Kristinn kærleikur og umburðarlyndi?

Ýmsir þingmenn demókrata og stjórnmálaskríbentar hafa einnig bent á tilhneigingar sem nú verður vart og varað við þeim. Þar á meðal eru frammíköll, ógnanir og prestar sem leiða söfnuði sína í bæn fyrir því að Obama deyi.

Hérna er einn af þessum prestum sem um ræðir: 

Klikkað lið.. með byssur.

Svona menn skemma algerlega fyrir hófsamari (nánast allir trúaðir eru hófsamari en þessi) trúuðum sem eru að reyna að fegra boðskap biblíunar og vilja meina að hún boði ekkert nema gott.

Þessi prestur, eða pastor á ensku, notar biblíuna til að 'sanna' að guð deili hatri hans á Obama og nú eru meðlimir í söfnuði hans byrjaðir að taka upp á því að mæta með byssur á mótmæla samkomur gegn Obama.  Ef Obama verður skotinn af einhverjum öfgatrúarvitleysingi, ætli þessi maður þurfi að sæta ábyrgð?

Reyndar er þetta samskonar 'aðferð' og hefur valdið því að þónokkrir læknar sem framkvæma fóstureyðingar hafa verið drepnir.  'Prestarnir' bölva þeim í kirkjunum, í fréttunum, á Youtube, eða bara hvar sem þeir geta.  Og svo þarf ekki nema einn klikkhaus með byssu sem virkilega trúir því að hann sé að framfylgja vilja guðs, það er jú það sem predikararnir hafa sagt honum, og BAMM.


mbl.is Kynþáttahatur er undirrótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.` En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. (Matt. 5:43-45)

Það sem þessi "prestur" er að prédika hefur ekkert með Guðs orð að gera. Hann er að misnota aðstöðu sína til að breiða út sínar eigin hatursfullar skoðanir. Það má ekki dæma Kristindómin út frá því sem hræsnarar eins og þessi kenna. 

Kristinn (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

góður punktur en þetta er ekki eini "presturinn" í þessu ofurkristna og geðbilaða landi sem gerir það

Styrmir Reynisson, 16.9.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Arnar

Kristinn, hann notar kirkjuna sína til að koma þessu á framfæri, vísar í guð og biblíuna máli sínu til stuðnings.  Auðvitað er hann að misnota aðstöðu sína.  Kristnidómurinn verður hinsvegar dæmdur meðsekur fyrir að taka ekki á þessu.

Málið væri allt öðruvísi ef hann gerði þetta bara í sínum frítíma úti á næsta torgi.

Arnar, 16.9.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hann hefur marg tekið það fram að hann sé sko alls ekki að hvetja fólk til að fara að drepa Obama. Það væri slæmt - og ólöglegt.

Það er sumsé ekki í lagi í augum þessa geðsjúklings að biðja venjulegt fólk um að drepa...en það er í lagi að biðja almáttuga, yfirnáttúrulega veru um það.

Persónulega skil ég ekki tilgang bæna. Ef Guð er til í þeirri mynd sem flestir gera sér af honum, þ.e.a.s. alvitur, algóður og með plan, er þá ekki dalítið hrokafullt að biðja hann um að breyta einhverju bara fyrir þig? Eru svona ákallsbænir ekki bara guðlast - þú ert essentially að segja að þú treystir ekki Guði til að gera það sem hann er búinn að plana nema að þú minnir hann á það, eða þá að þú ert að draga planið í efa. 

"Góði Gvuð, gefðu mér tyggjó!"

"Hmmm...mér hefði aldrei dottið það í hug sjálfum. Jesú, gefðu stráknum tyggjó...ó, og dreptu þennan Obama karakter, ég gleymdi því að hann er Andkristur." 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.9.2009 kl. 02:23

5 Smámynd: Arnar

Já, hef mikið verið að spá í bænum upp á síðkastið og eiginlega komin á þá skoðun að bænir séu einstaklega órökréttur gjörningur út frá sjónarmiði trúarinnar.

  1. Guð er alvitur -> guð veit hvað er þér fyrir bestu
  2. Guð skapaði heiminn -> heimurinn er nákvæmlega eins og guð vill hafa hann
  3. Bænir hafa þann tilgang að :
    1. biðja um eitthvað sem þú hefur ekki
    2. hjálpa einhverjum öðrum
    3. breyta einhverju sem þér finnst ekki rétt

3.1) er í mótsögn við 1) að guð viti hvað er þér fyrir bestu.

3.2) er í mótsögn við 1) að guð viti hvað er öðrum fyrir bestu.

3.3) er í mótsögn við 2) að heimurinn sé nákvæmlega eins og guð vill hafa hann.

Arnar, 17.9.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband