Um ásættanleg trúarbrögð

Í bloggfærslunni Um búddisma sem staðgengil kristni, hjá Kristni missti ég eftirfarandi út úr mér varðandi hvað mér þætti 'ásættanlega lítið bull'.  Reyndar um buddisma en held þetta eigi við mína skoðun á trúarbrögðum almennt.

Trúarbrögð væru ásættanleg af minni hálfu ef:

  • Þau reyndu ekki að koma trúarlegum skoðunum sínum inn í veraldleg lög.
  • Þau reyndu ekki að koma trúarlegum skoðunum sínum inn í stjórnkerfi.
  • Þau reyndu ekki að koma trúarlegum skoðunum sínum inn í menntakerfið.
  • Þau stunduðu ekki trúboð á börnum, en yrði að sjálfsögðu leyft að fræða þá sem sækjast eftir því og jafnvel taka þátt í trúarbragðafræðslu í grunnskólum, þar sem öll trúarbrögð stæðu jafnfætis.
  • Stæðu sjálf straum af kostnaði við starfsemi trúfélagsins (þe. ríkið kæmi ekki að rekstrinum í formi launagreiðslna eða annarra greiðslna) og sæju sjálf um innheimtu félagsgjalda.

Og svo má bæta við:

  • Engin væri skráður óviljugur og óafvitandi í trúfélag.  Ekki mætti skrá barn í trúfélag fyrr en það væri sjálfráða.

Held að þetta séu ekki ósanngjarnar kröfur.  Án þessara liða get ég ekki séð að það ríki trúfrelsi.

Fólk má trúa hverju sem það vill fyrir mér, svo framarlega sem það er ekki að þvinga trú sinni upp á aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Úú, action, reaction. Allt að gerast.

Ef trúin er ekki trú heldur lífsstíll. Hvað þá? Við kennum lífstíl í dag í skólum.

Kristinn Theódórsson, 18.11.2009 kl. 11:35

2 identicon

Búddistar hafa ekki verið nein lömb, þeir hafa ofsótt fólk, útbúið helvíti á jörðu fyrir þegna.. bla bla.
Það er eðli skipulagðra trúarbragða að þegar þau komast í að stjórna, þá verður til helvíti fyrir þau lönd sem þau stjórna.

Mér er skítsama um einhverja sem eru að sýsla með sjálfum sér í einhverri hjátrú.. en þegar þetta eru orðin skipulögð samtök.. þá hættir mér að vera sama.
Skipulögð trúarbrögð, hvað sem þau kallast eru alltaf slæm, alltaf.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 11:36

3 Smámynd: Arnar

Kristinn, ef trú er lífstíll þá er það ekki trú :) 

Og búddismi er meira en lífstíll, það fylgir þessu átrúnaður ásamt boðum og bönnum.

En ég var reyndar að tala um trúarbrögð almennt.  Það má svo sem kalla það lífstíl mínvegna, svo framarlega sem viðkomandi sé ekki að troða sínum líffstíl upp á mig.

Hvaða lífsstíl er annars verið að kenna í skólum; "borða grænmeti af því að það er hollt lífsstílinn" eða eitthvað eins og "live2cruse lífstílinn" eða jafnvel "naumhyggju lífstíl í anda Völu Matt"?

Arnar, 18.11.2009 kl. 13:20

4 Smámynd: Arnar

DoctorE, já trúarbrögð eiga ekki að 'stjórna', held það komi nokkuð vel fram í fyrstu þrem kröfunum sem ég set þeim.

En hver er annars munurinn á trúfélagi og td. taflfélagi, ef trúfélagið uppfyllir öll skilyrðin að ofan.  Með kröfunum eru skipulögð trúarbrögð lítið annað en hópur fólks með sameiginleg áhugamál.

Arnar, 18.11.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

The debates about religion usually come in two types: "is religion accurate or mistaken," and "is religion helpful or harmful." And ever since I put together my best "mistaken" arguments, my Top Ten Reasons I Don't Believe in God, I've been trying to wrap up my "harmful" arguments in a similar nutshell.

But I'm realizing that I don't have ten arguments for why religion is harmful. I don't even have 57,842 arguments.

I have one.

I'm realizing that everything I've ever written about religion's harm boils down to one thing.

It's this: Religion is ultimately dependent on belief in invisible beings, inaudible voices, intangible entities, undetectable forces, and events and judgments that happen after we die.

It therefore has no reality check.

And it is therefore uniquely armored against criticism, questioning, and self- correction. It is uniquely armored against anything that might stop it from spinning into extreme absurdity, extreme denial of reality ... and extreme, grotesque immorality.

(I can hear the chorus already. "But not all religion is like that! Not all believers are crazy extremists! Some religions adapt to new evidence and changing social mores! It's not fair to criticize all religion just because some believers do bad things!" I hear you. I'll get to that at the end, after I make my case.)

The Proof Is Not in the Pudding

The thing that uniquely defines religion, the thing that sets it apart from every other ideology or hypothesis or social network, is the belief in unverifiable supernatural entities. Of course it has other elements -- community, charity, philosophy, inspiration for art, etc. But those things exist in the secular world, too. They're not specific to religion. The thing that uniquely defines religion is belief in supernatural entities. Without that belief, it's not religion.

And with that belief, the capacity for religion to do harm gets cranked up to an alarmingly high level -- because there's no reality check.

http://www.alternet.org/belief/143912/the_top_one_reason_religion_is_harmful_?page=entire

Njótið vel og lengi ;-)

Jóhann Róbert Arnarsson, 19.11.2009 kl. 16:16

6 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Ekki alveg sammála þessu en ég hélt að þið gætuð haft eitthvað gaman af þessu.

Jóhann Róbert Arnarsson, 19.11.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Mín top one reason hvað gerðist fyrir öll trúarbrögð og afhverju harmful útgáfur af þeim eru við lýði.

It will be the first time since, well the time of Enoch perhaps.
Enoch is the only Biblical character that we know of that has stories
written about him saying he overcame the forces of darkness. Even
Christ, a short time after the church was established, everything was
converted and taken over by orthodoxy. The doctrines were changed,
the teachings of Christ himself were changed.

The teachers began to assume the position of God, the interpreters of
God, the outside God that people looked to for approval. This
altered and took away the spirit within the church, as it always
does. Instead of teaching the kingdom of God within, they teach the
outward God who is in charge of things and tells you what to do.

Jóhann Róbert Arnarsson, 19.11.2009 kl. 16:34

8 Smámynd: Arnar

Ef trúfélög uppfylla öll skilyrði að ofan mega þau alveg vera 'harmful' fyrir mér, þau skaða þá væntanlega aðeins sig sjálf.

Arnar, 20.11.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband