Vantar ekki '?' í fyrirsögnina?
27.4.2010 | 16:19
Af fyrirsögninni að dæma er þarna loksins búið að finna leyfar arkarinnar, en megin mál fréttarinnar dregur heldur úr.
Eins og Nicholas Purcell, kennara í fornaldarsögu við háskólann í Oxford, bendir á er þetta ekki í fyrsta skipti sem einhver þykist hafa fundið örkina þarna. Einna frægastur er Ron Wyatt en jafnvel bókstafstrúaðir sköpunarsinnar hafa afskrifað hann sem svikahrapp.
Verður spennandi að sjá hvort mbl.is á eftir að fylgja þessu máli eitthvað eftir, sérstaklega ef þetta reynist svo vera bull.
Örkin hans Nóa fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Trúmál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Athugasemdir
Ég væri til í að kunna búa til kaðla sem endast þúsundi ára án þess að morkna, og ekki væri verra að vera með uppskriftina af fúavörninni sem lætur timbur endast þetta lengi.
Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 20:01
Gaman þegar "vísindamenn" finna eitthvað sem túristar hafa verið að skoða í tugi ára...
Óskar Arnórsson, 28.4.2010 kl. 03:12
Vantar ekki bara heilann í þetta lið sem talar svona og þá sem segja frá þessu í fréttum ?
Jón H B (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:31
Það virðist nú vanta fleiri en eitt "?" í þessa grein. Mér finnst til dæmis sárlega vanta skýringu á þversögninni " evangelískur vísindamaður".
Evangelískur vísindamaður ? Hvaða þvæla er það?
Árni Árnason (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 12:21
Er það spurning um spurningamerki?
Ef það er spurningarmerki, þá er svarið yfirleitt nei, sbr. Mars og spurningarmerkið.
Arnar Pálsson, 28.4.2010 kl. 15:07
Bíðum aðeins það eiga eftir að koma fleiri fréttir að þessu ef þetta hefur einhver rök og sannanir til að byggja á.
Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 15:51
Mbl.is mætti svo sem umorða fyrirsögnina og sleppa spurningamerkinu, ein eins og þeir settu þetta fram má túlka hana sem örkin sé raunverulega fundin.
Arnar, 29.4.2010 kl. 10:42
Vefmiðlar lifa og deyja með fjölda heimsókna.
Tekjur þeirra koma frá auglýsendum, sem borga fyrir setja vörumerkin sín á sýnilega staði.
Ef það þarf grípandi fyrirsögn eða berir rassar til að ná í lesendur, þá eru settar fram grípandi fyrirsagnir um bera rassa.
Það fer örugglega að styttast í að mbl.is flétti auglýsingar inní fréttirnar sínar.
Arnar Pálsson, 29.4.2010 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.