, helpful and easy to get along with.

9% are downright annoying and 1% are dangerous.

However when times are tough and circumstances trying 90% are not to be trusted for they will put self first. 9% will be true friends in very difficult circumstances and 1% can be depended upon even when great sacrifice to themselves is required.

Afsannar ekki Guð samt.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.9.2009 kl. 16:18

41 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Ef að það er svona auðvelt að blekkja fólk, sem ég efast nú um

Því að fæstir vilja blekkingu en hvað fólk er gott í því að hugsa, það er annað mál.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.9.2009 kl. 16:33

42 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.9.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband