"This Space is Still Evolving"

This space is still evolvingÞað er líklega ekki margt sem bloggið mitt og The Creation Museum eiga sameiginlegt, en þessi setning er víst eitt af fáu.

Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín en smá 'google' leiddi í ljós að þessi setning er á örugglega einu frægasta skilti í heimi.  Núna er spurningin hvort þetta sé viljandi eða óviljandi.. brandari.

Ég rakst fyrst á tilurð þessa skiltis þegar ég las 'New Scientist Short Sharp Science Blog: A trip to the Creation Museum' fyrir nokkru.  Það var reyndar ekki aðallega skiltið sem vakti athygli mína heldur sú staðreynd að trúaðir(*) eru hræddir, skít hræddir.  Þeir eru hræddir um að vísindi munu drepa guðinn þeirra.

Eftir að hafa lesið bloggið um heimsóknina í sköpunar safnið varð ég forvitinn um 'Graffiti Alley and Culture in Crisis' sýningarsvæðið, þar sem gestum er gefin innsýn í hvernig heimurinn eigi að líta út ef það er ekki til neinn guð, eða eins og stendur á heimasíðu Answers in Genesis (hér eftir AiG).

What happened when the God of the Bible was replaced with the god of humanism and the religion of science?

Eftir því sem ég best veit, hef ekki heimsótt þetta safn sjálfur, er sýningar svæðið uppfullt af útstillingum sem eiga að hræða trúaða; veggjakrot og niðurníðsla, ofbeldi, klám, samkynhneigð, fóstureyðingar, stofnfrumurannsóknir, o.s.f.v.  Og vísindunum náttúrulega kennt um þetta allt saman.  Boðskapurinn er augljóslega; taktu biblíuna þína fram yfir vísindi og rannsóknir, ef þú trúir ekki á guð þá fer heimurinn til andskotans (bókstaflega).

Grunnskylda kristna á víst að vera að breiða út fagnaðarerindið, þeim í AiG þykir það greinilega ekki virka nógu vel og reyna nú að hræða fólk til fylgis.  Ef kærleikurinn og umburðarlyndið dugar ekki demba þeir yfir fólk hræðsluáróðri um að vísindi munu grafa undir gildum fjölskyldunnar og valda sundrung, ofbeldi og öðrum hörmungum.

Hvernig þeir fá það út að það sé Þróunarkenningu Darwins að kenna að konum standi til boða að fara í fóstureyðingar eða að samkynhneigð sé til vegna þess að jarðfræðingar geta með mælingum sýnt að jörðin sé um eða yfir 4.2 miljarða ára gömul er mér algerlega fyrirmunað að skilja.  Það er eins og sköpunarsagan sé síðasta vígi kristinnar trúar og þetta fólk gerir allt til að sannfæra aðra um að vísindi sem stangast á við sköpunarsöguna séu beinlínis lygar.  Vísindi eru eitt allsherjar alheimssamsæri um að drepa guð, eina leiðin til að verja trúna sé að hafna vísindum, velja fáfræði fram yfir upplýsingu.  Og ekki á þeirri forsendu að upplýsingin sé röng heldur af því að ef hún er rétt þá er sköpunarsagan röng og þá hefur fólk ástæðu til að efast um tilurð guðs og 'eins og allir vita' eru þeir sem trúa ekki á guð geðveikir villimen sem fara ekki eftir neinum reglum.  Þeir eru samkynhneigðir, stunda fóstureyðingar, stela og ljúga, skoða klám á internetinu, og taka ekki hvíldardaginn heilagan.  Ef guð er ekki til hefur engin ástæðu til að fara eftir neinum reglum.

Ertu orðin(n) hrædd(ur)?

Haltu þá fast í guðinn þinn.

(*) þegar ég segi trúaðir hér er ég ekki að alhæfa um alla trúaða, heldur aðallega bókstafstrúaðra sköpunarsinna og aðra sem taka biblíunni sem óskeikulum sannleik og orði guðs.


Blog gegn ritskoðun

Þar sem það virðist vera vinsælt hjá bloggurum sem ég hef þörf til að tjá mig við að loka blogginu þannig að einungis innskráðir blog.is notendur geti svarað þeim neyðist ég víst til að taka þátt.

Hver veit hvað þetta leiðir af sér..


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband