Þakkargjörðardagur í kirkjum?

Skil ekki alveg hvaðan sérann fær þessa hugmynd, Þakkargjörðardagurinn hefur EKKERT með trúarbrögð að gera.  Þeim væri náttúrulega frjálst að halda haustfagnað, uppskeruhátíð eða eitthvað sambærilegt en "Þakkargjörðardagurinn" er (amk. fyrir mér) frátekið heiti, að tengja hann einhvern vegin við íslenski kirkjuna jaðrar við þjófnað.
mbl.is Vill taka upp þakkargjörðardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Presturinn er að reyna að fá fólk til að dansa eftir sinni pípu.. kristni er á hraðri niðurleið.. enda fáránleg saga og viðbjóðslegur þessi guð þeirra

DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Reputo

Þetta yrði þá ekki fyrsta hátíðin sem kirkjan yfirtekur.

Reputo, 28.10.2009 kl. 15:56

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Þakkargjörðin er alveg ljómandi fín hátíð. Einn helsti kosturinn er að hún er í lok nóvember og einangrar fólk fyrir jólunum. Í BNA byrjar jólastússið EFTIR þakkargjörðina.

Arnar Pálsson, 29.10.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Arnar

Það ættu nú að vera lög sem banna jólaskraut, jólalög og jólaauglýsingar fyrir miðjan nóvember.  Segi ég sem er búinn að kaupa flestar jólagafir og jólaföt á börnin

En við íslendingar höfum nú þegar sambærilegt fyrirbæri; árshátíð, uppskeruhátíð og/eða haustfagnað, sem eru haldnir, algerlega sjálfstætt, af íþróttafélögum, fyrirtækjum og öðrum félagsskap.  Það hefur bara ekki verið neinn einn fastur dagur fyrir svona lagað.

Arnar, 29.10.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband