En þróun er bara kenning!
29.7.2008 | 15:45
That evolution is a theory in the proper scientific sense means that there is both a fact of evolution to be explained and a well-supported mechanistic framework to account for it. To claim that evolution is just a theory is to reveal both a profound ignorance of modern biological knowledge and a deep misunderstanding of the basic nature of science
(Gregory TR. Evolution as fact, theory, and path. Evo Edu Outreach 2008;1(1):4652.)
Ótrúlega oft hefur maður heyrt og lesið þau rök að Þróunarkenning Darwins og seinni tíma viðbætur/breytingar á hugmyndum manna um þróun sé 'bara kenning' og því ekkert endilega sönn. Sem betur fer eru áróðursíður sköpunarsinna farnar að mælast gegn því að sköpunarsinnar noti þessi 'rök'.
Það ótrúlegasta, að mínu mati, er hve margir kaupa þessi 'rök' og samþykkja að Þróunarkenningin sé eitthvað vafasöm vegna þess að hún er 'bara kenning'. Misskilningurinn er sprottinn upp út frá því að 'almenningur' ruglar gjarnan saman orðunum tilgáta (e. hypothesis) og kenning (e. theory), oft kannski út af vanþekkingu á vísindalegri málnotkun.
Þegar maður velur sér rannsóknarefni setur maður fram tilgátu um viðfangsefnið og ef rannsókn staðfestir tilgátuna er maður kominn með kenningu. Það er hægt að hafna tilgátu út frá því að hún sé 'bara tilgáta' en kenning er studd af rannsókn(um) og til að hafna kenningu þarf að sýna fram á að rannsókninni hafi verið ábátavant eða niðurstaðan á skjön við rannsóknina.
Nýjasta tæknin hjá sköpunarsinnum er því ekki að draga úr áreiðanleika Þróunarkenningarinnar með því að hún sé 'bara kenning' heldur ætla þeir nú að draga það í efa að Þróunarkenningin hafi rétt á því að kallast kenning.
"This thus leads to the question, under such a strong definition of the term, does evolution qualify as a theory?"
(Casey Luskinn, Evolution News, 21. júli 2008)
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.