Sorglegt, en..

.. vert að benda á að ~99,9% allra tegunda lífvera sem hafa verið til í heiminum frá upphafi lífs eru útdauðar.  Sjá: Wiki Extinction

Kemur nú ekki mikið fram í fréttinni hjá mbl.is en fréttin á BBC er mun ítarlegri, sjá Giant fish 'verges on extinction'.  Þar kemur td. fram að það sé búið að leita í ánni í þrjú ár af þessum fiski en engin fundist.  Reyndar sýndu hljóðsjár mælingar eitthvað sem gæti hugsanlega verið þessi fiskur en ekki tókst að staðfesta það í þeim tilvikum.

Það er annað sem kemur fram í fréttinni hjá BBC, sem er að það er verið að hugsa um að viðhalda stofninum með 'aðstoð manna'.  Mér, persónulega, finnst svona inngrip í náttúruna ekki réttlætanleg.  Þótt það sé sorglegt að stofnar deyi út, jafnvel af mannavöldum, þá er það samt náttúrulegt ferli sem er verið að grípa inn í.  Tegundir deyja út án áhrifa frá mönnum.

Málið væri öðruvísi, gagnvart mér, ef það stæði til að hreinsa upp ánna (minnka mengun), minnka veiðar og/eða fara í aðrar aðgerðir til að þessi fiskitegund gæti haldið áfram að lifa náttúrulega.


mbl.is Fiskum fækkar í Yangzte
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Góð umfjöllun. Það skiptir máli að viðhalda búsvæðum, ekki bara halda skepnum lifandi í búri eða tanki einhverstaðar.

Arnar Pálsson, 29.9.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Á þetta ekki að vera "giant fish"

Arnar Pálsson, 29.9.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Arnar

Takk, lagað (g->t).

Og já, eitthvað svo tilgangslaust að rækta/klóna fiskana ef það á svo ekkert að bæta lífskilyrði þeirra.

Reyndar kannski tvennt sem réttlætir það, að rækta fiskana gagngert til manneldis eða fyrir einhvers konar dýragarð sem hefði það hlutverk að varðveita útdauð dýr.

Arnar, 30.9.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband