Trú í myrkri - trú sem þolir ekki gagnrýni
22.7.2009 | 11:19
Það er fátt jafn hressandi og að vera bannfærður af kristilegum bloggurum, jafnvel tvisvar eða þrisvar á dag, fyrir það eitt að spyrja þá spurninga sem þeir geta ekki svarað eða benda þeim á að eitthvað sem þeir eru að halda fram sé eintómt rugl. Ótrúleg seigla hjá sumum að banna mann aftur og aftur og eyða vandræðalegum færslum í ljósi þess að það er ekkert mál að stofna bara nýjan blog.is notanda og að það er ekkert í skilmálum blog.is sem bannar það.
Ritstjóri blog.is lokaði reyndar á mig vegna kvörtunar og opnaði ekki aftur fyrr en ég hafði lofað að vera ekki að ónáða viðkomandi bloggara aftur, bar við einelti.
En hvað eru bloggarar að bera sínar skoðanir á torg ef skoðanirnar standast engin rök og þeir sjálfir þola enga gagnrýni? Reyndar hef ég þá tilgátu að þeir sem blogga hvað mest eru þeir sem hafa minnsta trúarsannfæringu. Stanslausar endurtekningar á sömu rökvillunum, trúarsannfæringu þeirra til stuðnings, er ekkert nema örvæntingafull tilraun til að sannfæra sjálfa sig, eins og að ef eitthvað er sagt nógu oft hljóti það að vera satt. Ef þeim er bent á að rökin standist ekki, staðhæfingarnar séu rangar og að svörin séu bara útúrsnúningur er bannað og ritskoðað.
Held að Mófi lýsi þessu best sjálfur.
Mófi: "Sumir náttúrulega geta ekki lært af þannig einföldum lexíum af því að þeirra trú blindar þá."
Talandi um Mófa, þar sem það var víst hann sem ég átti að vera að leggja í einelti, þá er hann alveg ótrúlega gott dæmi um bókstafstrúaðan einstakling sem virðist aðallega vera að skrifa til að sannfæra sjálfan sig. Sama hversu oft það er bent á að rökin hans standast ekki og staðhæfingarnar byggist á engu nema hans trú og skoðunum þá tekur hann engum sönsum. Og svo þegar hann verður rökþrota þá bannar hann og ritskoðar, sem er skondið miðað við fyrri yfirlýsingar.
Mófi: "Ég kem hérna fram algjörlega fyrir opnum tjöldum og leyfi öllum að gagnrýna mína trú eins og þeim listir."
Já, einmitt það. Leyfir öllum að gagnrýna, hljómar eins og kristið umburðarlyndi í verki.
Mófi: "..ég er með langan lista af bloggurum sem ég er búinn að banna svo ég get engan veginn gefið mig út fyrir að leyfa öllum að tjá sig hérna."
Gott að fá það á hreint, en hvar er umburðarlyndi núna? Hann bannaði mig að minnsta kosti fimm sinnum og ég hef ekki tölu á hversu mörgum athugasemdum hann eyddi. Umburðarlyndið er ekkert nema yfirskin og yfirlýsingin um að leyfa öllum að gagnrýna er ekkert nema hræsni. Td. í ljósi þess að viðkomandi heldur því fram að sömu kristnu gildi séu undirstaða lýðræðis, mannréttinda og frelsis í heiminum.
Mófi: "Þegar við skoðum sögu hins vestræna heims þá sjáum við að kristni hefur upplýst stærstu afrek vestrænnnar menningar. Þegar við lesum bækur Hitchens og Dawkins og fleiri guðleysingja þá í þeirra lista yfir stofnanir og gildi sem þeir halda mest upp á eins og mannréttindi, réttinn til að fylgja sannfæringu sinni, líðræði, jafnrétti kvenna og karla og endalok þrælahalds. Þegar þú skoðar mannkynssöguna þá kemstu að því að þessi gildi komu vegna kristninnar trúar. Ef kristni væri ekki til þá væru þessi gildi ekki vera til eins og við þekkjum þau í dag. Svo það er engin spurning að það er eitthvað mjög stórkostlegt við kristni.. "
Skrítið, hann gleymdi alveg að minnast á ritskoðun og skoðanakúgun.
Ég ber virðingu fyrir trúuðum sem eru öruggir í sinni trú, af hvaða trúarbrögðum sem þeir eru. Trúuðum sem þurfa ekki að nota rangfærslur, útúrsnúninga og jafnvel lygar til að réttlæta sína trú fyrir sjálfum sér eða öðrum. Mófi fellur ekki í þann flokk, hann getur ekki einu sinni verið samkvæmur sjálfum sér hvað þá trúnni sem hann trúir svo heitt.
Ef þú trúir einhverju bjánalegu, td. að himinni sé grænn, þá skaltu ekki blogga um það ef þú þolir ekki að fá athugasemdir um litblindu eða að þú sért einfaldlega bjáni.
Mófi: "Þegar einhver sýnir heimsku, trekk í trekk eftir að hafa verið leiðréttur þá finnst manni stundum þörf á því að láta viðkomandi vita að núna er hann byrjaður að hegða sér heimskulega í veikri von að hann taki sig á."
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Mofi bannaði mig fyrir nokkru... sem er ágætt því ég nenni ekki að eyða tíma í vonlaust case.
Svo er Mofi náttlega frábær í að segja fólki hversu ömurleg og viðbjóðsleg bók biblían er.... og hversu ógeðslegt fólk verður sem er kristið.
eins og þegar Mofi finnst frábært að kona giftist manni sem nauðgar henni... biblían elskar slíkt... biblían elskar nauðganir og morð..
Fuck god.. uhjhhh guddi er ekki til.. en FUCK the bible :)
DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:36
Velkominn í hópinn. Þessi maður er náttúrulega bara lasinn. Ef maður t.d. skoðar síðasta bloggið hans http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/916863/ þá sér maður að hér er uppskrift af Al-Qaeda Íslands. Maður sem réttlætir hvað sem er bara vegna þess að guð gerði það eða segir það.
Hann bannaði mig fyrir skrif í hans eigin anda. Ég held reyndar að það sé best að láta rugludalla í friði. Vandinn er sá að maður fattar ekki alltaf strax hve ruglaður viðkomandi er.
Odie, 22.7.2009 kl. 11:55
Já, þegar þið minnist á það þá virðist ég eiga eitthvað erfitt með að sleppa hendinni af honum mófa . Kallið það masocisma.
Hef reyndar fengið nóg og tekið mér frí frá honum, bara pirrar mig að hann heldur að hann hafi rétt fyrir sér ef engin mótmælir skrifunum. Verst að hann heldur líka að hann hafi rétt fyrir sér þótt allir mæli gegn því sem hann skrifar.
Arnar, 22.7.2009 kl. 12:24
Þið gætuð allt eins skrifast á við stein... reyndar er meira challenge að tala við stein en Mofa.... Mofi er svo rosalega sjálfselskur og vitlaus :)
DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.