Um óheiðarleika vísindamanna

Í færslu sinni, Goðsögnin um hlutlausa vísindamanninn, reynir Mófi að sverta ímynd og rannsóknir allra vísindamanna út frá máli  Hwang Woo-suk, sem falsaði vísindaniðurstöður til að afla sér rannsóknarstyrkja.  Í niðurlaginu segir Mófi:

Í staðinn fyrir að kaupa blint fullyrðingar "vísindamanna" skulum frekar reyna að meta gögnin og rökin en að meta sannleikan út frá því hve margar gráður einstaklingurinn hefur.  Það er skref í áttina að miðöldum að búa til stétt manna sem hafa sannleikann. Á miðöldum voru þessir menn kallaðir biskupar og prestar en í dag köllum við þá vísindamenn. Við skulum ekki láta einhvern hóp manna segja okkur hver sannleikurinn er heldur sýna sjálfsstæða hugsun og meta það fyrir okkur sjálf.

Sem er alveg kostuleg yfirlýsing, komandi frá manni sem trúir á heilagan sannleik biblíunar og gleypir umhugsunarlaust við öllu sem Discovery Institute (DI), Way of the Master og Answers in Genesis gefa frá sér.

Auðvitað ætti ekki að trúa blint á fullyrðingar vísindamanna, frekar en annara (hvort sem þeir eru innann sviga eða ekki).  Mófi gleymir alveg að minnast á það að það komst upp um Woo-suk vegna skorts á gögnum sem studdu staðhæfingar hans, og það voru aðrir vísindamenn sem benntu á það.

Í vísindum er ákveðið ferli sem kallast peer-review, þar sem vísindamenn fara yfir gögn og niðurstöður rannsókna annara vísindamanna.  Þannig komast vísindamenn ekki upp með neitt bull og ekki upp með neinar falsanir.  Þess vegna hafa vísindamenn DI ekki gefið út eina einustu ritrýndu grein og þess vegna komst Ray Comfort (Way of the Master) ekki upp með að halda því fram að bananar hefðu verið sérstaklega skapaðir af guði til að passa í lófa manna.

Varðandi vísun Mófa í Ernst Haeckel þá skora ég bara á fólk að kynna sér málið, en ekki kaupa blint fullyrðingar Mófa, td. á Wiki: Ernst Haeckel.

While it has been widely claimed that Haeckel was charged with fraud by five professors and convicted by a university court at Jena, there does not appear to be an independently verifiable source for this claim.[22] Recent analyses (Richardson 1998, Richardson and Keuck 2002) have found that some of the criticisms of Haeckel's embryo drawings were legitimate, but others were unfounded.[23] [24] There were multiple versions of the embryo drawings, and Haeckel rejected the claims of fraud. It was later said that "there is evidence of sleight of hand" on both sides of the feud between Haeckel and his.[25] The controversy involves several different issues (see more details at: recapitulation theory).

Some creationists have claimed that Darwin relied on Haeckel's embryo drawings as proof of evolution[26] to support their anti-evolution arguments. This claim ignores the fact that Darwin published On the Origin of Species in 1859, and The Descent of Man published in 1871 predates Haeckel double page illustration of eight vertebrate embryos from 1874 which is commonly used to illustrate the creationist claims.[27]

Þótt einhverjar fóstur myndir sem Haeckel gerði 1874 hafi hugsanlega verið falsaðar þá eyðileggur það ekki sjálfkrafa öll hans verk.  Sérstaklega ef það hefur ekki verið sýnt fram á það.  Eins stendur þróunarkenningin ekki eða fellur með þessum myndum. 

Til gamans má benda á aðra færslu Mófa: Sjálfstæðar skoðanir

Prestarnir eru en þá prestar, biskuparnir eru en þá biskupar og bókstafstrúaðir eru en þá þeir einu sem eru sannfærðir um einhvern heilagan óbreytanlegan sannleik.  Mófi, endilega ekki láta einhvern hóp gefa þér sannleik, hættu að lesa DI og AiG og farðu nú að hugsa sjálfstætt.  Mæli með að byrja að horfa á Evid3nc3, Why I am no longer a Christian: My Deconversion Experience á Youtube.  Einstaklega einlæg og vel gerð vídeo.


mbl.is Vísindamaður sakfelldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ó mæ gad! Mér finnst hreint ótrúlegt hvernig þú nennir að standa í stappi við Mofa. Tek hattinn ofan fyrir þér. Hann er ótrúlega veruleikafirrtur. Þú stendur þig greinilega vel í baráttunni við sköpunarvitleysunni.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 26.10.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Arnar

Hmm.. segi takk þangað til annað kemur í ljós.

Arnar, 26.10.2009 kl. 15:30

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir góða umfjöllun.

Darwin vísaði í niðurstöður von Baers, sem sýndu að fóstur hryggdýra eru mjög áþekk á vissu skeiði þroskunar. Það er vísbending um að jafnvel þótt að fuglar og menn séu ólíkir að útliti, þá þroskast þeir á svipaðann hátt (við sjáum það í útliti, ferlum þroskunar og genunum sem stýra þroskuninni).

Haeckel rannsakaði fóstrin frekar, en lagði upp með gallaða útgáfu af kenningu Darwins, um að þroskunin endurspeglaði þróunina (sem var hugmynd lituð af framfarahugsun þess tíma, þar sem viktorískir aðalsmenn sáu sig sem æðstu lífveru í stiga náttúrunar).

Arnar Pálsson, 26.10.2009 kl. 17:57

4 Smámynd: Arnar

Takk fyrir það.

Og það pirrar mig hvernig sköpunarsinnar stilla þessu upp, þótt mig gruni að þeir séu eitthvað að misskilja.  Hvort sem það er viljandi eða ekki.

Verk Darwins byggjast ekki á verkum Haeckel nema að litlu leiti og þótt Haeckel hafi beinlínis skáldað eitthvað upp, þá er þróunarkenningin í dag stórkostlega uppfærð útgáfa af þróunarkenningu Darwins og ekki háð verkum Haeckel. Einnig býst ég við að frekari fósturrannsóknir hafi verið stundaðar síðustu 150 árinn og þessi þáttur uppfærður í samræmi við þær.

Sköpunarsinnar skilja ekki að þróunarkenningin er samsafn af ýmsum þáttum og þótt þeir finni einhverja veikleika í einum þeirra þýðir það ekki að þróunarkenningin í heild sinni sé sjálfkrafa ógild.  Kannski af því að þeir bera hana saman við trúarrit sín sem lofa 100% áreiðanleika.. þar sem allt hangir saman og minnstu efasemdir fella alla spilaborgina.

Arnar, 27.10.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband