Færsluflokkur: Fjármál
Upphitun fyrir Zeitgeist: Addendum
20.8.2009 | 10:11
Mig grunar, sérstaklega í ljósi aðstæðna á íslandi (algers hruns fjármálamarkaðarins), að margir eigi eftir að æsa sig upp yfir Zeitgeist: Addendum sem sýnd verður í sjónvarpinu á sunnudaginn 23. ágúst klukkan ellefu.
Mikið af því sem haldið er fram í myndinni er hinsvegar vafasamt og jafnvel beinlínis rangt.
Mæli því með að fólk kíki á Conspiracy Science síðuna (eða bara googla "Zeitgeist debunked") þar sem farið er yfir efni myndarinnar og dregið fram hvað sé bull og hvað sé ekki bull, með vísun í heimildir. Skil eiginlega ekki hvað RÚV er að sýna þessa mynd því það eru örugglega til betri og vandaðri umfjallanir um fjármálaheiminn, kreppuna eða hvað sem þeir vilja vera að fjalla um.
Þess má geta að fyrri myndin, Zeitgeist (umfjöllun á Conspiracy Science), er einnig uppfull af rangindum og samsæriskenningum sem eiga sér enga eða litla stoð í raunveruleikanum. Bloggarinn Guðsteinn Haukur fjallaði td. nýlega um úttekt Zeitgeist á trúarbrögðum: Zeitgeist myndin - satt eða logið?.
Myndirnar eru samt vel gerðar (fyrir utan frjálslega meðferð á heimildum) og skemmtilegar áhorfs ef maður hefur áhuga á slíku.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)