Biskup Íslands biður (bænir) í skammdeginu

Hélt að svona fólk væri ekki til lengur, hefði dáið út með risaeðlunum.. eða 'örfáum' árum seinna þegar mannkyn uppgötvaði að jörðin snérist í kringum sólu en ekki öfugt.

En, Biskup Íslands telur sig þurfa að biðja til guðsins síns til að skammdegið endi og sólin fari aftur að rísa á lofti.  Sá eftirfarandi hjá Matta (Örvita) þar sem fjallað er um facebook færslu biskups:

 

biskup_ljosid

 

Það er hreint ótrúlegt að það þurfi að benda einstaklingi í upplýstu samfélagi nútímans á það hvernig möndulhalli og gangur jarðar umhverfis sólu hefur áhrif á árstíðir og ekki síst hversu lengi eða stutt við njótum dagsbirtu á svona norðarlega á hnettinum.

Ekki nóg með það heldur virðist hann líka sannfærður um að sólin rísi ekki upp á morgnana heldur án viðeigandi tilbeiðslu.  Samkvæmt annarri facebook færslu sem Sveinn Kjarval bendir á eftir fyrirspurn mína (í gríni) hjá Matta:

 

6404yq

 

Ef biskup trúir virkilega að guðinn hans hafi bein áhrif á gang jarðarinnar umhverfis sólu og jafnvel því að guðinn gæti ákveðið að sleppa því að 'láta' sólina koma upp við sólarupprás á morgnanna ef honum misbyði eitthvað, þá er maðurinn fáviti.

Í þeim skilningi að hann viti fátt.

Ég held ekki að biskup sé fáviti, hann fær hinsvegar miljón á mánuði (samkvæmt orðrómi) fyrir að breiða út svona fávisku.

Ég væri alveg til í að fá miljón á mánuði fyrir að bulla eitthvað svo auðtrúa fólk geti sofið rólegt í þeirri vissu um að sólin rísi nú aftur á morgun.  Miðað við að sólin hefur gert það í c.a. 4 miljarða ára og á eftir að gera það í þó nokkra miljarða ára í viðbót, er sú spá að sólin rísi aftur í fyrramálið áreiðanlegri en veðurspáin.  Getur varla klikkað.

En fyrir aðra sem treysta á heilbrigða skynsemi, þá er útskýringin á vísindavefnum alveg ágæt.

(DV fjallar líka um málið)

En ég er en þá forvitin, og nú ekki í gríni; Hvernig bregst biskup við í sólmyrkva?  Biður hann til guðs á facebook um að láta sólina birtast aftur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta er náttúrulega einhver sefjun sem hefur ekkert með neitt í umhverfinu að gera. Einhver botnlaus þörf fyrir að vera þakklátur og fljóta um í dópamínvímu yfir kærleikanum til guðs.

Takk guð, fyrir að láta lyklana á lyklaborðinu mínu virka. Kæri guð, viltu leyfa "senda" takkanum á þessari bloggsíðu að virka núna eftir andartak, fyrirfram þökk.

Kristinn litli

Kristinn Theódórsson, 20.11.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Arnar

Sé það núna.

Ótrúlegt hvað trúleysingjar eru afkastamiklir bloggarar þegar guðinn hefur yfirumráð og umsjón yfir 'senda' takkanum

Arnar, 20.11.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Frábært.

Ég er núna aðdáandi Sveins Kjarvals.

Arnar Pálsson, 20.11.2009 kl. 12:15

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er alger snilld hjá Kjarvalnum.

Sjá svo andskotans jarmið og smjaðrið hjá litlulömbunum hans. Jeeesus kræst hvað þett er slepjulegt!

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 12:35

5 identicon

Um að gera að skjóta á þessa hjátrúardurga :)

Ég yrði talin snarbilaður ef ég væri með svona væmnisvæl í einhverjum ímynduðum fjöldamorðinga í einhverri draugasögu frá villimönnum fornaldar...
Þúsundir milljóna í þennan hjátrúarsegg og kumpána hans á hverju ári... skrítið að fólk sé að væla undan útrásarvíkingum.. en gerir ekkert í því að segja sig úr félagsskap útrásarjesúlinga sem selja hvorki meira né minna en sögur um eilíft líf í lúxus til allra sem ganga í sauðahjörðina :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 13:26

6 identicon

Foss, moss, oss, snúið ykkur í kross... it's sick I tell ya :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 13:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er framtíðin Doksi.  Milljarðarnir sex hrökkva ekki fyrir kyndingunni hjá blessaðri kirkjunni. Greiskinnin.

Þegar loks verður búið að kljúfa kirkjuna frá ríkinu má búast við að það verði tötralegir prestar um víðan völl á helgum, kafandi í ruslatunnum eftir tómum glerjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 13:38

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo er nú ágætt að ná þessum dósum og flöskum áður en fátæklingarnir gera sér það að góðu. Það má náttúrlega ekki gerast.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 13:45

9 identicon

Guddi vill að alvöru krissar séu í tötrum og spái ekkert í hvar þeir fái næstu máltíð, Guddi mun fóðra þá eins og hann fóðrar fuglana...
Þeir íslendingar sem vilja prestum vel verða að segja sig úr ríkiskirkju, standa utan trúarsöfnuða.. þá fyrst verða prestar og boðberar þessarar vitleysu algerlega eins og Sússi vildi.

Sússi vann aldrei handtak, gekk bara um og gerði einhver meint töfrabrögð og betlaði.. það sjá allir í hendi sér að Sússi yrði ekki glaður með að biskupinn sé með meira en milljón á mánuði.. og prestarnir margir hverjir með um milljón, þeir gera ekki einu sinni töfrabrögð..

Þeir þykjast vera að gera einhver kraftaverk með að gefa fátækum.. en málið er að þeir væla í okkur hinum með að gefa sér eitt og annað.. svo láta þeir fátæka fá eitthvað af dæminu og hirða svo allan heiðurinn...

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 13:45

10 Smámynd: Arnar

Sssh.. veriði góðir, annars sleppir biskup kvöld bæninni og sólin birtist ekki aftur á morgun.

Bara þegja og borga.

Og sama hvað gengur á, ekki hugsa.

Arnar, 20.11.2009 kl. 13:54

11 identicon

Sko íslensk þjóð er búin að borga trúarmafíunni verndarfé gegn illsku Gudda í mjög langan tíma, mafían er alltaf að segja okkur hvað geimgaldrakarlinn elskar okkur rosalega mikið, hvað hann er kærleiksríkur og miskunnsamur...

Látum liggja á milli hluta að að samkvæmt bók geimgaldrakarls ríkins sé geðveikur fjöldamorðingi ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 14:13

12 Smámynd: Arnar

Guð er náttúrulega ótrúlega góður að ómaka sig svona við að láta sólina birtast svona dag eftir dag af eintómri góðmennsku.  Ekki gerist það að sjálfu sér, hlýtur að vera hverrar miljónar virði að halda talsmanni guðsins sælum.

Annars er þetta með verndarféið svoldið skondið, oftast er framboðið meira en eftirspurnin, en þegar trú er annarsvegar þá hópast fólk sjálfviljugt til að gefa peningana sína í eitthvað sem engin fótur er fyrir.. og er svo ánægt með það.

Mafían og rússarnir* eru að gera þetta algerlega vitlaust.

* Með vísun í bíómyndir og sjónvarpsþætti, er alveg viss um að mafíosar og rússar eru upp til hópa ágætisfólk.

Arnar, 20.11.2009 kl. 14:43

13 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Enginn sleppur úr hendi Guds.

Guðmundur Pálsson, 20.11.2009 kl. 16:12

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

TAkk guð fyrir að skilja eftir allar tómu bjórdósirnar svo okkur verði hlýtt í kirkjunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 16:20

15 identicon

Enginn sleppur úr hendi Gudda segir Guddmundur.. og opinberar í leiðinni að fyrir hann er Guddi ekkert nema Grýla fyrir stóra stráka.. og stelpur

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 17:50

16 identicon

Sýn biskups

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 23:24

17 Smámynd: Arnar

Engin skjaldbaka?

Arnar, 21.11.2009 kl. 15:33

18 identicon

"að jörðin snýst um jörðina en ekki öfugt" ?!?

Einar Þór (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 21:58

19 Smámynd: Arnar

Hvað ertu að tala um Einar?

Arnar, 23.11.2009 kl. 09:26

20 Smámynd: Arnar

Ehm.. ok.. sá það núna

Arnar, 23.11.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband