Gleðilegt guðlast!

Í dag er alþjóðlegur guðlast dagur.  Mitt framlag er: 

Ég trúi ekki á guð.

Viðeigandi, þar sem ég skráði mig (með aðstoð) úr þjóðkirkjunni í gær.  Skýlaust brot á 1. boðorðinu, flokkast sem guðlast, og samkvæmt boðum biblíunnar ættu nú allir kristnir að sameinast og grýta mig til bana:

Þriðja Mósebók: 13Og Drottinn talaði við Móse og sagði:  14"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann.  15Og þú skalt tala við Ísraelsmenn og segja: ,Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd.  16Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn.

Reyndar er það að trúa ekki á guð eina syndin sem er ekki fyrirgefin. 

30. september 2005 er dagurinn sem, nú frægu, Múhameðs teikningar birtust sem móðguðu víst alla múslima (amk. þessa bókstafstrúuðu) um allan heim.  Hópur fólks sem berst fyrir málfrelsi, trúfrelsi og mannréttingum hefur því stofnað herferð sem miðar að því að gera daginn, 30. sept,  að alþjóðlegum guðlast degi.

Guðlast er sem betur fer ekki bannað á íslandi en það er bannað td. bannað að gera hæða trúarbrögð:

125. mgr. almennra hegningarlaga 19/1940: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Spaugstofumenn voru td. kærðir fyrir guðlast, minnir mig amk. (opinber rannsókn fór fram, samkvæmt wiki), fyrir að gera grín að síðustu kvöldmáltíðinni 1997 eftir kvörtun þáverandi biskups.

Því miður er það ekki allastaðar svoleiðis td. eru lög sem banna guðlast við lýði í Írlandi.  Það er því brýnt fyrir alla vesturlanda búa sem hneyksluðust á viðbrögðum múslima vegna skopteikninganna að líta sér nær, það er ekki bara í löndum múslima sem bókstafstrú hefur troðið sér inn í löggjöfina.

Þakka DoctorE fyrir að minna mig á þetta, annars hefði ég líklega alveg gleymt að guðlast í dag.

International Blasphemy Day

What is Blasphemy Day?

Guðlast á íslandi

Er guðlast bannað með lögum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju með frelsið. Nú er bara að rifta skírninni og fá sig þurrkaðan út úr kirkjubókum. Það er þrautin þyngri. Á meðan telst þú enn með í tölfræði kirkjunnar um fjölda kristinna hér á landi.  Sem er náttúrlega óþolandi.

Ekkert myndi heiðra minningu Helga Hós meir en að koma þessu atriði fyrir dómstóla á forsendum mannréttinda og fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Arnar

Takk.

Og svo beiti ég bara 'no true scotsman' rökunum á sjálfan mig.  Engin alvöru-kristinn myndi guðlast.. right?

Arnar, 1.10.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband