Er Mófi fasisti?

Ég myndi segja já.  Hann ritskoðar bloggið sitt og beitir lygum og blekkingum til að láta svo líta út að hann hafi rétt fyrir sér.  Og, nú með hans eigin rökum er hann orðin fasisti.

Í nýjasta útspili sínu, Er Dawkins fasisti?, réttlætir Mófi það að kalla Dawkins fasista með eftirfarandi:

6 Smámynd: Mofi

Myndbandið sem ég benti á fjallaði um þetta.

Richard Dawkins - The God delusion
Children have a right not to have their minds addled by nonsense, and we as a society have a duty to protect them from it. So we should no more allow parents to teach their children to believe, for example, in the literal truth of the Bible or that the planets rule their lives, than we should allow parents to knock their children’s teeth out or lock them in a dungeon

Veit ekki betur en þetta er rétt framsetning á skoðunum Dawkins eins og þær koma fram í The God delusion. Endilega leiðréttu mig ef það er rangt.

Og það sorglega er að hann fattar það ekki einu sinni þegar Matti bendir honum á hvað sé rangt.

Matti fletti því upp að þessi texti, quote-mine, sem Mófi eignar Dawkins er í raun tilvitnun Dawkins í annann mann, sálfræðinginn Nicholas Humphrey.  Það getur hver sem er séð á td. google books: The God delusion bls. 326.  Það hefði Mófi getað séð, áður en hann stökk á eitthvað sköpunarsinna áróðurs rugl sem hann gleypir við umhugsunarlaust og gerir sjálfan sig svo ítrekað af fíbli með að birta.

Mófi, hvort sem þú ert meðvitaður um óheiðarleikan eða ekki, þá kallast svona quote-mine að ljúga.  Lygarar komast ekki inn í himnaríkið þitt.

16Thou shalt not bear false witness against thy neighbour.  Exodus 20:16

Fyrir utan að þessi árátta þín er brot á gullnu reglunni og ÖLLUM þeim kærleiks og umburðarlyndis boðskap sem trúin þín stendur fyrir og boðar.

Með sömu 'rökum' gæti ég nú quotað í Mófa sem quotar í Dawkins sem quotar í Humphrey og fengið það út að Mófi sé fasisti.. og ég þar með líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég skil ekki að þið nennið þessu.  Í myndbandinu kemur ofur apologistin Lane Craig til máls.  Líklegast einhver, sem Mofi horfir til, sem mikillar mannvitsbrekku.

Hér er myndband, sem vert er að skoða í tengslum við það. Taktu vel eftir réttlætingu hans á þjóðarmorðum gyðinga í Mósebókum, samkvæmt skipan almættisins. 

Það þarf kannski að stoppa myndbandið til að ná alveg þessum ótrúlega texta.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Arnar

Þetta "þeir deyja ungir sem guðirnir elska" viðhorf er náttúrulega sjúkt á alla vegu.  Einnig þetta viðhorf að "guð gaf líf og þess vegna má hann taka það til baka".

Svo er einstaklega auðvelt fyrir veru sem skilgreinir sjálf hvað sé gott og slæmt að ákveða að einhver (þjóð) sem henni (eða átrúendum hennar) sé slæm og því sé það í raun gott að útrýma þeim.  Passaðu þig bara því annars breytir guddi skilgreiningunni á því hvað er gott svo að þú lendir í 'vonda liðinu'.

Sjúkt.. á kærleiksríkan hátt.

Og varðandi að nenna, þá er þetta bara gaman.  Ekki eins og það þurfi mikið meira en svona innan við 10 mín googl til að finna svör við staðlaða sköpunarsinna bullinu í Mófa.  Meira eða minna en allt sem hann bloggar um er ekkert nema copy/paste af marg-tuggnu og marg-afsönnuðu sköpunarsinna bulli.

Arnar, 15.10.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Craig kemst að þeirri niðurstöðu að það morðingunum sé raun vorkun að þurfa að fremja þessi hræðilegu morð á börnum og konum, fyrir guð. Þeir séu fórnarlömbin.  Morðin eru réttlætt af því að þjóðin er spillt (þ.e. trúir á aðra guði) Það er ekki undan því komist að myrða allt liðið og það er alveg skelfilegt sjokk fyrir aumingja morðingjana að þurfa að ganga í gegnum þann sóðaskap.

Þetta er svo stjarnfræðilega geðveikt að maður á ekki orð, en fyrirMofa og co er þetta "rational thinking."

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Odie

Það er ljóst að sá heimur sem hann vill búa í er fasistaheimur.  Í hans heimi er ritskoðun eðlilegt og lygar eru hluti af fræðslu.  Vísindi eru af hinu ílla og á ekki að taka mark á þeim.  Ef staðreyndir eru ekki eins og hugmyndir hans eða biblíunnar eru þá hljóta staðreyndirnar að vera rangar og þá ber að breyta túlkun á staðreyndum.

Þessi sjúki kærleiks hugsun og þessi skrítna birtingarmynd hennar er svo sannarlega hættuleg.  

Odie, 16.10.2009 kl. 11:53

5 Smámynd: Mofi

Ég vil endilega að þú hafir allan rétt til að tjá þig og er mjög ánægður með blog síðuna þína. Að ég þurfti frí frá þér á minni blog síðu þýðir ekki að ég vilji koma í veg fyrir að þú fáir að tjá þína skoðun.  Það er mín skoðun sem er ritskoðuð og þegar ég kvarta yfir því, þá viltu kalla mig fasista... ef svo er, þá verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála.

Mofi, 17.10.2009 kl. 10:35

6 Smámynd: Odie

Mofi: Það er mín skoðun sem er ritskoðuð og þegar ég kvarta yfir því, þá viltu kalla mig fasista... 

Mofi, skoðun þín er ekki ritskoðuð.  Það sést nú vel á öllu bullinu sem vellur frá þér á blogginu þínu.  Hins vegar tekur engin heilvita maður undir þetta rugl þitt og meðhöndlar það líkt og annað sem er eintómt kjaftæði.  

Hins vegar er alveg ljóst að Mofi er sá sem ritskoðar skoðanir annarra.  það er hver bloggþráðurinn á fætur öðrum hjá honum sem hann hefur ritskoðað.  Enda er það háttur þeirra sem hafa lélegan málstað að verja.

Odie, 17.10.2009 kl. 20:56

7 Smámynd: Arnar

Æji Mófi, lestu aldrei neitt sem er beint til þín?  Hvernig spyr ég, þú gerir það auðvitað aldrei.

Ég sagði ekki að þú værir fasisti af því að þú vildir kenna ID sem raunvísindi í skólum.

Ertu kannski ekki enn búinn að fatta þetta með Dawkins quote-mineið þitt?

Arnar, 19.10.2009 kl. 10:25

8 Smámynd: Odie

Lewis Black útskýrir sumt af þessu ágætlega :-)

http://www.youtube.com/watch?v=LGrlWOhtj3g&feature=player_embedded 

Odie, 19.10.2009 kl. 14:33

9 Smámynd: Arnar

Skemmtilegur kall, hef séð eitthvað af honum áður.

Góður punktur með gamla testamentið, kristni er náttúrulega ekkert nema klofningur út frá gyðingdóm.. líklegast út af einhverri pólitík.

Arnar, 20.10.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband