Ef Isaac Newton væri lifandi í dag..

Isaac Newton var trúaður, fáir held ég sem mótmæla því.  En það er samt kjánalegt að nota trú hans sem einhverskonar 'sönnun' fyrir því að trúin sé rétt (Argument from authority).  En samt vilja sumir gera það og rökin virðast vera 'Newton var svakalega klár, hann var trúaður, þess vegna hlýtur trúin að vera rétt'.  En þá kjánalegra er að álykta að ef hann væri uppi í dag að þá myndi hann aðhyllast nákvæmlega sömu trúarskoðanir.

Skoðum nokkur quote-mine sem sköpunarsinnum finnst gaman að draga fram sem 'rök':

Newton: Can it be by accident that all birds beasts & men have their right side & left side alike shaped (except in their bowells) & just two eyes & no more on either side the face & just two ears on either side the head & a nose with two holes & no more between the eyes & one mouth under the nose & either two fore leggs or two wings or two arms on the sholders & two leggs on the hipps one on either side & no more? Whence arises this uniformity in all their outward shapes but from the counsel & contrivance of an Author?

Newton var uppi fyrir ~300 árum síðan (1643-1727), hann dó 82 árum áður en Darwin fæddist (1809-1882).  Það hafa eflaust verið uppi einhverjar hugmyndir um þróun og sameiginlega forfeður á þeim tíma sem Newton var á lífi, en það var Darwin sem fyrst tók þessar hugmyndir saman og setti fram kenningu byggða á rannsóknum sem er almennt samþykkt í dag (nema af sköpunarsinnum náttúrulega).  Allar þessar pælingar Newtons um líkindi milli ólíkra dýrategunda er hægt að útskýra með sameiginlegum forfeðrum og þróun.  Newton hafði ekki aðgang að þróunarkenningu Darwins, hann rannsakaði þetta ekki sjálfur og gat því aðeins ályktað út frá því sem hann sá.

Newton: Whence is it that the eyes of all sorts of living creatures are transparent to the very bottom & the only transparent members in the body, having on the outside an hard transparent skin, & within transparent juyces with a crystalline Lens in the middle & a pupil before the Lens all of them so truly shaped & fitted for vision, that no Artist can mend them? Did blind chance know that there was light & what was its refraction & fit the eys of all creatures after the most curious manner to make use of it? These & such like considerations always have & ever will prevail with man kind to beleive that there is a being who made all things & has all things in his power & who is therfore to be feared?

Annað dæmi sem Newton nefnir er augað, en eins og áður var einfaldlega lítið vitað um augað á þeim tíma sem hann var uppi.  Síðan þá hefur nú ýmislegt gerst og margar rannsóknir sem til sem sýna hvernig auga getur þróast, sjá wiki Evolution of the eye.  Í external links er einnig bent á:

Til frekari upplýsinga fyrir þá sem þurfa á að halda.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvort það myndi breyta trúarskoðunum Newtons, en ef hann væri upp í dag gæti hann amk. fengið svör við öllum þessum spurningum sem hann var að velta fyrir sér (að ofan) og gæti tekið upplýsta ákvörðun; á ég að trúa gögnunum sem er hægt að prófa eða því sem stendur í 2000 ára gamalli bók?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlægilegt af Mofa að draga þetta upp til að styrkja von sína um extra líf, hvaða hlutfall vísidamanna trúir á guð í dag, mig minnir að 6% vísindamanna trúi á yfirnáttúrulega hluti.
Vísindamenn geta náttlega verið með eina lausa skrúfu eins og aðrir :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Arnar

Mófa, og reyndar mörgum öðrum trúuðum, er gjarnt að upphefja trú sína á verkum eða afrekum trúaðra manna.  Og þá skiptir í raun engu hvort trúin hafi nokkur áhrif á verkin/afrekin eða ekki.  Efast td. stórlega að trú hafi haft mikil áhrif á rannsóknir eða niðurstöður rannsókna Newtons á þyngdarafli.

Sama fólk er síðan oftast ekki tilbúið að kenna trúnni um slæm verk trúaðra manna.  Sem sýnir bara hversu vitlaus þessi hugsunargangur er.

Ég hugsa að mikill meiri hluti vísindamanna í td. BNA sé trúaður.  En ætli þeir séu ekki flestir meira daist en bókstafstrúaðir sköpunarsinnar.

Arnar, 30.7.2009 kl. 14:08

3 identicon

Það er ekki hægt að stunda vísindi og trú á sama tíma... það eru andstæður.

Og þó einhverjir klárir karlar aftan úr fornöld hafi trúað... það er bara vegna þess að á þeim tíma var þekking okkar miklu skemmra komin... guð var "ágætis" skýring á þeim tíma, en það er bara mælikvarði á þekkingu þeirra.
Trúaðir vilja taka allt sem viðhöfum ekki skýringu á og eigna það einhverjum galdramönnum... sem er fásinna

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Arnar

Flestir sem ég þekki og segjast trúaðir aðhyllast einhverskonar daism, þeir trúa á einhvers konar 'æðraafl' eða 'anda' sem þeir kalla guð.  Þeir kalla sig yfirleitt kristna en eiga eiginlega ekkert sameiginlegt með kristinni trú og trúa bibliuni ekki bókstaflega.

Það er ekkert af því að stunda vísindi og trúa, svo framarlega sem vísindin og trúin skarast ekki.  Td. ef viðkomandi er jarðfræðingur og YEC sem er sannfærður um að syndaflóðið hafi í alvörunni sökkt jörðinni fyrir ~4000 árum síðan.. sé ekki alveg hvernig það gengur upp.

Arnar, 31.7.2009 kl. 10:30

5 identicon

Hotlinked...

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 12:09

6 Smámynd: Arnar

Ah.. kristinn kærleikur í verki.

Skil ekki hvernig kristnir geta haldið því fram að guðinn þeirra sé algóður.  Nema náttúrulega þeir hafi ekki hugmynd um hvað stendur í gamla testamenntinu.

Arnar, 31.7.2009 kl. 12:21

7 identicon

Það eina sem bjargar biblíu er hversu fáir hafa lesið hana... þeir sem hafa lesið hana og telja hana vera vitrænt kærleiksverk skrifað af súperséníi... þeir geta bara verið afar tæpir á því og siðferði þeirra er zero

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband