Trúleysingi ársins 2009

"There is probably no god.  Stop worrying and enjoy your life."

 

Í lok ársins 2008 sá Ariane Sherine auglýsingu á strætó frá kristnum samtökum (jesussaid.org) með URL-i á heimasíðu þar sem því var haldið fram að allir sem væru ekki kristnir myndu brenna í helvíti til eilífðar nóns, og bloggaði um það.  6. janúar 2009 birtust fyrstu auglýsingarnar á strætisvögnum, samtals var auglýst á 800 vögnum en einnig í neðanjarðarlestakerfi London og á risaskjánum á Oxford Street.

Athiest Bus Campaign var kominn af stað, að mínu mati áhrifamesti 'trúleysis-gjörningurinn' á liðnu ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Mér fannst þetta góður gjörningur.

Trúuðum líðs alls konar athugasemdir...í raun er sístreymi af slíkum glósum, sumar meinlausar, aðrar andstyggilegar ("guð blessi þig", "guð blessi Ísland", "þú munnt brenna í víti", "meðtakið ljós jesús um jólin").

Hví ættu trúleysingar ekki einnig að miðla sinni heimspeki, t.d. á strætisvögnum, og þegar fólk hnerrar.

Okkur vantar góða íslenska þýðingu á Gesundheit.

Arnar Pálsson, 7.1.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Arnar

Það urðu reyndar margir trúaðir sárir og móðgaðir yfir þessu frekar meinlausa framtaki.

Í Bandaríkjunum eru svo mikil læti yfir svipaðri herferð þar sem trúaðir eru mjög æstir yfir frekar kurteisilega orðuðum auglýsingaskiltum.  Og í Ástralíu var samtökum efasemdamanna einfaldlega ekki leyft að kaupa auglýsingar á strætisvagna þegar þeir leituðu eftir því.

Annars hef ég alltaf gaman að því að spyrja fólk sem segir "Guð hjálpi þér" þegar ég hnerra að því hvort það viti hvað liggur að baki þessari 'hefð'.  Ekki langt síðan það var nánast dauðadómur að fá flensu.

Arnar, 7.1.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband