Teach the Controversy!

Fyrirsögnin er helsta slagorð sköpunarsinna, það sem þeir nota til að réttlæta þá skoðun sína að það eigi að kenna sköpunarsöguna í skólum í BNA sem mótvægi við þróunarkenninguna.

Nú, ef þetta væri þeim jafn hugfangið viðfangsefni og þeir vilja láta, þá ættu þeir nú að vera að berjast fyrir því að fá myndina Creation sýnda í BNA.  Svona til þess að kynna hina hliðina, gæta réttlætis og standa vörð um jafnrétti.  En eins og getið hefur verið í fréttum hefur ekki verið áhugi fyrir því að setja myndina í sýningar í BNA, td. vegna þess að 'aðeins' 39% íbúa samþykkir þróun sem útskýringu á fjölbreytileika lífvera eða að 150 ára gamlar hugmyndir Darwins þyki of róttækar fyrir almenning í BNA.

Og þótt myndin snúist á ákveðin hátt um þróunarkenningu Darwins, er hann sem persóna frekar í aðahlutverki og einni samskipti hans við aðra fjölskyldumeðlimi, eins og sagt er í lýsingunni:

A world-renowned scientist, and a dedicated family man struggling to accept his daughter’s death, Darwin is torn between his love for his deeply religious wife and his own growing belief in a world where God has no place. He finds himself caught in a battle between faith and reason, love and truth. This is the extraordinary story of Charles Darwin and how his master-work “The Origin of Species” came to light. It tells of a global revolution played out in the confines of a small English village; a passionate marriage torn apart by the most provocative idea in history – evolution; and a theory saved from extinction by the logic of a child.

Meira segja hafa þeir dómar sem ég hef lesið um myndina helst kvartað yfir því að í henni sé gert of mikið úr dauða dóttur Darwins.

En við hvað eru þá bandaríkjamenn hræddir?  Vilja þeir ekki fræðast eitthvað meira um Darwin?  Miðað við þær umræður sem ég hef lesið á netinu eða séð á Youtube veitir ekki af því að bandarískir sköpunarsinnar kynntu sér aðeins persónuna sem þeir virðast helga líf sitt að gagnrýna.

Vona að minnsta kosti að sýningum á myndinni í BNA sé ekki hafnað af trúarlegum fordómum gagnvart Darwin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Skástu rökin gegn því að taka myndina til sýningar er að hún sé virkilega léleg.  Það hefur náttúrulega aldrei stöðvað Hollywood.

Arnar Pálsson, 15.9.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Arnar

Já, hef lesið að hún sé reyndar mjög vel gerð og leikinn í alla staði, en bara alveg svakalega leiðinleg.

Persónulega myndi ég varla fara á svona mynd í bíó, meira fyrir svona heilalausa afþreyingu (eða bara afþreyingu eins og District 9 sem ég sá í gær sem var mjög athyglisverð í marga staði þótt mér þætti vanta aðeins upp á söguþráðinn).

Arnar, 15.9.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband