Way of the Master gefa sérstaka útgáfu af Þróunarkenningu Darwins

Bættu bara við 50 blaðsíðna kafla, skrifaðan af Ray Comfort, með upptalningu á öllum helstu sköpunarsinna rangfærslunum um Darwin og þróunarkenninguna þar með talið:

  • Að Adolf Hitler hafi byggt sínar öfga-hugmyndir á þróunarkenningu Darwins
    Reyndar er ýmislegt sem bendir til þess að gyðingafordómar Hitlers sé komið frá Luther.  Fyrir utan að þótt það væri rétt þá breytir það engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.  Survival of the fittest er ekki það sama og Survival of the strongest.
  • Að Darwin hafi verið kynþátta hatari
    Getur vel verið að Darwin hafi haft einhverjar ranghugmyndir um íbúa 'þriðjaheimsins', það var mjög algengt á hans tíma.  Það breytir hinsvegar engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.
  • Að Darwin hafi fyrirlitið konur
    Þekki ekki Darwin persónulega nógu vel til að geta svarað þessu, en Ray Comfort getur örugglega dregið fram einhver sköpunarsinna quote-mina.  En og aftur breytir það hinsvegar engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.
  • Að þróunarkenningin snúist um að "nothing created everything"
    Nei, það er einfaldlega rangt.  Hér eru þeir að blanda saman Big Bang Theory og þróunarkenningunni, og Big Bang Theory snýst ekki einu sinni um að allt hafi orðið til úr engu.  Þeir einu sem halda því fram að heimurinn hafi orðið til úr engu eru sköpunarsinnar.
  • DNA
    Skil ekki hvað það kemur efni bókarinnar við, DNA var óþekkt á tímum Darwins.  Reyndar útskýrir DNA ýmislegt með erfðir sem Darwin var að velta fyrir sér en gat ekki útskýrt, enda bætir DNA við þróunarkenninguna en kollvarpar henni ekki.
  • Skort á millistigum af steingervingum
    Þvílíkt bull, ef við tökum menn (Homo Sapiens) og svo einhvern miljónára gamlan forfaðir, þá eru allir steingervingar sem fundist hafa sem leiða frá forfeðrinum til okkar millistig.  Sköpunarsinnar hafna hinsvegar öllum ábendingum um að þeir hafi rangt fyrir sér.

Og svo kemur 'balanced view' af sköpunarsögunni frá frægum trúuðum vísindamönnum, sem svo skemmtilega vill til að eru allir látnir.  Alltaf gott að túlka orð löngu látins fólks sköpunarkenningunni í hag, fólks sem bjó ekki yfir sömu upplýsingum og við gerum í dag.

Sem sagt 50 blaðsíður af rangfærslum og árásum á persónu Darwins til þess að sverta þróunarkenninguna ásamt sköpunarsögunni, "guð gerði það", sem mótvægi.  Skrifað af manni hélt því fram að bananar hefðu verið skapaðir af guði í núverandi mynd svo þeir pössuðu akkúrat í hendur manna.

Hvernig ætli þeim þætti ef það yrði settur 50 blaðsíðna fyrirvari í biblíuna þeirra til að benda á að hún stenst engan vegin raunveruleikann, eins og að guð hafi skapað allt úr.. þú veist það.. engu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta á eftir að koma krissum í koll, 2 ofurfávitar í samfloti með AIG... vísindasamfélagið logar.
Þetta mun bara verða til þess að kristni deyr fljótar en ella.. spáðu í því að 2 helstu talsmenn kristni eru algerlega heiladauðir vitleysingar

DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

Síðasti punkturinn er góður, hvernig væri að taka sig til og gefa út biblíu með 50 síðna viðauka? Ég er til.

Styrmir Reynisson, 18.9.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Arnar

Arnar, 18.9.2009 kl. 14:09

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Reyndar er ýmislegt sem bendir til þess að gyðingafordómar Hitlers sé komið frá Luther.

Ég efast um að fólk haldi því fram að hann hafi beinlínis fengið gyðingahatrið frá Lúther, heldur eru þeir báðir afurðir hins kristilega gyðingahaturs sem hefur fylgt kristni frá nánast fyrstu tíð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.9.2009 kl. 16:14

5 Smámynd: Arnar

Já, en það er bara svo gaman að benda á þetta sem mótvægi við "social darwinismi" er bein afleiðing þróunarkenningarinnar 'rökin' hjá sköpunarsinnum.

Arnar, 21.9.2009 kl. 13:19

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, þetta er gagnleg einföldun. Hefurðu lesið eitthvað af því sem trúlausi biblíufræðingurinn Hector Avalos hefur skrifað um þennan samanburð (hann ber Helförina líka saman við Gamla testamentið)?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.9.2009 kl. 14:03

7 Smámynd: Arnar

Eh.. neibb.

Arnar, 21.9.2009 kl. 14:45

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hérna er löng yfirlitsgrein um tengsl fjöldamorða, Gt, Helfararinnar, Lúthers og Hitlers, og síðan afsakanir sem trúmenn koma með. Er að leita að stuttri grein sem mig minnir að ég hafi séð frá honum um Hitler og Lúther.

Fróðleg lesning ef þú hefur áhuga á þessu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.9.2009 kl. 14:58

9 Smámynd: Arnar

Takk, kíkti aðeins á byrjuninna en þetta er allt of langt til að lesa núna í vinnunni.  Kíki á þetta seinna.

Og alltaf áhugavert að lesa efni sem sýnir hvað þessi sköpunarsinna áróður er vitlaus.

Arnar, 21.9.2009 kl. 15:47

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hérna er annars skemmtileg tafla sem ber saman hugmyndir Hitlers við Darwin og Lúther. Sá hana hérna hjá Avalos. Við fyrstu sýn virðist Hitler hafa átt meira sameiginlegt með Lúther þegar það kom að gyðingum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.9.2009 kl. 16:23

11 Smámynd: Arnar

Já, getur verið að Hitler hafi tekið þróunarkenninguna, afbakað hana og notað hana svo einhvern vegin til að réttlæta ranghugmyndir sínar.  En ranghugmyndirnar eru ekki til komnar vegna þróunarkenningarinnar (eða Darwins persónulega).

Skemmtileg saman tekt hjá þessum Avalos á "From Darwin to Hitler" þarna.

Arnar, 22.9.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband