Skemmtileg tilviljun..

Innan skamms verður frumsýnd myndin Book of Eli þar sem Denzel Washington fer með aðalhlutverkið.  En myndin gerist 2043 þegar hamfarir eða stríð hafa lagt Bandaríkin í rúst, Washington leikur Eli sem ferðast um landið með síðasta eintakið af Biblíunni sem á að vera eina von mannkyns um að endurreisa samfélagið.

Hvað ætli Biblían hans Washington segi um markaðssetningu?

ImDB: The Book of Eli (2010)

Kvikmyndir.is: The Book of Eli (2010)

Wiki: The Book of Eli


mbl.is Denzel Washington lifir samkvæmt Biblíunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Karlanginn er sem sagt algerlega úti að aka... skemmdur af pabba sínum og biblíu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Arnar

Bandaríkjamenn eru nú upp til hópa trúaðir og ótrúlega oft með biblíuna við hendina.  Alls ekki ólíklegt að Denzel Washington sé trúaður, fari reglulega í kirkju og biðji borðbæn fyrir mat.

En tímasetningin á þessari frétt hentar alveg ótrúlega vel fyrir trúarlegt þema myndarinnar sem verður frumsýnd á föstudaginn 15. í BNA.

Mér finnst mótsögn í því að segjast mjög trúaður á biblíuna og nota hana svo í markaðssetningu fyrir bíómynd.  Passar einhvern vegin ekki alveg við boðskap Jesú um auðsöfnun.  Sem styður það að þessi 'frétt' sé bara markaðstrick.

Arnar, 13.1.2010 kl. 13:05

3 identicon

Að sjálfsögðu er fullt af markaðstrikkum í Hollywood, en það þýðir ekki að Denzel Washington hafi sent frá sér opinbera yfirlýsingu um trú sýna. Líklega var hann á einhverju premiere, spurður af einhverjum slúðurdálkahöfundi hvort hann væri trúaður og hann sagði já... þetta er svo sent í blöðin. Það þýðir samt ekki að það sé endilega einhverskonar stórtækilegt markaðssamsæri í gangi.

Grétar (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 13:31

4 Smámynd: Arnar

Jú jú, auðvitað er mjög líklegt að þetta sé haft eftir honum í einhverju viðtali tengdu myndinni.  Hef ekki haldið því fram að þetta væri einhver yfirlýsing frá honum persónulega.

Arnar, 13.1.2010 kl. 14:18

5 identicon

Ef nútímamaður færi bókstaflega eftir Gamla testamentinu þá væri hann glæpamaður en ef hann færi bókstaflega eftir Nýja testamentinu þá væri hann geðsjúkur.

gunnar (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband