Stundum skil ég ekki hvað menn eru að spá..

Undan farin ár hafa ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem 'kirkjunarmenn' hafa verið uppvísir af barnaníð og svo að kirkjan hefur reynt að þagga málin niður.  Núverandi páfi var til dæmis aðal höfundurinn að reglum innan kaþólskukirkjunnar sem miðuðu að því að flytja presta sem höfðu framið barnaníð milli kirkja og reyna að þagga málin niður til að vekja ekki athygli á þessum svarta blett á kirkjustarfinu.

Maður ræður ekki alka í vínsmökkun eða spilafíkil til að vinna í spilavíti.  En þarna er þessi hvítasunnusöfnuður að koma dæmdum barnaníðing aftur í svipaða stöðu og hann var í þegar hann framdi þessi brot.  Kemur reyndar ekki fram í fréttini hvort hann muni koma til með að starfa með börnum, en ég vona ekki.  Barnana vegna.

Auðvitað getur verið að maðurinn sé 'læknaður' og geti haldið aftur af sínum hvötum.  En það er alveg hrikalega óábyrgt að setja hann aftur í þá stöðu að geta hugsanlega misnotað sér aðstöðu sína og traust safnaðarins.


mbl.is Barnaníðingur skipaður prestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband