Drasl..

Ég þarf að senda öðrum bloggara skilaboð.

Reyndar er viðkomandi bara 'bloggari' í þeim skilningi að hann er skráður á blog.is, en hefur ekki skrifað neinar færslur.

Ég get hinsvegar ekki sent honum skilaboð því að hann er ekki blog-vinur minn.  Sendi blog-vina-beiðni en hef ekki hugmynd um hvenær og hvort viðkomandi sér það.  Og ég þarf að senda skilaboðin núna (af því að ég er óþolimóður, er að fara að koma mér heim og á ekki eftir að kíkja inn á blog.is alla helgina).

Á eftir að pirra mig á þessu alla helgina.  Afhverju geta ekki allir skráðir bloggarar send öllum öðrum skráðum bloggurum skilaboð (einum í einu samt) án þess að verða 'vinir' fyrst?

Drasl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég er ekkert búinn að setja mig inn í þetta bloggvinakerfi, reyndi einhvern tíma að senda nokkrum vinabeiðni en hætti þar sem ég fann ekki strax hvernig það virkaði.

Sé heldur ekki þina vinabeiðni í stjórnborðinu þó ég hafi fengið tilkynningu um hana í emailinu :S

meilið hjá mér er sveinn_thorhallsson@simnet.is annars

Sveinn Þórhallsson, 2.11.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Arnar

Allt í lagi mín vegna.. er ekkert rosalega sár, enda á ég enga vini.  Svo dró ég beiðnina til baka þegar ég 'gaf upp vonina' stuttu seinna.

Ætlaði bara að benda þér á 'rannsóknina' sem Potholer54Debunks gerði á The Hovind Theory, þar sem kom í ljós að ef allskonar mismunandi jarðveg er hrært saman í vatni þá myndast bara eitt setlag en ekki mörg eins og Mofi (án ó) var að fiska eftir.

Athugasemdin um fótsporin í setlögunum gera reyndar út um hugmyndir Mofa um flóð og setlög.

Arnar, 2.11.2009 kl. 15:56

3 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Já ég hefði haldið það ;)

Sveinn Þórhallsson, 2.11.2009 kl. 16:17

4 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Enda er maðurinn ekkert að svara...

Sveinn Þórhallsson, 2.11.2009 kl. 16:17

5 Smámynd: Arnar

Jú jú, seinna í öðru bloggi, hann er bara svo upptekin akkurat núna.

Sem þýðir yfirleitt að hann sé að reyna að gleyma þessu.

Arnar, 2.11.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband