Um vísindakirkjuna

Á wiki stendur þetta um vísindakirkjuna:

Scientology has been surrounded by controversies since its inception. It has often been described as a cult that financially defrauds and abuses its members, charging exorbitant fees for its spiritual services.[6][15][16] The Church of Scientology has consistently used litigation against such critics, and its aggressiveness in pursuing its foes has been condemned as harassment.[17][18] 

Þess má geta að Wiki hefur útilokað að Vísindakirkjan (með því að loka á tölvur frá IP-tölum sem Vísindakirkjan á) geti breytt wiki-færslum eftir að upp komst að kirkjan væri að breyta færslum sem gagnrýndu kirkjuna sér í hag, sjá : Wikipedia Bans Church of Scientology.

Það þarf heldur ekki að googla mikið til að komast að því að söfnuðurinn ýmsum vafasömum aðferðum, td. við öflunar nýrra meðlima, beita sér mjög harkalega gagnvart þeim sem segja sig úr söfnuðinum og um 1970 hrundi kirkjan af stað svokallaðari Operation Snow White sem snérist um það að stela og eyða 'neikvæðum gögnum' frá ýmsum stofnunum og einstalingum í yfir 30 löndum, þar með talið FBI.

Þá hefur kirkjan ekki fengið viðurkenningu sem trúfélag í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Brétlandi.  Og í framhaldi af dómi í þýskalandi þar sem trúfélagsskráningunni var hafnað fór kirkjan í mikla ófrægingar herferð gegn þýskum stjórnvöldum, þar sem þýskum stjórnvöldum er líkt við nasista.

Veit ekki hver staða Vísindakirkjunar er á íslandi, hún er ekki skráð sem trúfélag (held ég amk.) en ég hef heyrt sögusagnir um einhverja einstaklinga sem eiga að vera meðlimir.  Persónulega vona ég að þetta eigi aldrei eftir að ná fótfestu á íslandi.  Þetta er eitt versta form trúarbragða í dag sem byggir algerlega á lygum og óheiðarlegum aðferðum.  Bullið er svo augljóst að mér finnst ótrúlegt að einhverjir falli fyrir þessu, en þar spila heilaþvotta-aðferðirnar kannski stórt hlutverk.

Tengslin við vísindi eru engin, nema jú að maðurinn sem stofnaði Vísindakirkjuna, L. Ron Hubbard, hafði áður skrifað nokkrar vísindaskáldsögur.


mbl.is Vísindakirkjan í Frakklandi dæmd fyrir fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

L. Ron Hubbard var einhver snjallasti " con-man " sem fyrirfannst í bandaríkjunum og kirkjan er ekkert annað en peningaplokk . Því miður er mikið af´veikgeðja fólki sem fellur fyrir þessu og verður sennilega áfram. En það kemur að því að einhver stofnar þetta apparat hér á Íslandi og þá ber að varast.

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Arnar

Já, ekki ólíklegt. 

Mér finnst reyndar stundum erfitt að gera mun á milli þess sem fólk veit að er rangt en heldur samt fram (lygar) og svo því sem er rangt en fólk trúir virkilega að sé satt.

En, það sem maður hefur lesið um Hubbard og það sem hann aðhafðist áður en hann stofnaði vísindakirkjuna og um starfshætti hans þá er erfitt að halda annað en að kallinn hafi skáldað þetta allt upp.

Arnar, 27.10.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Rebekka

Ég skiiiiiil ekki af hverju fólk fer í Vísinda(skáldskaps)kirkjuna!!  Hefur enginn lesið hvað þeir trúa á?  Xenu?!  Thetans!?  Eldfjöll og DC-10 flugvélar?

Allt skrifað af manni sem vann það sér næsthelst til frægðar að skrifa skáldsögur?  

What. The. Fuck.  Ótrúlegt. 

Rebekka, 27.10.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Arnar

Í 'ráðningar ferlinu' forðast þeir algerlega að fjalla um neitt sem tengist trú. 

Þú ert plötuð/plataður til að taka einhverskonar sálfræðimat sem fulltrúi kirkjunar notar svo til að sannfæra þig um að þú eigir við einhver vandamál að stríða.. sem hún/hann getur hjálpað þér að laga.

Ef þú bítur á agnið tekur heilaþvotta-ferlið við og trúinn þeirra kemur seinna.

Arnar, 27.10.2009 kl. 16:29

5 identicon

L. Ron Hubbard sagði ef þú ætlar að vera ríkur stofnuðu ný trúarbrögð. Tom Cruise heldur því fram að hann hafi læknast af lesblindu.

Trúlaus (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mér finnst eiginlega ótrúlegast þegar t.d. Mormónar tala um Vísindakirkjuna sem bull...talandi um að sjá ekki skyrið í glerhúsi náungans...eða þannig.

Þetta er annars stórhættulegt fyrirbrigði.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 01:14

7 Smámynd: Arnar

Trúlaus, ekki svo vitlaus hugmynd.. hvern vantar ekki smá auka pening.

Tinna, skemmtileg síða.  Vissi ekki að það væri hættulegt að halda að tungllendiningarnar hefðu verði sviðsettar, en jú.. maður getur átt von á höggi í andlitið.  (Buzz Aldrin punches Bart Sibrel)

En vísindakirkjan er vissulega hættuleg, þeir taka td. geðlyf af fólki og beinlínis berjast gegn hverskyns sálfræði eða geðlækningum.

Arnar, 28.10.2009 kl. 10:23

8 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hér er kenning (eða amk. dæmi um jákvæða upplifun) um hvers vegna fólk lætur til leiðast að ganga í þennan söfnuð:

http://commonsenseatheism.com/?p=1357

Kristinn Theódórsson, 28.10.2009 kl. 14:12

9 Smámynd: Arnar

Oh, kemurðu aftur með þessa guðleysis kirkju

Skemmtileg lesning.

Arnar, 28.10.2009 kl. 15:03

10 Smámynd: Kristinn Theódórsson

He he, nei það ætlaði ég ekkert að benda á, heldur bara það sem Luke segir um Scientology neðar í greininni.

Kristinn Theódórsson, 28.10.2009 kl. 15:06

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

ætli þetta sé ekki bara svona svakalega fínt og hresst þangað til þú ert farinn að eiga í vandræðum með að borga...

Kristinn Theódórsson, 28.10.2009 kl. 15:13

12 Smámynd: Arnar

Neðar?  Hann endaði á guðleysis kirkjunni.

Og já, náði því alveg held ég, allt vel skipulagt og flott.  Skil bara ekki að það þurfi skipulögð trúarbrögð til að skipuleggja gott ræðunámskeið (eða hvað sem þetta kallast). 

Skipulag og flottheit selja vel.

Arnar, 28.10.2009 kl. 15:33

13 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Eruð þið að uppgötva þetta first núna? Búinn að vita af þessa í átta ár, ég man að ég grét á sínum tíma yfir örlögum sumra fórnarlmambana þarna. Læknishjálp og fleira.

Operationsnow white? Gamlar fréttir.

Samt er ég hlyntur trúfrelsi; mentun er alltaf til góða svo lengi sem ekki sæ verið að mála skrattan á vegginn.

Eða með öðrum orðum, að henda barninu út með baðvatninu.

Gífurleg vitleysa þessir cultar þar sem allt er bara copy/paste.

Jóhann Róbert Arnarsson, 28.10.2009 kl. 21:02

14 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Mér finnst eiginlega ótrúlegast þegar t.d. Mormónar tala um Vísindakirkjuna sem bull...talandi um að sjá ekki skyrið í glerhúsi náungans...eða þannig.

Þetta er annars stórhættulegt fyrirbrigði. "

Ég er nú ekki í meðlimur í einhverri kirkju, einu sinni ekki þjóðkirjunni; sagði mig nú úr henni árið 1999 eða 2000 því að ég vildi að peningarnir gengu til menaramála. Sammála þér þar, öfgar eru hættulegt fyrirbæri en ekki er hægt að banna þá. Frekar það að gera ráð fyrir þeim.

Jóhann Róbert Arnarsson, 28.10.2009 kl. 21:33

15 Smámynd: Arnar

Hef vitað af vísindakirkjunni í nokkur ár en vitneskjan um hversu brengluð hún er hefur safnast upp hægt og rólega.

En annars, ánægjulegt að vera sammála þér um eitthvað Jóhann :)

Arnar, 29.10.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband