Guð er..
23.7.2009 | 11:55
Rak augun í könnun á heimasíðu Lifandi Vísinda með fyrir sögninni 'Guð er' (get því miður ekki linkað beint á könnunina).
Tvennt skemmtilegt við þessa könnun; fyrst að 49% (af 2641 sem höfðu kosið þegar ég skrifa þetta) höfðu valið 'Ekki til' og svo að 14% höfðu valið 'Allt þetta og meira til' (væntanlega verið að vísa til allra valmöguleika í könnuninni). Svo c.a. 370 manneskjur álíta að guð er 'algóður', 'almáttugur', 'hinn mikli andi', 'eins og lýst er í biblíunni', 'jesú kristur', meira til.. og að hann sé ekki til og að þeir viti ekki hvað guð er.
Auðvitað er könnunin hjá þeim illa upp sett en þetta sýnir líka hvað fólk hugsar lítið áður en það velur.
Það eru aðeins þrír svarmöguleikar sem "meika sense" fyrir mig amk., 'Ekki til', 'Veit ekki' og 'Eins og lýst er í biblíunni' (skil ekki hvernig trúaðir ætla að álykta að guð sé einhvern vegin öðruvísi en honum er lýst í biblíunni). Þegar þetta er skrifað hafa 49% valið 'Ekki til', 10% 'Veit ekki' og 5% 'Eins og lýst er í biblíunni'.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki mjög guðleg lýsingin á gudda í biblíunni, snargeðveikur vitleysingur... mannlegur fram í fingurgóma :)
Aðeins eitt svar meikar sense... Ekki til
Fyrst verðum við að finna út hvað guð er... guð er eitthvað X sem á að getað gefið þeim trúaða það sem ekki er hægt að fá, að sá trúaði muni ekki þurfa að deyja heldur lifa endalaust í lúxus
That's it... þetta er það sem fólk kallar guð, guð er sá trúaði sjálfur, nothing more, nothing less.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 12:07
Lýsingin á biblíunni hlýtur að vera sú eina rétta, skil bara ekki að nokkur skuli velja að trúa á slíkan guð. Nóg af öðrum ímynduðum guðum til að trúa á.
Arnar, 23.7.2009 kl. 13:39
Þetta er soldið dilemma því fæstir þeir sem eru skráðir sem kristnir hafa nokurra hugmynd um hvað þeir segjast trúa á... og trúboðar passa sig á að segja ekki frá hvað það er sem fólk trúir á.
:)
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.