“And God said, let the NA precursors link together into a short noncoding kinetically favored chain and pseudoreplicate approximately statistically after their kind”

Uppruni lífs hefur oftar en ekki borð á góma í þeim umræðum sem ég hef fylgst með / tekið þátt í undanfarið.  Ég las líka áhugaverða grein fyrir nokkru, "What critics of critics of neo-creationists get wrong: a reply to Gordy Slack", á Pandas Thumbeftir líffræðinginn Nick Matzke þar sem hann skammar skoðanabræður sína fyrir að bregðast illa (í meiningunni að sýna lítil viðbrögð) við þeirri yfirlýsingu sköpunarsinna að vísindamenn viti ekkert um uppruna lífsins og geti þar af leiðandi ekki útskýrt hvernig líf varð til.

Ég verð að viðurkenna að ég tók þessa gagnrýni til mín þar sem ég hef tekið undir þessa yfirlýsingu vegna vanþekkingar á efninu.  En þökk sé grein Matzke þá hef ég nýja sýn á málið og með nýjum upplýsingum get ég hiklaust sagt: Já, við vitum bara alveg helling um uppruna lífs.  Hvet alla til að lesa greinina en ætla samt að gera heiðarlega tilraun til að þýða helstu atriðinn, gæti samt klikkað eitthvað á því allra fræðilegasta.

  1. Allar lífverur sem við þekkjum má rekja aftur til sameiginlegs forföðurs.  Þá er átt við að allar tegundir (e. species) af lífverum sem við þekkjum í dag megi rekja til einar tegundar af lífveru sem var uppi fyrir c.a. 3.5 miljarða árum síðan.  Sú tegund var tegund einfrumunga, líklega einfaldari en einföldustu bakteríur sem þekkjast í dag.  Þetta er staðfest með DNA/RNA rannsóknum sem sýna að allar þekktar lífverur hafa sameiginlegan grunn sem sýnir að forfaðirinn var sameiginlegur og með takmarkað genamengi.
  2. Sameiginlegi forfaðirinn var ekki fyrsta lífveran heldur átti sér líka forföður sem var jafnvel ennþá einfaldari.  Með því td. að skoða V/F/A-ATPase sem finnst 'allstaðar í tréi lífssin' (eins og hann orðar það) þá inniheldur það par af sex próteinum (e. hetrohexamer),alfa og beta, sem hafa 'statistically strong sequence similarity'.  Það bendir til þess að áður en V/F/A-ATPhase kerfin sem þekkast í dag voru til var til kerfi sem innihélt ekki par af sex próteinum heldur bara eitt sett af sex próteinum (e. homohexamer).  Finna má mörg önnur dæmi um sett af mismunandi próteinum sem rekja má til einfaldari forms af einu próteini.
  3. Áður en DNA/RNA/próten baserað líf varð til var til eitthvað en þá einfaldara, RNA-world (sjá wiki og evowiki).  Hann fer ekki ítarlega í þetta atriði en RNA útskýrir td. hvernig DNA og prótein verða til (það þarf prótein fyrir DNA og DNA fyrir prótein).
  4. Byggingar efni lífvera finnst og verður til í náttúrunni.
    - Vatn er eitt algengasta efnasambandið í alheiminum.
    - 'Earthlike' plánetur eru líklega frekar algengar í heiminum (Sjá td. Trio of super-Earths found around Milky Way star, Huge haul of Earth-like planets found og Hot super-Earths could host life after all)
    - Ammínó sýrur er einfalt að búa til, staðfest í með tilraunum og td. rannsóknum á loftsteinum.
    - Fyrstu afritarar (svo lífvera geti fjölgað sér) þurfa ekki að vera mjög flóknir, hann nefnir sem dæmi tilgátur um "PNA, peptide nucleic acids; other NAs of various sorts; and lipid worlds" sem fyrirrennara RNA.
    - ATP (aðal orkugjafi lífs, adenosine triphosphate) á sér hliðstæðu í ólífrænum pholyphosphate sameindum sem finnast í náttúrunni.
    - Mörg af efnasamböndunum sem talin eru nauðsynleg fyrir líf að myndast hafa verið mynduð í rannsóknum.

Svo við vitum að allar lífverur eiga sér sameiginlegan forföður sem var líklega einfaldari en allir afkomendur sínir.  Við vitum að sameiginlegi forfaðirinn átti sér líka forföður sem var en þá einfaldari.  Og við vitum að áður en forfaðir sameiginlega forfaðirs alls lífs var til þá var til eitthvað ennþá einfaldara og þar á undan einföld ólífræn efnaferli sem lögðu grunnin að flóknari hlutum.

Þegar þú hugsar um það, þá er það alveg hellingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega óþolandi að hlusta á einfalda creationista/id tala um galdrakarla og hókuspókus.

Hugsanlega er til miklu þróaðri lífvera en við á öðrum hnöttum, þó svo að líf hafi byrjað seinna þar.
Endalaust gaman að spá í þessum málum þegar menn sleppa höndinni af guðum og geimgaldrakörlum :)

Varstu búinn að sjá þetta?
http://video.google.com/videoplay?docid=-5878733356144169008

DoctorE (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Varðandi sköpunarsinna og uppruna lífsins þá finnst mér þessi skýringarmynd á TalkOrigins.org sýna vel strámanninn sem sköpunarsinnar koma alltaf með.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.7.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Við erum aldeilis í takt Arnar, ég var einmitt að snerta á nokkrum þessara þátta

Ég las þessa grein um daginn, fín þýðing hjá þér.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 17.7.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Arnar

DoctorE:
Það er náttúrulega óþolandi að hlusta á einfalda creationista/id tala um galdrakarla og hókuspókus.

Það er eitt meira óþolandi, og það er þegar maður getur ekki svarað bullinu í þeim því maður veit ekki betur sjálfur.  Sköpunarsinnar reyna ótrúlega oft að nýta sér vanþekkingu annarra til að fá þá til að samþykkja sína hlið á málinu.  Og já, var búinn að sjá þetta myndband, flott að setja tíman í svona samengi

Hjalti, þessi mynd lýsir akkurat þessari 'höfðun til vanþekkingar' (argument from ignorance) sem þeir beita æði oft.

Og takk Kristinn, sagði einhvern tíman að þú værir að blogga um það sem ég nennti ekki að blogga um.  Þú stendur þig greinilega ekki nógu vel

Arnar, 17.7.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband