Færsluflokkur: Mannréttindi

Fer ég með dópáróður?

Ég var bannaður af öðrum bloggara, aftur.

Ekki það að mér líði neitt sérstaklega illa yfir því, mér finnast ástæðurnar og ásakanirnar bara fáránlegar.

Guðrún nokkur bloggar um dópáróður á blog.is og vill meina að það sé glæpsamlegt að fjalla um fíkniefni, aðallega kannabis.  Helst virðist það fara í taugarnar á henni að þeir sem stunda slíkan 'dópáróður' vísi í Wiki máli sínu til stuðnings, ég gerði athugasemd við þá skoðun hennar að það væri bara eftirlitslaust rusl inni á Wiki.

20 Smámynd: Arnar

Guðrún: ..með því að vísa í Wikipedia og fleiri vefi sem hafa ekkert eftirlit með því hvaða rusl fer inná þá..

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að það sé ekkert eftirlit með því hvaða 'rusl' er sett inn á Wiki.

Og ef hver sem er getur sett hvað sem er inn á Wiki, getur þú þá ekki bara farið þangað inn og leiðrétt misskilningin fyrst þér er þetta svona hugleikið?

Arnar, 2.11.2009 kl. 13:50

Fékk ekkert svar, líklega var hún of upptekinn (sem er svarið sem maður fær oftast hjá þeim sem geta ekki svarað spurningum en þora ekki að viðurkenna það).

Seinna benti ég henni á að það væri einfaldlega ekki glæpur að fjalla um kannabis.

27 Smámynd: Arnar

Guðrún,það er ekki glæpur að tala um kannabis.  Það er ekki glæpur að segja að kannabis sé skaðminna en bæði áfengi og tóbak.  Það er heldur ekki glæpur að benda á það að á meðan lögreglan er að eyða hellings tíma,peningum og orku í nánast vonlausri baráttu gegn kannabis þá er það hellings tími, peningar og orka sem fer EKKI í að berjast gegn mun hættulegri eiturlyfjum.

Svona eins og löggan væri að stoppa alla sem keyra of hægt (það er líka hættulegt), en einbeita sér ekki að þeim sem keyra of hratt.

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:33 

Ekkert svar.. en ég sá að í svari hennar til annars aðila þá heldur hún því fram að unglingar fari út í neyslu vegna þess að þeir lesi um að það sé sagt í lagi á 'þessum bloggum'.

28 Smámynd: Arnar

"Þeir sem umgangast unglinga sem hafa verið í neyslu þekkja vel hversu mikið þau vitna í þessi blogg"

Þessir unglingar í neyslu.. drekka þeir og reykja?

Í'þessum bloggum' er oftast minnst á það að kannabis sé hættuminna (svona heilsulega séð) en áfengi og tóbak.  Ef þessir unglingar eru svona áhrifagjarnir og fara eftir öllu sem 'þessi blog' segja þeim að gera.. af hverju neyta þau áfengis og/eða reykja?

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:35 

Ætli ég geti túlkað það sem einhvers konar svar að athugasemdum mínum var öllum eytt og ég bannaður af blogginu hennar með orðunum:

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég ætla mér að eyða út öllum dópáróðri í svörum fólks og loka á aðgang þeirra sem að eru með dópáróður.

Fíkniefnaneyslan er skelfilegt vandamál sem að verður að taka á.

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.11.2009 kl. 14:38

Já einmitt, þannig tekur maður á vandamálum, þaggar niður alla gagnrýni og bannar þá sem eru ekki alveg sammála.

Var ég með "dópáróður", hafði spurning mín varðandi 'ruslið' á Wiki eitthvað með "dópáróður" að gera?  Var mikil hætta á því að unglingar álpuðust inn á bloggið hennar, læsu færsluna eftir mig og hugsuðu: "Hey, þessi gaur segir að það sé ekki eintómt eftirlitslaust rusl inni á Wiki, förum og fáum okkur dóp".

Maður leysir ekki vandamál með þöggun eða ritskoðun.  Maður leysir þau með opinskárri umræðu þar sem öll sjónarmið fá að koma fram.  Guðrún er algerlega út á þekju og hefur engan áhuga á gagnrýni, sumir gætu jafnvel freistast til þess að segja að hún bulli.


mbl.is Göngudeild SÁÁ lokað ef fjárframlög minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á mér nýja hetju

Straisand áhrifinn eru yndisleg.

Fyrir nokkrum dögum vissi ég ekki hver Youtube notandi philhellenes var.  En svo gerði hann myndband um afhverju vísindamenn væru ekki hræddir við helvíti sem fór fyrir brjóstið á einhverjum bókstafstrúar-vitleysingnum, sem lagði inn tilhæfulausa kæru til Youtube um að myndbandið innihéldi haturs áróður (e. heat speach).

Nokkru seinna var fjöldi notenda búnir að setja myndbandið inn aftur og vekja athygli á málinu.

Nú vita 'allir' hver philhellenes er og örugglega miklu fleirri búnir að sjá myndbandið en ef það hefði ekki verið vakin áhugi á því með þessum hætti.  Sem er væntanlega algerleg andstætt við það sem einhver hafði í huga þegar þeir reyndu að fá myndbandið fjarlægt.

A Little YouTube Justice

Upprunalega myndbandið sem reynt var að fá bannað: Why Don't Scientists Fear Hell?

Og svo tvo góð (að mínu áliti) vídeó frá honum:

To All Religious Teenagers

Atheism: The Stars Are On Our Side

Hef ekki horft á allt sem þessi hefur sett inn á Youtube en það sem ég hef nennt að horfa á er allt vel framsett, skemmtilega útpælt og áhugavert.


Fordómar gagnvart "slæðukellingum" í strætó

Dagurinn byrjaði ágætlega; vaknaði tímanlega, ekkert stress eða vesen að koma krökkunum í skólann og ég var mættur út á stoppistöð alveg nokkrum mínútum áður en vagninn minn kemur, heppilegt að það var logn og bara fínasta veður (svoldið kalt reyndar) fyrst ég þurfti að bíða.

Og þar sem ég sit í makindum og góni út um gluggann, ryðjast ekki inn tvær konur (augljóslega útlendingar, voru alltof mikið dúðaðar miðað við árstíma) á næstu stoppistöð, huldar í einhverskonar kufla frá toppi til táar, með slæður á hausnum þannig að aðeins andlitið var sýnilegt.  Ég þykist nú vera ágætlega umburðarlyndur maður en get ekki neitað því að allskonar neikvæðar hugmyndir helltust yfir mig. 

  • Hvað ef það væri falinn hryðjuverkamaður undir kuflinum?
  • Hvað ef þær væru með sprengjubelti eða bara dúkahníf?
  • Ætluðu þær að gera árás á samgöngu kerfi Reykjavíkur og lama þar með strætókerfið?  (Hugsa sér að þessar tíu hræður í vagninum þyrftu að finna sér annan fararmáta á morgun til að komast í vinnu eða skóla, hræðilegt)
  • Ætli konur fái að ganga um í bikiní í þeirra heimalandi?

Óöryggistilfinningin magnaðist bara þegar þær settust svo beint fyrir aftan mig, gott ef það var ekki einhver fýla af þeim.  Getur þetta lið ekki bara verið heima hjá sér?

Hélt að það væru búið að leggja niður öll klaustur á íslandi, en sé þessar tvær nunnur stundum í strætó.

ps. Tilraun til kaldhæðni, ef einhver skyldi ekki fatta.


Gleðilegt guðlast!

Í dag er alþjóðlegur guðlast dagur.  Mitt framlag er: 

Ég trúi ekki á guð.

Viðeigandi, þar sem ég skráði mig (með aðstoð) úr þjóðkirkjunni í gær.  Skýlaust brot á 1. boðorðinu, flokkast sem guðlast, og samkvæmt boðum biblíunnar ættu nú allir kristnir að sameinast og grýta mig til bana:

Þriðja Mósebók: 13Og Drottinn talaði við Móse og sagði:  14"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann.  15Og þú skalt tala við Ísraelsmenn og segja: ,Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd.  16Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn.

Reyndar er það að trúa ekki á guð eina syndin sem er ekki fyrirgefin. 

30. september 2005 er dagurinn sem, nú frægu, Múhameðs teikningar birtust sem móðguðu víst alla múslima (amk. þessa bókstafstrúuðu) um allan heim.  Hópur fólks sem berst fyrir málfrelsi, trúfrelsi og mannréttingum hefur því stofnað herferð sem miðar að því að gera daginn, 30. sept,  að alþjóðlegum guðlast degi.

Guðlast er sem betur fer ekki bannað á íslandi en það er bannað td. bannað að gera hæða trúarbrögð:

125. mgr. almennra hegningarlaga 19/1940: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Spaugstofumenn voru td. kærðir fyrir guðlast, minnir mig amk. (opinber rannsókn fór fram, samkvæmt wiki), fyrir að gera grín að síðustu kvöldmáltíðinni 1997 eftir kvörtun þáverandi biskups.

Því miður er það ekki allastaðar svoleiðis td. eru lög sem banna guðlast við lýði í Írlandi.  Það er því brýnt fyrir alla vesturlanda búa sem hneyksluðust á viðbrögðum múslima vegna skopteikninganna að líta sér nær, það er ekki bara í löndum múslima sem bókstafstrú hefur troðið sér inn í löggjöfina.

Þakka DoctorE fyrir að minna mig á þetta, annars hefði ég líklega alveg gleymt að guðlast í dag.

International Blasphemy Day

What is Blasphemy Day?

Guðlast á íslandi

Er guðlast bannað með lögum?


Til allra sem þjást af fordómum gagnvart samkynhneigð

Endilega horfið og hlustið á þetta ágæta lag áður en þið farið að opinbera fordóma ykkar um og í kringum næstu helgi.


Um málfrelsi og mannréttindi

Heitasta málið á blog.is í dag virðist vera lokun á bloggi DoctorE vegna ummæla hans um nafngreindan miðil.  Ummælin má sjá hér, amk. þangað til því verður eytt líka.  Dæmi hver fyrir sig. 

Í umræðu um þetta mál á púkablogginu svarar Árni Matt fyrir sig með:

Árni: Nú þykir mér moldin vera farin að rjúka í logninu Friðrik!

Þú gerir því hér skóna að lokað hafi verið fyrir síðu DoctorE vegna þess að við séum að "loka á þá sem segja sannleikann, þótt hann sé óþægilegur".

DoctorE hefur bloggað hér í tvö ár og skrifað hundruð bloggfærslna og þúsundir athugasemda. Nú bar svo við að hann sagði nafngreindan einstakling geðveikan og glæpamann og brást svo hinn versti við þegar hann var beðinn að gæta orða sinna.

Er þetta sá "sannleikur" sem þú tekur að þurfi að koma fram? Að nafngreindur einstaklingur úti í bæ sé bæði geðveikur og glæpamaður? Hvað hefur þú fyrir þér í því? Hefur þú undir höndum læknisfræðilegar upplýsingar um að viðkomandi sé geðveikur eða sannanir fyrir því að hann sé glæpamaður? Nýtur viðkomandi einstaklingur minni mannréttinda en aðrir vegna þess að þú ert ósammála honum eða að þér finnst hann kjánalegur?

Miðað við svörin hjá Árna skilur hann ekki hugtökin málfrelsi og mannréttindi.  Það snýst ekki endilega um að ég megi segja hvað sem ég vill, það snýst líka um að aðrir megi kalla mig geðsjúkan glæpamann fyrir það sem ég segi.  Sem sagt, virkar í báðar áttir.  Hann spyr hvort 'viðkomandi einstaklingur' njóti minni mannréttinda, en hvað með mannréttindi DoctorE.  Nýtur hann minni mannréttinda hjá ritstjórn blog.is af því að hún er ekki sammála honum?  Hefur 'viðkomandi einstaklingur' fullann rétt á að bulla út í eitt í fjölmiðlum en DoctorE ekki rétt á að benda hvað þetta sé mikið bull?

Ef 'viðkomandi einstaklingur' er nógu vitlaus til að koma fram undir nafni í fjölmiðlum og halda öðru eins bulli fram og 'viðkomandi einstaklingur' gerði, þá er 'viðkomandi einstaklingur' að kalla yfir sig gangrýni.  Ef 'viðkomandi einstaklingur' þykist hafa einhverjar gáfur til að segja fyrir um óorðna atburði sem reynist svo bara bull þá er eiginlega eðlilegt í framhaldi því að setja fram spurningar um geðheilsu viðkomandi.

Sannleikurinn er sá að 'viðkomandi einstaklingur' var að bulla, held það sé nokkuð augljóst úr þessu ef einhver vissi það ekki fyrir.  Það að 'viðkomandi einstaklingur' komi fram, undir nafni, í fjölmiðlum með annað eins bull þýðir að 'viðkomandi einstaklingur' er:

  • Með athyglissýki; fólk sem gerir hvað sem er fyrir athygli, gæti jafnvel flokkast sem geðsjúkdómur.
  • Geðveikur; fólk sem heyrir raddir er yfirleitt talið veikt á geði, það þarf enga læknisskýrslur eða annað, 'viðkomandi einstaklingur' lýsti þessu yfir sjálfviljugur.
  • Glæpamaður; ef 'viðkomandi einstaklingur' kom með þessa bull spá í þeim eina tilgangi að hagnast á henni þá er það glæpsamlegt.  Veit dæmi þess að td. börn búsett í Grindavík og á Selfossi hafi orðið hrædd eftir að hafa heyrt fréttir af þessu máli.
  • Allt að ofan.

Það eru mín mannréttindi að halda þessu fram og ég hef talið upp þær ástæður sem ég byggi mína skoðun á.  Mín skoðun getur alveg verið röng og öllum er velkomið að benda mér á það.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband