Brot á skilmálum blog.is

Í samskiptum við ritstjóra blog.is, sem getið er í færslunni á undan, þar sem mófi kvartaði undan mér spurði ég hvort eftirfarandi færslur væru ekki brot á skilmálum blog.is.

"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."

  • Frá Darwin ti Hitlers; Mofi reynir að tengja Hitler við þróunarkenninguna til að sverta hana með voðaverkum hans.  Hitler var hinsvegar kristin sköpunarsinni sem trúði engan vegin á þróun mans frá 'óæðri' verum.
  • Putin klæðir Stalin upp sem engil; Mófi reynir að klína voðaverkum Stalíns á þróunarkenninguna ('darwinisma') og guðleysi.  Sem er náttúrulega bull þar sem þótt Stalín hafi samþykkt þróun hafnaði hann kenningum Darwins og kaus frekar kenningar Jean-Baptiste Lamarck.
  • Dæmi um guðleysis stjórnvöld; Mófi reynir að kenna guðleysi um voðaverk Pol Pot.  Þótt Pol Pot haf kannski sannarlega verið trúlaus, þá eru engar heimildir fyrir því að það hafi haft afgerandi áhrif á gjörðir hans og Rauðu Kmeranna.  Þeir voru fyrst og fremst kommúnistar sem vildu breyta þjóðfélaginu með social engineering.  Trúleysi/guðleysi hefur ekkert með það að gera.
  • Ávextir darwinismans; Mófi vill kenna Darwin og þróunarkenningu hans um fjöldamorð í skóla í Finnlandi.  Einstaklega ósmekkleg grein með quote-mine í Darwin sem segir aðeins hálfan sannleikan.

Allar þessar greinar virðast einungis vera til þess að rægja og smána trúleysi, trúleysingja og þróunarkenninguna með rangfærslum.

Veit ekki til þess að ritstjóri blog.is hafi brugðist við þessum upplýsingum, þessar færslur eru allar en þá inni, hann er líklega uppteknari við það að banna óþolandi einstaklinga eins og mig sem reyna að benda á ruglið sem flæðir óheft upp úr fólki eins og Mófa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki banna Mofa... hann er mesti óvinur kristni á Íslandi mar, það er æla og viðbjóður í hverri færlsu hjá honum... konur eiga að giftast nauðgara sínum og alles.. biblían segir að það sé frábært :)

P.S. Svo væri ágætt að mbl tæki mig af bannlista... svona ef mbl styður málfrelsi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Arnar

Æji sorry.  Veit að Mófi er einn besti bandamaður þinn í baráttunni gegn kristni trú, sérstaklega þegar hann tjáir sig um gamla testamentið.

Arnar, 22.7.2009 kl. 14:37

3 identicon

Hey NP

DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband