Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Drasl..

Ég þarf að senda öðrum bloggara skilaboð.

Reyndar er viðkomandi bara 'bloggari' í þeim skilningi að hann er skráður á blog.is, en hefur ekki skrifað neinar færslur.

Ég get hinsvegar ekki sent honum skilaboð því að hann er ekki blog-vinur minn.  Sendi blog-vina-beiðni en hef ekki hugmynd um hvenær og hvort viðkomandi sér það.  Og ég þarf að senda skilaboðin núna (af því að ég er óþolimóður, er að fara að koma mér heim og á ekki eftir að kíkja inn á blog.is alla helgina).

Á eftir að pirra mig á þessu alla helgina.  Afhverju geta ekki allir skráðir bloggarar send öllum öðrum skráðum bloggurum skilaboð (einum í einu samt) án þess að verða 'vinir' fyrst?

Drasl.


Eru þín sóknargjöld notuð til góðs?

Skoðum þetta aðeins í samhengi:  Sóknargjöld eru 13.274kr á ári fyrir hvern þann sem er skráður í trúfélag.

Það fara því árs sóknargjöld 120,5 manns í það að borga bætur fyrir það að biskup var að misnota aðstöðu sína til að hygla tengdasyninum.

Það fara sóknargjöld 1506,7 manna í að borga séra Gunnari 20 miljónir fyrir að hætta þessum uppsteit og láta sig hverfa án þess að valda biskup meira veseni, sóknargjöld 2260 manna ef það er rétt að séra Gunnari hafi verið boðnar 30 miljónir.

Mig langar nú bara að vita hvort það mæti um 2260 manns eða fleirri í messur á sunnudögum á landinu öllu.

Á sama tíma er lögreglan undirmönnuð, landhelgisgæslan í fjársvelti, uppsagnir á spítölum, niðurskurður í menntakerfinu (skólum).

Ef ég væri ekki þegar búinn að skrá mig utan trúfélaga myndi ég gera það núna.

Tekur þú þátt í svona rugli?


mbl.is Prestur fær dæmdar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakkargjörðardagur í kirkjum?

Skil ekki alveg hvaðan sérann fær þessa hugmynd, Þakkargjörðardagurinn hefur EKKERT með trúarbrögð að gera.  Þeim væri náttúrulega frjálst að halda haustfagnað, uppskeruhátíð eða eitthvað sambærilegt en "Þakkargjörðardagurinn" er (amk. fyrir mér) frátekið heiti, að tengja hann einhvern vegin við íslenski kirkjuna jaðrar við þjófnað.
mbl.is Vill taka upp þakkargjörðardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um vísindakirkjuna

Á wiki stendur þetta um vísindakirkjuna:

Scientology has been surrounded by controversies since its inception. It has often been described as a cult that financially defrauds and abuses its members, charging exorbitant fees for its spiritual services.[6][15][16] The Church of Scientology has consistently used litigation against such critics, and its aggressiveness in pursuing its foes has been condemned as harassment.[17][18] 

Þess má geta að Wiki hefur útilokað að Vísindakirkjan (með því að loka á tölvur frá IP-tölum sem Vísindakirkjan á) geti breytt wiki-færslum eftir að upp komst að kirkjan væri að breyta færslum sem gagnrýndu kirkjuna sér í hag, sjá : Wikipedia Bans Church of Scientology.

Það þarf heldur ekki að googla mikið til að komast að því að söfnuðurinn ýmsum vafasömum aðferðum, td. við öflunar nýrra meðlima, beita sér mjög harkalega gagnvart þeim sem segja sig úr söfnuðinum og um 1970 hrundi kirkjan af stað svokallaðari Operation Snow White sem snérist um það að stela og eyða 'neikvæðum gögnum' frá ýmsum stofnunum og einstalingum í yfir 30 löndum, þar með talið FBI.

Þá hefur kirkjan ekki fengið viðurkenningu sem trúfélag í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Brétlandi.  Og í framhaldi af dómi í þýskalandi þar sem trúfélagsskráningunni var hafnað fór kirkjan í mikla ófrægingar herferð gegn þýskum stjórnvöldum, þar sem þýskum stjórnvöldum er líkt við nasista.

Veit ekki hver staða Vísindakirkjunar er á íslandi, hún er ekki skráð sem trúfélag (held ég amk.) en ég hef heyrt sögusagnir um einhverja einstaklinga sem eiga að vera meðlimir.  Persónulega vona ég að þetta eigi aldrei eftir að ná fótfestu á íslandi.  Þetta er eitt versta form trúarbragða í dag sem byggir algerlega á lygum og óheiðarlegum aðferðum.  Bullið er svo augljóst að mér finnst ótrúlegt að einhverjir falli fyrir þessu, en þar spila heilaþvotta-aðferðirnar kannski stórt hlutverk.

Tengslin við vísindi eru engin, nema jú að maðurinn sem stofnaði Vísindakirkjuna, L. Ron Hubbard, hafði áður skrifað nokkrar vísindaskáldsögur.


mbl.is Vísindakirkjan í Frakklandi dæmd fyrir fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 5

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4.

Beint framhald af Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4, standup4REALscience fjallar um nokkur þekkt millistig steingervinga.. sem sköpunarsinnar segja að séu ekki til.

Fjallað er um það hvernig þróunarlíffræði sagði fyrir um:

  • Sameiginlegan forfaðir froska og salamandra: Gerobatrachus, 290 miljón ára steingerving sem hefur ýmis einkenni beggja tegunda.
  • Forföður skjaldbaka: Odontochelyidae, sem var tennt og hafði aðeins skel á neðri hluta búksins.  (Til gamans má geta þess að það voru 'fósturfræði' (e. embriology) sem sögðu fyrir um þetta; sjá umfjöllun um Haeckel í Um óheiðarleika vísindamanna)
  • 'Afþróun' lappa á snákum: Pachyrhachis, Eupodophis og Najash eru allt steingervingar af útdauðum snákaum.. sem höfðu greinilega útlimi.  Nútíma snákar hafa en leyfar af þessum útlimum.
  • Að hæfileiki leðurblaka til að fljúga og hæfileiki þeirra til að 'sjá með hljóði' (e. echo-locate) hefði ekki þróast samtimis: Onychonycteris er frumstæðasta þekkti steingervða leðurblakan sem hafði vængi til að fljúga en innra eyrað var of vanþróað til að 'sjá með hljóði'.  Sem sýnir að hæfileikinn til að fljúga kom fyrst og hæfileikinn til að 'sjá með hljóði' (vantar rétta orðið yfir þetta.. hljóðsjá?) kom á eftir.
  • Forföður flatfiska sem hefur ekki bæði augun á sömu hlið: fóstur/lifrur/hrog flatfiska hafa augun á sitthvorri hlið höfuðsins en allir nútíma fullorðnir flatfiskar hafa bæði augun á sömu hlið.  Þróunarlíffræðin segir fyrir um forföður flatfiska sem hafði augun á sitthvorri hlið en hafði önnur einkenni flatfiska, steingervðar leifar tveggja slíkra tegunda hafa fundist, Amphistium og Hetronectes.
  • Forföður sækúa (sem eru spendýr) sem hafði útlimi eins og land-spendýr; Pezosiren, er steingervingur sem ber öll heilstu einkenni sækúa en hafði einnig fjóraútlimi og beinabyggingu sem bendir til þess að dýrið hafi getað gengið á landi en jafnframt lifað í vatni.

Lítið meira að segja um þetta myndband, það útskýrir sig algerlega sjálft: Þróunarkenningin er ALVÖRU vísindi.


Um óheiðarleika vísindamanna

Í færslu sinni, Goðsögnin um hlutlausa vísindamanninn, reynir Mófi að sverta ímynd og rannsóknir allra vísindamanna út frá máli  Hwang Woo-suk, sem falsaði vísindaniðurstöður til að afla sér rannsóknarstyrkja.  Í niðurlaginu segir Mófi:

Í staðinn fyrir að kaupa blint fullyrðingar "vísindamanna" skulum frekar reyna að meta gögnin og rökin en að meta sannleikan út frá því hve margar gráður einstaklingurinn hefur.  Það er skref í áttina að miðöldum að búa til stétt manna sem hafa sannleikann. Á miðöldum voru þessir menn kallaðir biskupar og prestar en í dag köllum við þá vísindamenn. Við skulum ekki láta einhvern hóp manna segja okkur hver sannleikurinn er heldur sýna sjálfsstæða hugsun og meta það fyrir okkur sjálf.

Sem er alveg kostuleg yfirlýsing, komandi frá manni sem trúir á heilagan sannleik biblíunar og gleypir umhugsunarlaust við öllu sem Discovery Institute (DI), Way of the Master og Answers in Genesis gefa frá sér.

Auðvitað ætti ekki að trúa blint á fullyrðingar vísindamanna, frekar en annara (hvort sem þeir eru innann sviga eða ekki).  Mófi gleymir alveg að minnast á það að það komst upp um Woo-suk vegna skorts á gögnum sem studdu staðhæfingar hans, og það voru aðrir vísindamenn sem benntu á það.

Í vísindum er ákveðið ferli sem kallast peer-review, þar sem vísindamenn fara yfir gögn og niðurstöður rannsókna annara vísindamanna.  Þannig komast vísindamenn ekki upp með neitt bull og ekki upp með neinar falsanir.  Þess vegna hafa vísindamenn DI ekki gefið út eina einustu ritrýndu grein og þess vegna komst Ray Comfort (Way of the Master) ekki upp með að halda því fram að bananar hefðu verið sérstaklega skapaðir af guði til að passa í lófa manna.

Varðandi vísun Mófa í Ernst Haeckel þá skora ég bara á fólk að kynna sér málið, en ekki kaupa blint fullyrðingar Mófa, td. á Wiki: Ernst Haeckel.

While it has been widely claimed that Haeckel was charged with fraud by five professors and convicted by a university court at Jena, there does not appear to be an independently verifiable source for this claim.[22] Recent analyses (Richardson 1998, Richardson and Keuck 2002) have found that some of the criticisms of Haeckel's embryo drawings were legitimate, but others were unfounded.[23] [24] There were multiple versions of the embryo drawings, and Haeckel rejected the claims of fraud. It was later said that "there is evidence of sleight of hand" on both sides of the feud between Haeckel and his.[25] The controversy involves several different issues (see more details at: recapitulation theory).

Some creationists have claimed that Darwin relied on Haeckel's embryo drawings as proof of evolution[26] to support their anti-evolution arguments. This claim ignores the fact that Darwin published On the Origin of Species in 1859, and The Descent of Man published in 1871 predates Haeckel double page illustration of eight vertebrate embryos from 1874 which is commonly used to illustrate the creationist claims.[27]

Þótt einhverjar fóstur myndir sem Haeckel gerði 1874 hafi hugsanlega verið falsaðar þá eyðileggur það ekki sjálfkrafa öll hans verk.  Sérstaklega ef það hefur ekki verið sýnt fram á það.  Eins stendur þróunarkenningin ekki eða fellur með þessum myndum. 

Til gamans má benda á aðra færslu Mófa: Sjálfstæðar skoðanir

Prestarnir eru en þá prestar, biskuparnir eru en þá biskupar og bókstafstrúaðir eru en þá þeir einu sem eru sannfærðir um einhvern heilagan óbreytanlegan sannleik.  Mófi, endilega ekki láta einhvern hóp gefa þér sannleik, hættu að lesa DI og AiG og farðu nú að hugsa sjálfstætt.  Mæli með að byrja að horfa á Evid3nc3, Why I am no longer a Christian: My Deconversion Experience á Youtube.  Einstaklega einlæg og vel gerð vídeo.


mbl.is Vísindamaður sakfelldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3

Sköpunarsinnar eru þeir sem hafa þá trúarsannfæringu að einhverskonar yfirnáttúrulegur skapari hafi skapað allar lífverur í sinni upprunalegu mynd, eða amk. þannig að þær hafi kannski breyst/aðlagast lítils háttar frá upprunalegu sköpuninni. 

Sömu aðilar telja að steingervingar styðji þetta því allir steingervingar sem fundist hafa 'heilar' lífverur en ekki einhverskonar blöndur af tveim lífverum.  Saman ber hin fræga Crocoduck, sem á að vera einhverskonar milli stig þróunar frá öndum yfir í krókódíla.

Ef steingervingarnir eru hinsvegar skoðaðir, flokkaðir eftir tegundum og þeim raðað upp eftir tímaröð og með tilliti til þess í hvaða jarðlögum þeir finnast má sjá ákveðið mynstur.  Þeir mynda svona einhverskonar röð frá þeim elstu til þeirra yngstu þar sem, ef við veljum td. einn steingerving af handahófi þá er oftast hægt að finna eldri steingervingar-tegund sem er nánast eins en samt oftast má greina einhvern mismun.  Sama ef steingervingurinn sem við völdum er borinn saman viðyngri steingervingar-tegund.

Annað fróðlegt sem steingervingarnir leiða í ljós er að ný tegund lífvera kemur fram, lifir í einhvern tíma (oft miljónir ára) og hverfur svo.  Við taka nýjar tegundir, líkar hinum fyrri en með einhver ný/breytt einkenni sem aðgreina þær frá hinum fyrri.

Þessi atriði passa engan vegin við sköpun, þar sem allar lífverur voru skapaðar í sinni upprunalegu mynd.. og á sama tíma.  Skaparinn þyrfti endalaust að vera að skapa nýjar og nýjar tegundir af lífverum jafnóðum og þær eldri deyja út.

Darwin sá þetta ferli og fékk þar með hugmyndina að uppruna tegundanna og lagði þar með grunninn að þróunarkenningunni.

Í myndbandi 4 frá standup4REALscience fer hann ýtarlegra í misskilning sköpunarsinna um millistig og það hvernig steingervingar eru í takt við þróunarkenninguna.


Er Mófi fasisti?

Ég myndi segja já.  Hann ritskoðar bloggið sitt og beitir lygum og blekkingum til að láta svo líta út að hann hafi rétt fyrir sér.  Og, nú með hans eigin rökum er hann orðin fasisti.

Í nýjasta útspili sínu, Er Dawkins fasisti?, réttlætir Mófi það að kalla Dawkins fasista með eftirfarandi:

6 Smámynd: Mofi

Myndbandið sem ég benti á fjallaði um þetta.

Richard Dawkins - The God delusion
Children have a right not to have their minds addled by nonsense, and we as a society have a duty to protect them from it. So we should no more allow parents to teach their children to believe, for example, in the literal truth of the Bible or that the planets rule their lives, than we should allow parents to knock their children’s teeth out or lock them in a dungeon

Veit ekki betur en þetta er rétt framsetning á skoðunum Dawkins eins og þær koma fram í The God delusion. Endilega leiðréttu mig ef það er rangt.

Og það sorglega er að hann fattar það ekki einu sinni þegar Matti bendir honum á hvað sé rangt.

Matti fletti því upp að þessi texti, quote-mine, sem Mófi eignar Dawkins er í raun tilvitnun Dawkins í annann mann, sálfræðinginn Nicholas Humphrey.  Það getur hver sem er séð á td. google books: The God delusion bls. 326.  Það hefði Mófi getað séð, áður en hann stökk á eitthvað sköpunarsinna áróðurs rugl sem hann gleypir við umhugsunarlaust og gerir sjálfan sig svo ítrekað af fíbli með að birta.

Mófi, hvort sem þú ert meðvitaður um óheiðarleikan eða ekki, þá kallast svona quote-mine að ljúga.  Lygarar komast ekki inn í himnaríkið þitt.

16Thou shalt not bear false witness against thy neighbour.  Exodus 20:16

Fyrir utan að þessi árátta þín er brot á gullnu reglunni og ÖLLUM þeim kærleiks og umburðarlyndis boðskap sem trúin þín stendur fyrir og boðar.

Með sömu 'rökum' gæti ég nú quotað í Mófa sem quotar í Dawkins sem quotar í Humphrey og fengið það út að Mófi sé fasisti.. og ég þar með líka.


Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1 og Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2

Um 8% af genamengi manna eru leifar af svokölluðum ERV vírusum, vírusar geta 'stungið' sínu erfðaefni inn í erfðaefni hýsils.  Ef genamengi manna og simpansa er borið saman kemur í ljós að finna má erfðaefni úr ERV vírusum á nákvæmlega sama stað, sama á við fleiri tegundir mannapa.  Samkvæmt þróunarkenningunni og hugmyndinni um sameiginlegan forföður er það vel útskýranlegt með sameiginlegum uppruna.  Sameiginlegur forfaðir 'áskotnaðist' gen vírussins sem dreifðust svo til allra afkomna tegunda.

Að halda því fram að óskyldar tegundir, fleiri en tvær, hefðu allar 'áskotnast' gen sama ERV vírussins á nákvæmlega sama stað sitt genamengi er stjarnfræðilega ólíklegt.

Í meðfylgjandi vídeói er farið yfir það hvernig menn uppgötvuðu þetta, hvernig þróunarkenningin útskýrir þetta og hvernig það allt styður að menn og mannapar eigi sameiginlegan forföður.


Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2

Framhald af: Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1.

C-vítamín, eða skortur á því, er ekki alveg það fyrsta sem manni dettur í hug sem staðfesting á sameiginlegum forföður stakra tegunda og þar með enn ein staðfestingin á þróunarkenningunni.

Mannslíkaminn getur ekki framleitt C-vítamín, það sama á td. við simpansa og naggrísi, svo við verðum að bæta það upp með fæðu.  Án C-vítamíns þá veikist manneskja (sjá Scurvy) og deyr að lokum.  DNA rannsóknir hafa leitt í ljós að orsakir skorts á C-vítamíns framleiðslu er gena 'galli' og að það sé nákvæmlega sami gena 'galli' í mönnum og simpönsum (og öðrum öpum með þennan galla), sem bendir sterklega til þess að gallinn sé erfður frá sameiginlegum forföður.  Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að það er annar gena galli sem veldur því að naggrísir geta ekki framleitt C-vítamín, sem styður einnig við þróunarkenninguna því það er mun lengra í sameiginlegan forfaðir manna og naggrísa.  Ítarlegri umfjöllun um þetta í vídeóinu og myndrænni framsetning, um hvernig alvöru vísindi virka.

Ítarefni með vídeói: Prediction 2.3: Molecular vestigial characters


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband