Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3

Sköpunarsinnar eru þeir sem hafa þá trúarsannfæringu að einhverskonar yfirnáttúrulegur skapari hafi skapað allar lífverur í sinni upprunalegu mynd, eða amk. þannig að þær hafi kannski breyst/aðlagast lítils háttar frá upprunalegu sköpuninni. 

Sömu aðilar telja að steingervingar styðji þetta því allir steingervingar sem fundist hafa 'heilar' lífverur en ekki einhverskonar blöndur af tveim lífverum.  Saman ber hin fræga Crocoduck, sem á að vera einhverskonar milli stig þróunar frá öndum yfir í krókódíla.

Ef steingervingarnir eru hinsvegar skoðaðir, flokkaðir eftir tegundum og þeim raðað upp eftir tímaröð og með tilliti til þess í hvaða jarðlögum þeir finnast má sjá ákveðið mynstur.  Þeir mynda svona einhverskonar röð frá þeim elstu til þeirra yngstu þar sem, ef við veljum td. einn steingerving af handahófi þá er oftast hægt að finna eldri steingervingar-tegund sem er nánast eins en samt oftast má greina einhvern mismun.  Sama ef steingervingurinn sem við völdum er borinn saman viðyngri steingervingar-tegund.

Annað fróðlegt sem steingervingarnir leiða í ljós er að ný tegund lífvera kemur fram, lifir í einhvern tíma (oft miljónir ára) og hverfur svo.  Við taka nýjar tegundir, líkar hinum fyrri en með einhver ný/breytt einkenni sem aðgreina þær frá hinum fyrri.

Þessi atriði passa engan vegin við sköpun, þar sem allar lífverur voru skapaðar í sinni upprunalegu mynd.. og á sama tíma.  Skaparinn þyrfti endalaust að vera að skapa nýjar og nýjar tegundir af lífverum jafnóðum og þær eldri deyja út.

Darwin sá þetta ferli og fékk þar með hugmyndina að uppruna tegundanna og lagði þar með grunninn að þróunarkenningunni.

Í myndbandi 4 frá standup4REALscience fer hann ýtarlegra í misskilning sköpunarsinna um millistig og það hvernig steingervingar eru í takt við þróunarkenninguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband