Þú hefur kannski rétt á að vera fávís í nafni trúar, en þú getur ekki farið fram á að aðrir taki þig alvarlega

Núna fyrir helgi var að falla dómur í máli sem var höfðað fyrir þremur árum, ef ég skil rétt, þar sem foreldrar barna sem komu úr kristilegum skólum (Association of Christian Schools International og Calvary Chapel Christian School of Murietta) kærðu háskóla (University of California) fyrir að meta ekki fög úr kristilegu skólunum sem uppfylltu ekki kröfur háskólans.  Í stuttu máli töpuð foreldrarnir.

Í löngu máli, þá miðast kennsluefni skólanna við 'kristileg gildi' og þar er kend td. trúarlega útgáfan af líffræði.  Hér er smá úrdráttur úr einni kennslubókinni, sjá: Biology Student Text (3rd ed.- 2 vol.)
by Thomas E. Porch and Brad R. Batdorf
, svona verður kennsluefnið ef ID/sköpunarsinnar fá sínu framgengt:

Biology for Christian Schools is a textbook for Bible-believing high-school students. Those who do not believe that the Bible is the inspired, inerrant Word of God will find many points in this book puzzling. This book was not written for them.

The people who prepared this book have tried consistently to put the Word of God first and science second...If...at any point God's Word is not put first, the authors apologize.

These statements are conclusions based on "supposed science." If the conclusions contradict the Word of God, the conclusions are wrong, no matter how many scientific facts may appear to back them.

(Feitletraði það sem mér fannst.. áhugavert)

Þeir sem sagt kenna að 'guð gerði það' og allt sem er í mótsögn við bókstaflega trú á biblíuna sé bull og vitleysa.  Og núna vilja þeir að háskólar staðfesti þetta sem gilda menntun og taki inn nemendur sem hafa verið aldir upp við það að vísindin séu röng í öllum tilfellum þar sem þau stangast á við orð guðs.  Þetta lið, bókstafslegir trúarnuttarar, vilja fara í háskóla og læra vísindi sem búið er að inræta þeim að séu röng áður en þeir fá að kynnast þeim.  Af hverju skil ég ekki, ef þeir eru svona vissir um visku biblíunar þá ættu þeir bara að halda áfram að lesa hana og láta vísindin í friði.

Sjá:
The Consequences of Creationism
More on the California Creationist Lawsuit
Still More on the California Creationist Lawsuit
Quality Education Wins Again in the California Creationist Case


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er þó einhver vitglóra eftir í mannkyni.  Kristin fræðsla er annars gersamlega nytjalaus í lífinu. Hún getur hinsvegar skaðað börn með innrætingu samviskubits og ótta, bælingu og aðskilnaðaráráttu, svo fátt sé nefnt.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.8.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er annars hissa á að slík mál komist fyrir dómstóla trekk í trekk eftir over enhin fjölmörgu fordæmi slíku í óhag. Málið í Dover Pennsylvania ætti eitt að nægja, til að gera út um þessa vitleysu. Ágæt heimildarmynd um það á Google Video, sem heitir Judgement Day.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.8.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Arnar

Þegar dómstólar eru annarsvegar eru BNA-menn ekki alveg eins og fólk er flest.

Annars er þetta mál aðeins öðruvísi en The Dover Case.  Það snérist um að fá að kenna sköpun sem vísindi við hlið þróunarkenningunar í almennings skólum, þarna eru 'þeir' að reyna að fá háskóla til að viðurkenna sköpunar 'vísindin'.

Fólk verður bara að sætta sig við það að ef það stundar ekki nám sem uppfyllir ekki kröfur þá getur það ekki heimtað að fá inn í háskóla með sjálfsvirðingu.  Þessir trúarnuttarar hljóta að hafa efni á því að stofna háskóla þar sem 'guð gerði það' er rétt svar við öllum spurningum.

Arnar, 19.8.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband