Fer ég með dópáróður?

Ég var bannaður af öðrum bloggara, aftur.

Ekki það að mér líði neitt sérstaklega illa yfir því, mér finnast ástæðurnar og ásakanirnar bara fáránlegar.

Guðrún nokkur bloggar um dópáróður á blog.is og vill meina að það sé glæpsamlegt að fjalla um fíkniefni, aðallega kannabis.  Helst virðist það fara í taugarnar á henni að þeir sem stunda slíkan 'dópáróður' vísi í Wiki máli sínu til stuðnings, ég gerði athugasemd við þá skoðun hennar að það væri bara eftirlitslaust rusl inni á Wiki.

20 Smámynd: Arnar

Guðrún: ..með því að vísa í Wikipedia og fleiri vefi sem hafa ekkert eftirlit með því hvaða rusl fer inná þá..

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að það sé ekkert eftirlit með því hvaða 'rusl' er sett inn á Wiki.

Og ef hver sem er getur sett hvað sem er inn á Wiki, getur þú þá ekki bara farið þangað inn og leiðrétt misskilningin fyrst þér er þetta svona hugleikið?

Arnar, 2.11.2009 kl. 13:50

Fékk ekkert svar, líklega var hún of upptekinn (sem er svarið sem maður fær oftast hjá þeim sem geta ekki svarað spurningum en þora ekki að viðurkenna það).

Seinna benti ég henni á að það væri einfaldlega ekki glæpur að fjalla um kannabis.

27 Smámynd: Arnar

Guðrún,það er ekki glæpur að tala um kannabis.  Það er ekki glæpur að segja að kannabis sé skaðminna en bæði áfengi og tóbak.  Það er heldur ekki glæpur að benda á það að á meðan lögreglan er að eyða hellings tíma,peningum og orku í nánast vonlausri baráttu gegn kannabis þá er það hellings tími, peningar og orka sem fer EKKI í að berjast gegn mun hættulegri eiturlyfjum.

Svona eins og löggan væri að stoppa alla sem keyra of hægt (það er líka hættulegt), en einbeita sér ekki að þeim sem keyra of hratt.

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:33 

Ekkert svar.. en ég sá að í svari hennar til annars aðila þá heldur hún því fram að unglingar fari út í neyslu vegna þess að þeir lesi um að það sé sagt í lagi á 'þessum bloggum'.

28 Smámynd: Arnar

"Þeir sem umgangast unglinga sem hafa verið í neyslu þekkja vel hversu mikið þau vitna í þessi blogg"

Þessir unglingar í neyslu.. drekka þeir og reykja?

Í'þessum bloggum' er oftast minnst á það að kannabis sé hættuminna (svona heilsulega séð) en áfengi og tóbak.  Ef þessir unglingar eru svona áhrifagjarnir og fara eftir öllu sem 'þessi blog' segja þeim að gera.. af hverju neyta þau áfengis og/eða reykja?

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:35 

Ætli ég geti túlkað það sem einhvers konar svar að athugasemdum mínum var öllum eytt og ég bannaður af blogginu hennar með orðunum:

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég ætla mér að eyða út öllum dópáróðri í svörum fólks og loka á aðgang þeirra sem að eru með dópáróður.

Fíkniefnaneyslan er skelfilegt vandamál sem að verður að taka á.

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.11.2009 kl. 14:38

Já einmitt, þannig tekur maður á vandamálum, þaggar niður alla gagnrýni og bannar þá sem eru ekki alveg sammála.

Var ég með "dópáróður", hafði spurning mín varðandi 'ruslið' á Wiki eitthvað með "dópáróður" að gera?  Var mikil hætta á því að unglingar álpuðust inn á bloggið hennar, læsu færsluna eftir mig og hugsuðu: "Hey, þessi gaur segir að það sé ekki eintómt eftirlitslaust rusl inni á Wiki, förum og fáum okkur dóp".

Maður leysir ekki vandamál með þöggun eða ritskoðun.  Maður leysir þau með opinskárri umræðu þar sem öll sjónarmið fá að koma fram.  Guðrún er algerlega út á þekju og hefur engan áhuga á gagnrýni, sumir gætu jafnvel freistast til þess að segja að hún bulli.


mbl.is Göngudeild SÁÁ lokað ef fjárframlög minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Þessi kona gengur ekki heil til skógar, svo mikið er víst.

Sveinn Þórhallsson, 2.11.2009 kl. 15:53

2 identicon

Ég var bannaður líka... samt tók ég skýrt fram að ég væri ekki að mæla með neyslu... og að núverandi höndlun á þessum málum væri arfavitlaus :)

Kristið fólk er bara svona vitlaust.. þá er ég að meina fólk sem liggur í biblíu og trúir henni eftir að hafa lesið hana :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Arnar

Já, sýndist að hún hafi eytt út fleirri athugasemdum líka.  Tók ekki eftir því að neinn hafi sagt "DÓP ER GOTT, ALLIR AÐ FÁ SÉR DÓP" þarna hjá henni.

Nema kannski Halldóra sem vildi fá kannabis inn sem verkjalyf á heilbrigðisstofnunum:

21 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæl Guðrún

Það er vissulega rétt að öll óhófleg neysla er skaðleg og þar með talin neysla á kannabis. Staðreyndin er hinsvegar sú, að meðan áfengi og tóbak steindrepa, hefur kannabisneysla engan drepið.

Öllu frelsi fylgir ábyrgð og allt það sem við kjósum að troða í okkur ætti að vera á okkar eigin ábyrgð.

Ég vil fá kannabis inn í heilbrigðiskerfið, þar sem lyfið eykur vellíðan, örvar matarlyst og er náttúrulegt. Lyfið gerir kraftaverk í meðhöndlun á krabbameini og öðrum skaðræðis sjúkdómum.

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 2.11.2009 kl. 13:59

En það var nú ekki eins og hún væri að mæla með daglegri neyslu.  Guðrún hefur greinilega ekki kynnt sér hvernig kannabis er notað í meðferð á krabbameins og jafnvel gláku sjúklingum.

(Gott að vera ekki búinn að loka vafranum )

Arnar, 2.11.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún safnar að sér jámönnum, sem allir eiga það sameiginlegt að mæla með heftingu tjáningarfrelsis og vera ofurtrúaðir. Þar er Jón Valur fremstur í flokki.

Vá hvað er indislegt að sjá þetta lið opinbera hræsni sína og andfélagslegan hugsanagang.

Þessi manneskja er náttúrleg ekki að ganga á öllum.  Jeeesh!

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er markmiðið vafalaust ekki eitthvað forvarnarstarf þarna heldur sjálfsréttlæting og sjálfsupphafning, eins og þessu liði er er svo einkar lagið.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Arnar

Jaa, veit ekki alveg hvað hún ætlar með þessu.  Hún er amk. ekki að hugsa um fíklana eða vandamálið sem slíkt.

Gæti verið svona dæmigerður politíkusa-leikur; "Sjáið hvað ég er búin að berjast mikið gegn fíkniefnum!".  En svo gerði hún náttúrulega ekkert nema koma með yfirlýsingar og þá er hentugt, svona sögulega séð, að mótbárurnar séu ekki of háværar og/eða dragi athyglina frá politíkusinum.

Arnar, 3.11.2009 kl. 10:20

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Mikið ertu óþekkur.

Þú verður að læra að bugta þig og beygja, sérstaklega þegar þér er hótað. 

Skoðanir fólks eru því heilagar, og eins og prakkarinn kemst að orði, mun heilagari en þeir sem fólki þóknasta að hafa skoðanir á.

Arnar Pálsson, 3.11.2009 kl. 23:44

8 Smámynd: Arnar

Bíð stilltur og prúður eftir því að hugsanalögreglan hennar Guðrúnar komi með spennitreyju og skelli mér í endurhæfingu í pólitískri rétthugsun.

Arnar, 4.11.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband