Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Gleðilegt guðlast!

Í dag er alþjóðlegur guðlast dagur.  Mitt framlag er: 

Ég trúi ekki á guð.

Viðeigandi, þar sem ég skráði mig (með aðstoð) úr þjóðkirkjunni í gær.  Skýlaust brot á 1. boðorðinu, flokkast sem guðlast, og samkvæmt boðum biblíunnar ættu nú allir kristnir að sameinast og grýta mig til bana:

Þriðja Mósebók: 13Og Drottinn talaði við Móse og sagði:  14"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann.  15Og þú skalt tala við Ísraelsmenn og segja: ,Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd.  16Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn.

Reyndar er það að trúa ekki á guð eina syndin sem er ekki fyrirgefin. 

30. september 2005 er dagurinn sem, nú frægu, Múhameðs teikningar birtust sem móðguðu víst alla múslima (amk. þessa bókstafstrúuðu) um allan heim.  Hópur fólks sem berst fyrir málfrelsi, trúfrelsi og mannréttingum hefur því stofnað herferð sem miðar að því að gera daginn, 30. sept,  að alþjóðlegum guðlast degi.

Guðlast er sem betur fer ekki bannað á íslandi en það er bannað td. bannað að gera hæða trúarbrögð:

125. mgr. almennra hegningarlaga 19/1940: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Spaugstofumenn voru td. kærðir fyrir guðlast, minnir mig amk. (opinber rannsókn fór fram, samkvæmt wiki), fyrir að gera grín að síðustu kvöldmáltíðinni 1997 eftir kvörtun þáverandi biskups.

Því miður er það ekki allastaðar svoleiðis td. eru lög sem banna guðlast við lýði í Írlandi.  Það er því brýnt fyrir alla vesturlanda búa sem hneyksluðust á viðbrögðum múslima vegna skopteikninganna að líta sér nær, það er ekki bara í löndum múslima sem bókstafstrú hefur troðið sér inn í löggjöfina.

Þakka DoctorE fyrir að minna mig á þetta, annars hefði ég líklega alveg gleymt að guðlast í dag.

International Blasphemy Day

What is Blasphemy Day?

Guðlast á íslandi

Er guðlast bannað með lögum?


Sorglegt, en..

.. vert að benda á að ~99,9% allra tegunda lífvera sem hafa verið til í heiminum frá upphafi lífs eru útdauðar.  Sjá: Wiki Extinction

Kemur nú ekki mikið fram í fréttinni hjá mbl.is en fréttin á BBC er mun ítarlegri, sjá Giant fish 'verges on extinction'.  Þar kemur td. fram að það sé búið að leita í ánni í þrjú ár af þessum fiski en engin fundist.  Reyndar sýndu hljóðsjár mælingar eitthvað sem gæti hugsanlega verið þessi fiskur en ekki tókst að staðfesta það í þeim tilvikum.

Það er annað sem kemur fram í fréttinni hjá BBC, sem er að það er verið að hugsa um að viðhalda stofninum með 'aðstoð manna'.  Mér, persónulega, finnst svona inngrip í náttúruna ekki réttlætanleg.  Þótt það sé sorglegt að stofnar deyi út, jafnvel af mannavöldum, þá er það samt náttúrulegt ferli sem er verið að grípa inn í.  Tegundir deyja út án áhrifa frá mönnum.

Málið væri öðruvísi, gagnvart mér, ef það stæði til að hreinsa upp ánna (minnka mengun), minnka veiðar og/eða fara í aðrar aðgerðir til að þessi fiskitegund gæti haldið áfram að lifa náttúrulega.


mbl.is Fiskum fækkar í Yangzte
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúaðir vs. guð: Hversvegna treysta kristnir ekki guðinum sínum?

Í þó nokkrum atriðum, finnst mér kristnir beinlínis vinna gegn guðinum sínum eða sýna algeran skort á trausti á guðinn eða verk(sköpun) hans.

Ef við göngum út frá því að kristni sé 'rétt'; guðinn sé virkilega til og hann sé alvitur, algóður, almáttugur og hafi skapað heiminn.  Þá langar mig að skoða eftirfarandi atriði:

Bænir

Ef við tökum tillit til þess að guð eigi að vera alvitur þá eru bænir alveg ótrúlega órökrétt fyrirbæri.  Að guðinn sé alvitur, algóður og skapari alheimsins felur í sér að hann viti miklu betur en þú hvað þú virkilega þarft á að halda og þú sért nákvæmlega í þeirri stöðu sem guðinn þinn vill að þú sért í.  Hvað ætlarðu þá að biðja hann um?  Hvað sem þér dettur í hug þá er guðinn löngu búinn að hugsa fyrir því, hann er alvitur manstu, og svo skapaði hann heiminn eins og heimurinn er.. hverju ætti hann að breyta.  Þykist einhver vita betur en alvitur guð?  Já, allir kristnir sem biðja bænir á sama tíma og þeir trúa því að hann (guðinn) sé alvitur.  Ef guðinn ykkar er alvitur þá eru bænir tilganglausar, guðinn ykkar veit fyrir (áður en þið biðjið) hvað þið ætlið að biðja um og hann veit líka hvað er ykkur fyrir bestu (hann er líka algóður) þannig að mjög líklega eruð þið nákvæmlega í þeirri stöðu sem guðinn ykkar vill að þið séuð í.  Bænir eru í hrópandi mótsögn við alvitran skapara.

Sköpunarsinnar

Þeir sem aðhyllast þá skoðun að guð hafi skapað heiminn eru sköpunarsinnar.  Sami hópur er, í því að virðist, heilögu stríð gegn vísindum (líffræði, eðlisfræði, jarðfræði.. til að dæmis) því samkvæmt flestum vísindagreinum gengur þeirra heimsmynd um biblíulega sköpun engan vegin upp.  En, gefum okkur að þeir hafi rétt fyrir sér og guðinn þeirra hafi skapað heiminn eins og hann er í dag í raun og veru.  Eru þeir þá ekki að berjast gegn sköpunarverkinu?  Ef guð skapaði heiminn og ef guð er alvitur, skapaði guðinn þá ekki Darwin?  Skapaði guðinn ekki þær aðstöður sem leiddu til þess að þróunarkenningin varð til?  Ef guð skapaði heiminn og ef hann er alvitur þá eru öll vísindi í dag, sem benda til þess að biblíuleg sköpun sé ekkert nema skemmtileg þjóðsaga, afleiðing sköpunarinnar og ástandið er nákvæmlega eins og guðinn vill hafa það.  Ef sköpunarsinnar hafa rétt fyrir sér um að það sé til skapari eru þeir að berjast gegn sköpunarverki guðsins síns, sem er einstaklega órökrétt.

Samkynhneigð

Guð skapaði samkynhneigð.  Hann er skapari alls, ekki satt, og svo er hann alvitur.  Ef guðinn skapaði samkynhneigð, afhverju eru trúaðir þá svona svakalega mikið á móti samkynhneigð.  Geta þeir ekki sætt sig við sköpunarverk skaparans.  Vita þeir kannski betur en alvitur guð?  Trúaðir sem fordæma samkynhneigða eru að fordæma sköpun guðsins sem þeir trúa á.

Fóstureyðingar

Kristnum virðist vera það einstaklega hugleikið að vernda líf ófæddra einstaklinga.  Ef guðinum þeirra er þetta jafn hugleikið, afhverju gerði hann ekki einhverjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fóstureyðingar ættu sér stað, hann á jú að vera alvitur og hann á að hafa skapað mannkyn í þeirri mynd sem það er.  Ef guðinn er til, þá vill hann augljóslega hafa þetta svona, hvað eru trúaðir að berjast á móti því?

Ef trúaðir trúa virkilega að guðinn þeirra hafi skapað heiminn og að guðinn þeirra sé alvitur þá ættu þeir einnig að trúa því að heimurinn sé nákvæmlega eins og guðinn þeirra vill/ætlaði að hafa hann. 

Samt þykjast þeir vita betur.


Way of the Master gefa sérstaka útgáfu af Þróunarkenningu Darwins

Bættu bara við 50 blaðsíðna kafla, skrifaðan af Ray Comfort, með upptalningu á öllum helstu sköpunarsinna rangfærslunum um Darwin og þróunarkenninguna þar með talið:

  • Að Adolf Hitler hafi byggt sínar öfga-hugmyndir á þróunarkenningu Darwins
    Reyndar er ýmislegt sem bendir til þess að gyðingafordómar Hitlers sé komið frá Luther.  Fyrir utan að þótt það væri rétt þá breytir það engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.  Survival of the fittest er ekki það sama og Survival of the strongest.
  • Að Darwin hafi verið kynþátta hatari
    Getur vel verið að Darwin hafi haft einhverjar ranghugmyndir um íbúa 'þriðjaheimsins', það var mjög algengt á hans tíma.  Það breytir hinsvegar engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.
  • Að Darwin hafi fyrirlitið konur
    Þekki ekki Darwin persónulega nógu vel til að geta svarað þessu, en Ray Comfort getur örugglega dregið fram einhver sköpunarsinna quote-mina.  En og aftur breytir það hinsvegar engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.
  • Að þróunarkenningin snúist um að "nothing created everything"
    Nei, það er einfaldlega rangt.  Hér eru þeir að blanda saman Big Bang Theory og þróunarkenningunni, og Big Bang Theory snýst ekki einu sinni um að allt hafi orðið til úr engu.  Þeir einu sem halda því fram að heimurinn hafi orðið til úr engu eru sköpunarsinnar.
  • DNA
    Skil ekki hvað það kemur efni bókarinnar við, DNA var óþekkt á tímum Darwins.  Reyndar útskýrir DNA ýmislegt með erfðir sem Darwin var að velta fyrir sér en gat ekki útskýrt, enda bætir DNA við þróunarkenninguna en kollvarpar henni ekki.
  • Skort á millistigum af steingervingum
    Þvílíkt bull, ef við tökum menn (Homo Sapiens) og svo einhvern miljónára gamlan forfaðir, þá eru allir steingervingar sem fundist hafa sem leiða frá forfeðrinum til okkar millistig.  Sköpunarsinnar hafna hinsvegar öllum ábendingum um að þeir hafi rangt fyrir sér.

Og svo kemur 'balanced view' af sköpunarsögunni frá frægum trúuðum vísindamönnum, sem svo skemmtilega vill til að eru allir látnir.  Alltaf gott að túlka orð löngu látins fólks sköpunarkenningunni í hag, fólks sem bjó ekki yfir sömu upplýsingum og við gerum í dag.

Sem sagt 50 blaðsíður af rangfærslum og árásum á persónu Darwins til þess að sverta þróunarkenninguna ásamt sköpunarsögunni, "guð gerði það", sem mótvægi.  Skrifað af manni hélt því fram að bananar hefðu verið skapaðir af guði í núverandi mynd svo þeir pössuðu akkúrat í hendur manna.

Hvernig ætli þeim þætti ef það yrði settur 50 blaðsíðna fyrirvari í biblíuna þeirra til að benda á að hún stenst engan vegin raunveruleikann, eins og að guð hafi skapað allt úr.. þú veist það.. engu.


"Sturtur skaðlegar heilsu"

Svo hljóðar fyrirsögn á frétt á dv.is í dag (sjá: Sturtur skaðlegar heilsu).

Já, það detta væntanlega einhverjir á hverju ári í sturtu og slasast eða fá sápu í augun.  En sama má segja um næstum HVAÐ SEM ER.  Hvað eru margir sem stinga sig á nálum eða missa þunga hluti á tærnar á sér, á hverjum degi?  Gras er hættulegt heilsu þeirra sem þjást af frjókorna ofnæmi.

En eru frétta-haukar DV að vísa í eitthvað svoleiðis? 

Nei, þeir eru að vísa í frétt sem birtist í fjölmiðlum í gær um að sturtuhausar væru ákjósanlegur dvalar- og vaxtastaður fyrir ýmiskonar bakteríur sem hugsanlega gætu síðan valdið öndunarfærasýkingum hjá þeim sem nota sturturnar.  Það eru bakteríurnar sem eru skaðlegar heilsu en ekki sturtan.

Arnar Pálsson líffræðingur bloggaði um frétt mbl.i um þetta sama mál í gær: Sjúkdómurinn er öndunarfærasýking

Það eru bakteríur allstaðar.  Menn bera til dæmis með sér um tíu sinnum fleirri bakteríur en það eru frumur í líkanum og það hafa fundist amk. 182 tegundir af bakteríum sem lifa á húðinni einni saman.  Sumar þeirra eru hættulegar heilsu okkar, ef þær ná að fjölgasér nógu mikið.  Helsta leið þeirra inn í líkaman er í gegnum munn og öndunarfæri og því eru td. hendur mjög algengur miðill baktería á leið inn í líkamann.

Vonandi lætur engin blaðamenn DV vita því á yrði væntanlega næsta fyrir sögn: "HENDUR ERU HÆTTULEGAR HEILSU MANNA".


Kristinn kærleikur og umburðarlyndi?

Ýmsir þingmenn demókrata og stjórnmálaskríbentar hafa einnig bent á tilhneigingar sem nú verður vart og varað við þeim. Þar á meðal eru frammíköll, ógnanir og prestar sem leiða söfnuði sína í bæn fyrir því að Obama deyi.

Hérna er einn af þessum prestum sem um ræðir: 

Klikkað lið.. með byssur.

Svona menn skemma algerlega fyrir hófsamari (nánast allir trúaðir eru hófsamari en þessi) trúuðum sem eru að reyna að fegra boðskap biblíunar og vilja meina að hún boði ekkert nema gott.

Þessi prestur, eða pastor á ensku, notar biblíuna til að 'sanna' að guð deili hatri hans á Obama og nú eru meðlimir í söfnuði hans byrjaðir að taka upp á því að mæta með byssur á mótmæla samkomur gegn Obama.  Ef Obama verður skotinn af einhverjum öfgatrúarvitleysingi, ætli þessi maður þurfi að sæta ábyrgð?

Reyndar er þetta samskonar 'aðferð' og hefur valdið því að þónokkrir læknar sem framkvæma fóstureyðingar hafa verið drepnir.  'Prestarnir' bölva þeim í kirkjunum, í fréttunum, á Youtube, eða bara hvar sem þeir geta.  Og svo þarf ekki nema einn klikkhaus með byssu sem virkilega trúir því að hann sé að framfylgja vilja guðs, það er jú það sem predikararnir hafa sagt honum, og BAMM.


mbl.is Kynþáttahatur er undirrótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum skil ég ekki hvað menn eru að spá..

Undan farin ár hafa ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem 'kirkjunarmenn' hafa verið uppvísir af barnaníð og svo að kirkjan hefur reynt að þagga málin niður.  Núverandi páfi var til dæmis aðal höfundurinn að reglum innan kaþólskukirkjunnar sem miðuðu að því að flytja presta sem höfðu framið barnaníð milli kirkja og reyna að þagga málin niður til að vekja ekki athygli á þessum svarta blett á kirkjustarfinu.

Maður ræður ekki alka í vínsmökkun eða spilafíkil til að vinna í spilavíti.  En þarna er þessi hvítasunnusöfnuður að koma dæmdum barnaníðing aftur í svipaða stöðu og hann var í þegar hann framdi þessi brot.  Kemur reyndar ekki fram í fréttini hvort hann muni koma til með að starfa með börnum, en ég vona ekki.  Barnana vegna.

Auðvitað getur verið að maðurinn sé 'læknaður' og geti haldið aftur af sínum hvötum.  En það er alveg hrikalega óábyrgt að setja hann aftur í þá stöðu að geta hugsanlega misnotað sér aðstöðu sína og traust safnaðarins.


mbl.is Barnaníðingur skipaður prestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teach the Controversy!

Fyrirsögnin er helsta slagorð sköpunarsinna, það sem þeir nota til að réttlæta þá skoðun sína að það eigi að kenna sköpunarsöguna í skólum í BNA sem mótvægi við þróunarkenninguna.

Nú, ef þetta væri þeim jafn hugfangið viðfangsefni og þeir vilja láta, þá ættu þeir nú að vera að berjast fyrir því að fá myndina Creation sýnda í BNA.  Svona til þess að kynna hina hliðina, gæta réttlætis og standa vörð um jafnrétti.  En eins og getið hefur verið í fréttum hefur ekki verið áhugi fyrir því að setja myndina í sýningar í BNA, td. vegna þess að 'aðeins' 39% íbúa samþykkir þróun sem útskýringu á fjölbreytileika lífvera eða að 150 ára gamlar hugmyndir Darwins þyki of róttækar fyrir almenning í BNA.

Og þótt myndin snúist á ákveðin hátt um þróunarkenningu Darwins, er hann sem persóna frekar í aðahlutverki og einni samskipti hans við aðra fjölskyldumeðlimi, eins og sagt er í lýsingunni:

A world-renowned scientist, and a dedicated family man struggling to accept his daughter’s death, Darwin is torn between his love for his deeply religious wife and his own growing belief in a world where God has no place. He finds himself caught in a battle between faith and reason, love and truth. This is the extraordinary story of Charles Darwin and how his master-work “The Origin of Species” came to light. It tells of a global revolution played out in the confines of a small English village; a passionate marriage torn apart by the most provocative idea in history – evolution; and a theory saved from extinction by the logic of a child.

Meira segja hafa þeir dómar sem ég hef lesið um myndina helst kvartað yfir því að í henni sé gert of mikið úr dauða dóttur Darwins.

En við hvað eru þá bandaríkjamenn hræddir?  Vilja þeir ekki fræðast eitthvað meira um Darwin?  Miðað við þær umræður sem ég hef lesið á netinu eða séð á Youtube veitir ekki af því að bandarískir sköpunarsinnar kynntu sér aðeins persónuna sem þeir virðast helga líf sitt að gagnrýna.

Vona að minnsta kosti að sýningum á myndinni í BNA sé ekki hafnað af trúarlegum fordómum gagnvart Darwin.


Það sem ekki gengur upp

Það var einhver sem bloggaði um þetta um daginn, þegar önnur frétt um sama mál var á mbl.is, finn það bara ekki núna (og nenni ekki að leita mikið).

En, hvernig ætluðu þrír menn að ræna sjö flugvélum, og afhverju þurftu þeir 20 sprengjur?

Minnir að í fyrri fréttinni hafi einmitt líka komið fram að þrír menn ætluðu að ræna sjö flugvélum og drepa 10.000 manns.  Sem þýðir að það þyrftu að vera c.a 1428,6 manns í hverri flugvél.  Nema þeir hafi ætlað að stýra flugvélunum á byggingar, en það er svoldið erfitt eftir að það er búið að sprengja þær eða hluta þeirra í loft upp.

Það er eitthvað sem gengur ekki alveg upp í fréttunum af þessu máli, mig grunar að það sé aðallega 'eðal' blaðamennska.


mbl.is Ævilangt fangelsi fyrir hryðjuverkaáform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Quote-mine dagsins

Michael Shermer:
As for evolution, it happened. Deal with it.

Tær snilld, einfalt en segir allt sem segja þarf.

Margir sköpunarsinnar samþykkja einhvers konar 'aðlögun', sem hefur reyndar mjög svipaða skilgreiningu og þróun ef þú spyrð nánar út í það.  Michael Behe, sem ég hef fjallað um áður, aðhyllist meira að segja hugmyndir um sameiginlegan forfaðir en trúir bara ekki að handahófskenndar stökkbreytingar geti áorkað neinu.  Meira að segja Mófi samþykkir þróun, hann kallar það reyndar aðlögun, og notar hana óspart til að rökstyðja að syndaflóðið hafi geta átt sér stað.

Þróun gerist.

Samt eru sköpunarsinnar að berjast gegn þróun og "guðleysis Darwinisma".  Þeir samþykkja þróun en eru ósáttir við að hún þarfnast ekki aðkomu guðsins þeirra og því eru þeir á mótfallnir hugmyndinni.  Vandamálið er ekki hvort þróun gerist eða ekki, vandamálið er hvort guðinn þeirra var með puttana í ferlinu eða ekki.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband