Trúir þú á álfa - (Hversvegna trúir fólk á biblíuna)

Trúleysingjar og bókstafstrúaðir (kristnir í þessu samhengi) eiga alveg ótrúlegustu hluti sameiginlega, td. hafna báðir hópar ýmiskonar þjóðtrú og hjátrú.

Trúleysingjar átta sig samt á því (amk. þeir sem ég þekki til) að ef þú hafnar tilvist ákveðins yfirnáttúrulegs fyrirbæris, td. álfa þá ertu jafnframt að hafna öllum öðrum yfirnáttúrulegum fyrirbærum með sömu rökum.  Trúaðir hafna hinsvegar oftast öllum yfirnáttúrulegum fyrirbærum nema þeim sem snúa að þeirra eigin trú, jafnvel þótt sömu rök væri hægt að nota gegn þeim.  Þetta hlýtur að vera einhvers konar sjálfsblinda, svona eins og að gagnrýna aðra en sjá síðan ekki sama galla í sjálfum sér.  Það er bara hræsni að gagnrýna fólk fyrir að trúa á álfa þegar viðkomandi trúir svo sjálfur á tröll.

Hver er td. munurinn á álfum, tröllum og englum?  Hver er munurinn á guðum ásatrúarmanna, hindúa eða kristinna?  Að mínu áliti er munurinn enginn.  Allt byggist þetta á gömlum þjóðsögum sem gengið hafa milli kynslóða, jafnvel munmælasögum, sem bæta við sig og breytast í hverri frásögn og/eða þýðingu þangað til það er búið að afbaka og ýkja upprunalegu söguna og jafnvel mynda einhverja hjátrú í kringum efnið.

Þegar ég var yngri fórum við stundum í leik, td. í skólanum, þar sem allir mynduðu hring og svo átti einn að velja orð og hvísla því að td. þeim sem sat á vinstri hönd og orðið þannig látið 'ganga' hringinn.  Man ekki eftir því að það hafi nokkurn tíman tekist að koma orðinu/setningunni rétt allan hringinn.  Samt byggjast öll stærstu skipulögðu trúarbrögðin á þúsund ára gömlum bókum/ritum sem byggjast á en þá eldri heimildum sem hafa gengið manni af manni í hundruðir ef ekki þúsundir ára og allir (átrúendurnir) halda að þeir séu að fylgja óskeikulu orði guðs/guða.

Einmitt, biblían á að hafa orðrétt eftir guði eitthvað sem hann sagði/hugsaði fyrir ~6500 árum síðan, þegar það var engin til að heyra í honum, ekki einu sinni súrefni til að bera hljóðið.  Allar sögurnar í biblíunni eru sagðar af mönnum, skrifaðar af mönnum og þýddar af mönnum.  Og samt er henni einhvern vegin tekið trúanlega fram yfir allar hinar þjóðsögurnar sem eru líka sagðar af mönnum, skrifaðar af mönnum og þýddar af mönnum.

Hvernig er hægt að segja að ein munnmæla sagan sé bull en önnur innblásin af guði þegar það eru nákvæmlega jafn lítið sem styður þær?  Voru menn sem skrifuðu um æsi ekki jafn mikið innblásnir af Óðni og Móse var innblásinn af sínum guð?  Hver er munurinn?  Hvernig er hægt að hafna einni þjóðsögu en samþykkja aðra þegar það er í raun jafn lítið/mikið sem styður þær?

Eina rökrétta niðurstaðan er að trúaðir samþykki nánast umhugsunarlaust allt sem fellur að þeirra trú.  Td. trúaðir (kristnir) gefa sér að guðinn þeirra sé góður og ef þeir heyra sögu um hversu góður guðinn þeirra er þá gleypa þeir við því.  Seinna er sagan notuð til að staðfesta að guðinn sé góður (Það stendur í biblíunni að guð sé til, guð segir að það biblían sé sönn -> guð er til). Sem trúleysingi tek ég hinsvegar þjóðsögum með fyrirvara, þjóðsaga er þjóðsaga og þá skiptir engu hvort mig langar að trúa því að sagan sé sönn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband