Sjöundadags Aðventistar vilja banna kennslu á þróunarkenningunni

Petition calls for teaching creationism in La Sierra biology classes.

A Riverside Seventh-day Adventist university is under fire for teaching evolution in its biology classes without telling students that the scientific explanation for the origins of life contradicts church beliefs.

Já, þið eruð örugglega jafn hissa og ég; sjöundadags aðventista háskóli sem kennir um þróun í líffræði tíma.  Ótrúlegt.

Aðrir aðventistar (að minnsta kosti þeir sem eru bókstafstrúaðir sköpunarsinnar) voru líka mjög hissa, og berjast nú fyrir því að þessu verði hætt hið snarasta og vilja fá biblíulega sköpun inn í staðinn. Í líffræði.

Nú vænti ég þess að Mofi nýti krafta sína og sambönd meðal sjöundadags aðventista og krefjist þess að kennslan á þróun verði ekki felld niður heldur verði nemendum kynntar 'báðar' hliðar málsins. LoL

Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg uppákoma í ljósi þess að sköpunarsinnar létu framleiða mynd, Expelled!, um það hvernig sköpunarsinnar væru lagðir i einelti í háskólum bandaríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú reka Aðventistar skóla hér á landi og hafa raunar talsverða sögu í skólarekstri. Þessi skóli er Suðurhlíðarskóli.  Gaman væri að fá uppgefið hjá Mofa hvort þróunarkenningin er á námskránni og ef svo er, hvort það er með einhverjum fyrirvörum.  Bara kenning? Stanga't algerlega á við sköpunarsöguna? Er hún ógn við bókstafstrú þeirra?  Gerir hún hana raunar að helberum kjánaskap?

Hvernig sætta Aðventistar þetta í sinni námskrá? Kenna þeir sköpunarsöguna samhliða eða sem sérnámsgrein eða alls ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband