Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Um málfrelsi og mannréttindi

Heitasta málið á blog.is í dag virðist vera lokun á bloggi DoctorE vegna ummæla hans um nafngreindan miðil.  Ummælin má sjá hér, amk. þangað til því verður eytt líka.  Dæmi hver fyrir sig. 

Í umræðu um þetta mál á púkablogginu svarar Árni Matt fyrir sig með:

Árni: Nú þykir mér moldin vera farin að rjúka í logninu Friðrik!

Þú gerir því hér skóna að lokað hafi verið fyrir síðu DoctorE vegna þess að við séum að "loka á þá sem segja sannleikann, þótt hann sé óþægilegur".

DoctorE hefur bloggað hér í tvö ár og skrifað hundruð bloggfærslna og þúsundir athugasemda. Nú bar svo við að hann sagði nafngreindan einstakling geðveikan og glæpamann og brást svo hinn versti við þegar hann var beðinn að gæta orða sinna.

Er þetta sá "sannleikur" sem þú tekur að þurfi að koma fram? Að nafngreindur einstaklingur úti í bæ sé bæði geðveikur og glæpamaður? Hvað hefur þú fyrir þér í því? Hefur þú undir höndum læknisfræðilegar upplýsingar um að viðkomandi sé geðveikur eða sannanir fyrir því að hann sé glæpamaður? Nýtur viðkomandi einstaklingur minni mannréttinda en aðrir vegna þess að þú ert ósammála honum eða að þér finnst hann kjánalegur?

Miðað við svörin hjá Árna skilur hann ekki hugtökin málfrelsi og mannréttindi.  Það snýst ekki endilega um að ég megi segja hvað sem ég vill, það snýst líka um að aðrir megi kalla mig geðsjúkan glæpamann fyrir það sem ég segi.  Sem sagt, virkar í báðar áttir.  Hann spyr hvort 'viðkomandi einstaklingur' njóti minni mannréttinda, en hvað með mannréttindi DoctorE.  Nýtur hann minni mannréttinda hjá ritstjórn blog.is af því að hún er ekki sammála honum?  Hefur 'viðkomandi einstaklingur' fullann rétt á að bulla út í eitt í fjölmiðlum en DoctorE ekki rétt á að benda hvað þetta sé mikið bull?

Ef 'viðkomandi einstaklingur' er nógu vitlaus til að koma fram undir nafni í fjölmiðlum og halda öðru eins bulli fram og 'viðkomandi einstaklingur' gerði, þá er 'viðkomandi einstaklingur' að kalla yfir sig gangrýni.  Ef 'viðkomandi einstaklingur' þykist hafa einhverjar gáfur til að segja fyrir um óorðna atburði sem reynist svo bara bull þá er eiginlega eðlilegt í framhaldi því að setja fram spurningar um geðheilsu viðkomandi.

Sannleikurinn er sá að 'viðkomandi einstaklingur' var að bulla, held það sé nokkuð augljóst úr þessu ef einhver vissi það ekki fyrir.  Það að 'viðkomandi einstaklingur' komi fram, undir nafni, í fjölmiðlum með annað eins bull þýðir að 'viðkomandi einstaklingur' er:

  • Með athyglissýki; fólk sem gerir hvað sem er fyrir athygli, gæti jafnvel flokkast sem geðsjúkdómur.
  • Geðveikur; fólk sem heyrir raddir er yfirleitt talið veikt á geði, það þarf enga læknisskýrslur eða annað, 'viðkomandi einstaklingur' lýsti þessu yfir sjálfviljugur.
  • Glæpamaður; ef 'viðkomandi einstaklingur' kom með þessa bull spá í þeim eina tilgangi að hagnast á henni þá er það glæpsamlegt.  Veit dæmi þess að td. börn búsett í Grindavík og á Selfossi hafi orðið hrædd eftir að hafa heyrt fréttir af þessu máli.
  • Allt að ofan.

Það eru mín mannréttindi að halda þessu fram og ég hef talið upp þær ástæður sem ég byggi mína skoðun á.  Mín skoðun getur alveg verið röng og öllum er velkomið að benda mér á það.


Ef Isaac Newton væri lifandi í dag..

Isaac Newton var trúaður, fáir held ég sem mótmæla því.  En það er samt kjánalegt að nota trú hans sem einhverskonar 'sönnun' fyrir því að trúin sé rétt (Argument from authority).  En samt vilja sumir gera það og rökin virðast vera 'Newton var svakalega klár, hann var trúaður, þess vegna hlýtur trúin að vera rétt'.  En þá kjánalegra er að álykta að ef hann væri uppi í dag að þá myndi hann aðhyllast nákvæmlega sömu trúarskoðanir.

Skoðum nokkur quote-mine sem sköpunarsinnum finnst gaman að draga fram sem 'rök':

Newton: Can it be by accident that all birds beasts & men have their right side & left side alike shaped (except in their bowells) & just two eyes & no more on either side the face & just two ears on either side the head & a nose with two holes & no more between the eyes & one mouth under the nose & either two fore leggs or two wings or two arms on the sholders & two leggs on the hipps one on either side & no more? Whence arises this uniformity in all their outward shapes but from the counsel & contrivance of an Author?

Newton var uppi fyrir ~300 árum síðan (1643-1727), hann dó 82 árum áður en Darwin fæddist (1809-1882).  Það hafa eflaust verið uppi einhverjar hugmyndir um þróun og sameiginlega forfeður á þeim tíma sem Newton var á lífi, en það var Darwin sem fyrst tók þessar hugmyndir saman og setti fram kenningu byggða á rannsóknum sem er almennt samþykkt í dag (nema af sköpunarsinnum náttúrulega).  Allar þessar pælingar Newtons um líkindi milli ólíkra dýrategunda er hægt að útskýra með sameiginlegum forfeðrum og þróun.  Newton hafði ekki aðgang að þróunarkenningu Darwins, hann rannsakaði þetta ekki sjálfur og gat því aðeins ályktað út frá því sem hann sá.

Newton: Whence is it that the eyes of all sorts of living creatures are transparent to the very bottom & the only transparent members in the body, having on the outside an hard transparent skin, & within transparent juyces with a crystalline Lens in the middle & a pupil before the Lens all of them so truly shaped & fitted for vision, that no Artist can mend them? Did blind chance know that there was light & what was its refraction & fit the eys of all creatures after the most curious manner to make use of it? These & such like considerations always have & ever will prevail with man kind to beleive that there is a being who made all things & has all things in his power & who is therfore to be feared?

Annað dæmi sem Newton nefnir er augað, en eins og áður var einfaldlega lítið vitað um augað á þeim tíma sem hann var uppi.  Síðan þá hefur nú ýmislegt gerst og margar rannsóknir sem til sem sýna hvernig auga getur þróast, sjá wiki Evolution of the eye.  Í external links er einnig bent á:

Til frekari upplýsinga fyrir þá sem þurfa á að halda.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvort það myndi breyta trúarskoðunum Newtons, en ef hann væri upp í dag gæti hann amk. fengið svör við öllum þessum spurningum sem hann var að velta fyrir sér (að ofan) og gæti tekið upplýsta ákvörðun; á ég að trúa gögnunum sem er hægt að prófa eða því sem stendur í 2000 ára gamalli bók?


Út í geim og heim aftur

Skemmtilegt orðalag í þessari frétt:

Virgin Galactic var stofnað af Sir Richard Branson 2004 með það fyrir augum að reka geimflugfélag fyrir ferðamenn sem vilja komast út í geim og heim aftur.

Kannski ekki mikil markaður fyrir ferðir aðra leiðina.


mbl.is Geimferðir frá Abu Dhabi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmisaga um .. well.. Keiko.

Fékk eftir farandi dæmisögu sem svar við þeirri alhæfingu minni að það hefði ekkert spurst til guðs í yfir 2000 ár í athugasemd hjá öðrum bloggara.

Kristinn: Ég  talaði við ungan mann fyrir u.þ.b. 10 árum sá var fæddur og uppalinn í Orlando. Hann fullyrti a Keikó, (sem þá var í Vestmannaeyja höfn)væri í Sea Word Orlando. Hans sjónarhorn náði ekki út fyrir Florida skagann. Þó að þú hafir ekki heyrt í Guði, þá þýðir það ekki endilega að >Hann sé ekki þar.

Sagan á náttúrulega einhvern vegin að sýna mér að þótt guð hafi ekki látið á sér kræla síðustu 2000 árinn (að frátöldum einstaka brenndum brauðsneiðum og myglusvepp) þá sé ég bara ekki búinn að leita nógu vel.

Mér finnst samt meira líkt með fullyrðingu 'unga' mannsins um staðsetningu Keiko og fullyrðingum trúaðra um tilvist guðs.  Keiko er í Sea World og guð er á himnum, sjónarhorn 'unga' mannsins náði ekki út fyrir Flórida skaga og sjónarhorn trúaðra nær ekki út fyrir biblíuna.  'Ungi' maðurinn verður (varð.. 10 ár síðan) hugsanlega hissa og jafnvel vonsvikin næst þegar hann fer (fór) í Sea World, ætli trúaðir verði álíka vonsviknir og Jesú þegar þeir 'meet their maker'..

'Ungi' í ungi maðurinn er innan " ' " vegna þess að mér finnst það vera Ad hominem í sögunni, þjónar engum öðrum tilgangi en að draga úr fullyrðingum 'unga' mannsins vegna þess að hann er (var) ungur.


Að þjást af kærleik

Rak augun í bloggfærsluþar sem höfundur segist hafa fengið sýn af jesú þjást á krossinum og bætir svo við:

"Nema það að það fylgdi þessu rosalega mikill friður og yfirgnæfanlegur kærleikur. Ég heyrðu Jesú segja við mig það ver mér mikil heiður að deyja fyrir þig."

Og einhvern vegin þykir mér þetta rangt, það er kannski bara ég en ég tengi engan vegin saman frið, kærleik og heiður við þjáningu og dauða.  Finnst það eiginlega bara frekar sjúkt.

Tvennt sem kom upp i huga mér við þessa lesningu.  Las fyrir nokkrum mánuðum grein á New Scientist um hvernig fólk er líklegra til að trúa hlutum ef aðrir þjáðust fyrir þá (Religions owe their success to suffering martyrs).  Friðsamlega og kærleiksríka þjáning jesús á krossinum kemur þar sterkt inn í kristna trú.  Td. segir höfundur bloggfærslurnar:

"Þetta er verð að tala um það sé heiður að þjást fyrir Jesú krist hér á jörini."

Sem kemur nákvæmlega inn á einn punkt í greininni sem segir að þegar fólk er svo farið að trúa þá er það tilbúið að taka á sig sömu þjáningar.

Þarna er líka spilað grimmt inn á samviskuna; jesú þjáðist fyrir þig, það væri þér heiður að þjást fyrir hann á móti, þar af leiðandi væri það óheiðarlegt að neita að þjást fyrir jesú á móti.  Enginn vill vera óheiðarlegur, satt?

Það seinna var þetta með að jesú hafi þótt það heiður að deyja (og þjást) fyrir viðkomandi bloggara.  Bæði finnst mér það lýsa miklum hégóma, sem ég hélt að væri ekkert sérstaklega kristilegt.  Mér þætti það sjúkt ef einhver vildi deyja fyrir mig og myndi fara fram á að viðkomandi væri lokaður inni á viðeigandi stofnun.


Guð er..

Rak augun í könnun á heimasíðu Lifandi Vísinda með fyrir sögninni 'Guð er' (get því miður ekki linkað beint á könnunina).

Tvennt skemmtilegt við þessa könnun; fyrst að 49% (af 2641 sem höfðu kosið þegar ég skrifa þetta) höfðu valið 'Ekki til' og svo að 14% höfðu valið 'Allt þetta og meira til' (væntanlega verið að vísa til allra valmöguleika í könnuninni).  Svo c.a. 370 manneskjur álíta að guð er 'algóður', 'almáttugur', 'hinn mikli andi', 'eins og lýst er í biblíunni', 'jesú kristur', meira til.. og að hann sé ekki til og að þeir viti ekki hvað guð er.

Auðvitað er könnunin hjá þeim illa upp sett en þetta sýnir líka hvað fólk hugsar lítið áður en það velur.

Það eru aðeins þrír svarmöguleikar sem "meika sense" fyrir mig amk., 'Ekki til', 'Veit ekki' og 'Eins og lýst er í biblíunni' (skil ekki hvernig trúaðir ætla að álykta að guð sé einhvern vegin öðruvísi en honum er lýst í biblíunni).  Þegar þetta er skrifað hafa 49% valið 'Ekki til', 10% 'Veit ekki' og 5% 'Eins og lýst er í biblíunni'.


Júpiter er hættulegur jörðu

Í færslu sinni, "Skjöldur jarðar, Júpiter", ályktar Mófi (án þess að færa fyrir því nein rök) að það sé merki um hversu vel alheimurinn sé hannaður að Júpíter sé einhvers konar skjöldur fyrir Jörðina sem hafi verið 'settur' á þann stað sem plánetan er. 

Það er alrangt.  Reiknilíkön sem notuð voru í rannsóknum sýna fram á að Júpíter beinir í raun loftsteinum inn á spörbaug Jarðar og skapar því aukna hættu á að loftsteinar lendi á Jörðu.  Reyndar væri ástandið verra ef smærri pláneta, td. Neptun eða Saturn, væri á sama sporbaug og Júpíter en niðurstöðurnar sýna að best væri (fyrir jörðina) ef þarna væri en þá minni eða jafnvel engin pláneta yfir höfuð.

Hverskonar hönnun væri það (fyrir jörðina) sem beindi fleiri lofsteinum í áttina að jörðu og beinlínis yki hættuna á árekstrum?  Svarið er einfalt; það er engin hönnun.

Áhugasamir geta kíkt á grein á New Scientist um niðurstöðurnar: Jupiter increases risk of comet strike on Earth.


mbl.is Árekstur við Júpíter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brot á skilmálum blog.is

Í samskiptum við ritstjóra blog.is, sem getið er í færslunni á undan, þar sem mófi kvartaði undan mér spurði ég hvort eftirfarandi færslur væru ekki brot á skilmálum blog.is.

"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."

  • Frá Darwin ti Hitlers; Mofi reynir að tengja Hitler við þróunarkenninguna til að sverta hana með voðaverkum hans.  Hitler var hinsvegar kristin sköpunarsinni sem trúði engan vegin á þróun mans frá 'óæðri' verum.
  • Putin klæðir Stalin upp sem engil; Mófi reynir að klína voðaverkum Stalíns á þróunarkenninguna ('darwinisma') og guðleysi.  Sem er náttúrulega bull þar sem þótt Stalín hafi samþykkt þróun hafnaði hann kenningum Darwins og kaus frekar kenningar Jean-Baptiste Lamarck.
  • Dæmi um guðleysis stjórnvöld; Mófi reynir að kenna guðleysi um voðaverk Pol Pot.  Þótt Pol Pot haf kannski sannarlega verið trúlaus, þá eru engar heimildir fyrir því að það hafi haft afgerandi áhrif á gjörðir hans og Rauðu Kmeranna.  Þeir voru fyrst og fremst kommúnistar sem vildu breyta þjóðfélaginu með social engineering.  Trúleysi/guðleysi hefur ekkert með það að gera.
  • Ávextir darwinismans; Mófi vill kenna Darwin og þróunarkenningu hans um fjöldamorð í skóla í Finnlandi.  Einstaklega ósmekkleg grein með quote-mine í Darwin sem segir aðeins hálfan sannleikan.

Allar þessar greinar virðast einungis vera til þess að rægja og smána trúleysi, trúleysingja og þróunarkenninguna með rangfærslum.

Veit ekki til þess að ritstjóri blog.is hafi brugðist við þessum upplýsingum, þessar færslur eru allar en þá inni, hann er líklega uppteknari við það að banna óþolandi einstaklinga eins og mig sem reyna að benda á ruglið sem flæðir óheft upp úr fólki eins og Mófa.


Trú í myrkri - trú sem þolir ekki gagnrýni

Það er fátt jafn hressandi og að vera bannfærður af kristilegum bloggurum, jafnvel tvisvar eða þrisvar á dag, fyrir það eitt að spyrja þá spurninga sem þeir geta ekki svarað eða benda þeim á að eitthvað sem þeir eru að halda fram sé eintómt rugl.  Ótrúleg seigla hjá sumum að banna mann aftur og aftur og eyða vandræðalegum færslum í ljósi þess að það er ekkert mál að stofna bara nýjan blog.is notanda og að það er ekkert í skilmálum blog.is sem bannar það.

Ritstjóri blog.is lokaði reyndar á mig vegna kvörtunar og opnaði ekki aftur fyrr en ég hafði lofað að vera ekki að ónáða viðkomandi bloggara aftur, bar við einelti.

En hvað eru bloggarar að bera sínar skoðanir á torg ef skoðanirnar standast engin rök og þeir sjálfir þola enga gagnrýni?  Reyndar hef ég þá tilgátu að þeir sem blogga hvað mest eru þeir sem hafa minnsta trúarsannfæringu.  Stanslausar endurtekningar á sömu rökvillunum, trúarsannfæringu þeirra til stuðnings, er ekkert nema örvæntingafull tilraun til að sannfæra sjálfa sig, eins og að ef eitthvað er sagt nógu oft hljóti það að vera satt.  Ef þeim er bent á að rökin standist ekki, staðhæfingarnar séu rangar og að svörin séu bara útúrsnúningur er bannað og ritskoðað.

Held að Mófi lýsi þessu best sjálfur.

Mófi: "Sumir náttúrulega geta ekki lært af þannig einföldum lexíum af því að þeirra trú blindar þá."

Talandi um Mófa, þar sem það var víst hann sem ég átti að vera að leggja í einelti, þá er hann alveg ótrúlega gott dæmi um bókstafstrúaðan einstakling sem virðist aðallega vera að skrifa til að sannfæra sjálfan sig.  Sama hversu oft það er bent á að rökin hans standast ekki og staðhæfingarnar byggist á engu nema hans trú og skoðunum þá tekur hann engum sönsum.  Og svo þegar hann verður rökþrota þá bannar hann og ritskoðar, sem er skondið miðað við fyrri yfirlýsingar.

Mófi: "Ég kem hérna fram algjörlega fyrir opnum tjöldum og leyfi öllum að gagnrýna mína trú eins og þeim listir."

Já, einmitt það.  Leyfir öllum að gagnrýna, hljómar eins og kristið umburðarlyndi í verki.

Mófi: "..ég er með langan lista af bloggurum sem ég er búinn að banna svo ég get engan veginn gefið mig út fyrir að leyfa öllum að tjá sig hérna."

Gott að fá það á hreint, en hvar er umburðarlyndi núna?  Hann bannaði mig að minnsta kosti fimm sinnum og ég hef ekki tölu á hversu mörgum athugasemdum hann eyddi.  Umburðarlyndið er ekkert nema yfirskin og yfirlýsingin um að leyfa öllum að gagnrýna er ekkert nema hræsni.  Td. í ljósi þess að viðkomandi heldur því fram að sömu kristnu gildi séu undirstaða lýðræðis, mannréttinda og frelsis í heiminum.

Mófi: "Þegar við skoðum sögu hins vestræna heims þá sjáum við að kristni hefur upplýst stærstu afrek vestrænnnar menningar.  Þegar við lesum bækur Hitchens og Dawkins og fleiri guðleysingja þá í þeirra lista yfir stofnanir og gildi sem þeir halda mest upp á eins og mannréttindi, réttinn til að fylgja sannfæringu sinni, líðræði, jafnrétti kvenna og karla og endalok þrælahalds. Þegar þú skoðar mannkynssöguna þá kemstu að því að þessi gildi komu vegna kristninnar trúar. Ef kristni væri ekki til þá væru þessi gildi ekki vera til eins og við þekkjum þau í dag.  Svo það er engin spurning að það er eitthvað mjög stórkostlegt við kristni.. "

Skrítið, hann gleymdi alveg að minnast á ritskoðun og skoðanakúgun.

Ég ber virðingu fyrir trúuðum sem eru öruggir í sinni trú, af hvaða trúarbrögðum sem þeir eru.  Trúuðum sem þurfa ekki að nota rangfærslur, útúrsnúninga og jafnvel lygar til að réttlæta sína trú fyrir sjálfum sér eða öðrum.  Mófi fellur ekki í þann flokk, hann getur ekki einu sinni verið samkvæmur sjálfum sér hvað þá trúnni sem hann trúir svo heitt.

Ef þú trúir einhverju bjánalegu, td. að himinni sé grænn, þá skaltu ekki blogga um það ef þú þolir ekki að fá athugasemdir um litblindu eða að þú sért einfaldlega bjáni.

Mófi: "Þegar einhver sýnir heimsku, trekk í trekk eftir að hafa verið leiðréttur þá finnst manni stundum þörf á því að láta viðkomandi vita að núna er hann byrjaður að hegða sér heimskulega í veikri von að hann taki sig á."


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband