Fyrsta lífveran þurfti upplýsingar á við tugi alfræðiorðabóka..

Hann mófi ofurkrissi og ofurbloggari á það til að setja fram strámenn eins og:

Fyrsta lífveran þurfti upplýsingar á við tugi alfræðiorðabóka ásamt flóknum búnaði til að lesa og framfylgja þessum upplýsingum. Það er ekki hægt að útskýra uppruna þessara upplýsinga ekki frekar en hægt er að útskýra uppruna upplýsinga í hvað bók sem er með blekinu og blaðsíðunum sem upplýsingarnar voru skrifaðar á.

(sjá : Guðleysis efnishyggjan er óvinur vísinda og skynsemi)

Þótt hann viðurkenni síðan fúslega að hann viti nákvæmlega ekkert um fyrstu lífveruna.  Tilgangurinn er náttúrulega að segja: DNA er eins og alfræðiorðabækur, alfræðiorðabækur eru flóknar og þar af leiðandi er DNA of flókið til að geta orðið til nema guð hafi stýrt því.

Ég tók það sem við vitum um fyrsta sameiginlega forföðurinn í færslunni : “And God said, let the NA precursors link together into a short noncoding kinetically favored chain and pseudoreplicate approximately statistically after their kind” og þar er sýnt að út frá því sem við vitum voru fyrstu lífverurnar mjög einfaldar miðað við það líf sem við þekkjum í dag.

En hvernig verður alfræðiorðabók til.  Sprettur hún bara fram full sköpuð eins og Adam og Eva í aldingarðinum?  Eða er alfræðibók samset úr smærri og einfaldari einingum?

Elsta þekkta alfræðiorðabókinn sem vitað er um er "Naturalis Historia" sem skrifuð var af Pliny the Elder c.a 77AD.  Höfundurinn segir að bókinn innihaldi 20.000 staðreyndir sem hann safnaði úr 2000 bókum og 100 'selected authors'.  Til samanburðar hefur Wikipedia nú yfir 8 miljón greinar á yfir 250 tungumálum.  Ef við skoðum svo þessa yfirlýsingu Pliny the Elder, um að bókin hans sé safn af upplýsingum úr yfir 2000 öðrum ritum.  Það þýðir að bókin hans spratt heldur ekki fram full sköpuð heldur samanstendur af safni af einfaldari bókum.

Svo ekki aðeins þróast alfræðiorðabækur með tímanum heldur eru þær líka samsettar úr einfaldari bókum, bókum sem eru sjálfar ekki alfræðiorðabækur.  Myndlíkingin hjá mófa á kannski betur við en hann heldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Góður!

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 22.7.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Arnar

Búinn að kommenta innan við mínútu eftir að ég setti þetta inn.. nú fer maður að fá ofsóknarbrjálæði

Arnar, 22.7.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

lol

Ég held að það hafi einhver sköpunarsinni skrifað þetta í mínu nafni til að valda sundrung og spennu innan óvinahersins!

Góð kenning? Eða er ekki hægt að sanna hana vísindalega og Guð því svarið? Andks.

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 22.7.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Mofi

Þetta er aðeins það sem staðreyndirnar segja okkur. Upplýsingar sem lýsa eins fullkomni vél sem lífið er þá eru það gífurlega miklar upplýsingar.  Síðan endilega útskýrið fyrir mér hvernig náttúrulegir ferlar ákveða hvaða röð af DNA táknum þýði eitthvað ákveðið.

Mofi, 11.8.2008 kl. 19:06

5 Smámynd: Arnar

Hvaða staðreyndir mófi?

Og hvaða lífverur ertu að miða við þegar þú talar um 'fullkomna vél' og 'gífurlega miklar upplýsingar'?

Og síðan get ég ekki útskýrt eitthvað sem engin veit enþá mófi.. þú skyldir þó ekki vera stinga upp á Argument from Ignorance?

Arnar, 12.8.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband