Punctuated equilibrium - svar til Mófa
26.8.2009 | 15:21
Mófi bannar mér að geta athugasemdir við bloggið sitt svo ég svara honum bara hér.
Í nýjustu færslu sinni er hann að vekja athygli á 'heimildarmyndinni' "Darwins dilema" sem gefin er út af fyrirtæki sem virðist vera skúffufyrirtæki fyrir Discovery Institute, stofnun sem hefur það eitt takmark að berjast gegn þróunarkenningunni.
Þegar Darwin setti fram þróunarkenninguna sá hann fyrir sér að lífverur breyttust hægt og í litlum skrefum. Það höfðu hinsvegar ekki fundist steingervingar sem endurspegluðu alla þessa fjölbreytni eins og Darwin réttilega bendir á í einu uppáhalds quote-mine allra sköpunarsinna:
Why is not every geological formation and every stratum full of such intermediate links? Geology assuredly does not reveal any such finely graduated organic chain; and this is the most obvious and serious objection which can be urged against the theory.
Ef þetta er lesið úr samhengi virðist vera stór galli við þróunarkenninguna sem Darwin hafi verið meðvitaður um. En, skoðað í samhengi sést að Darwin áleit þetta í raun ekki vandamál heldur væri einfaldlega ekki hægt að gera ráð fyrir því að finna alla steingervinga:
The explanation lies, as I believe, in the extreme imperfection of the geological record.
Sköpunarsinnar gleyma hinsvegar alltaf að minnast á þetta síðasta (sjá td. Fleirri tilnefningar til gullnu krókóandarinnar) sem kemur í beinu framhaldi af fyrra quote-inu, bara næsta setning.
Síðan eru liðin 150 ár.
Sköpunarsinnar vilja halda að ekkert nýtt hafi komið fram síðan þá.
Darwin hafði ekki rétt fyrir sér um allt og annað vissi hann einfaldlega ekki um, td. DNA. Það þýðir ekki að hann hafi haft rangt fyrir sér um allt. Í þessu tilfelli hafði hann þó rétt fyrir sér 'jarðsagan' (e. geological record) er langt frá því að vera eitthvað fullkomin og það er mjög ólíklegt að það eigi eftir að finnast steingerðar leifar allra lífvera sem nokkurn tíman hafa verið til. Einnig myndast steingervingar aðeins undir ákveðnum aðstæðum og svo er líkamsbygging margra lífvera þannig að hæpið er að líkamar þeira steingervist yfir höfuð.
Einnig hafa margir aðrir betrum bætt þróunarkenninguna síðan Darwin var uppi með því að bæta við því sem vantaði (td. DNA, genaflökt) og komið með betri kenningar um ákveðna hluti heldur en Darwin setti fram. Ein slík er Punctuated equilibrium, sem gengur út á það að þróun sé ekki jöfn og samfelld heldur taki stór stökk. Slík kenning útskýrir Darwin's dilema alveg ágætlega.
Sköpunarsinnar vilja blása þetta upp eins og það sé gríðarmikið óútskýrt vandamál við þróunarkenninguna en á sama tíma er vandamálið ekki til staðar. Eina vandamálið er að sköpunarsinnar eru fastir í 150 ára gömlum ummælum mans sem vissi ekki allt sem vitað er í dag og fastir í 2000 ára gömlum munnmælasögum fólks sem vissi en þá minna en skáldaði bara í eyðurnar.
Á 150 árum hefur ýmislegt gerst og hundruðir ef ekki þúsundir líffræðinga og annarra rannsakað þróun og allt sem henni tengist. Enginn hefur fundið (sem stenst skoðun) neitt sem sýnir fram á að þróunarkenningin sé röng.
Ég veit ekki með metnað vísindamanna en mesti heiður sem þeim hlotnast hlýtur að vera að; fá viðurkennda kenningu með sínu nafni, fá Nóbelsverðlaun (eða sambærilegt) og kannski vera gerður að heiðursdoktor í virtum háskóla. Sá vísindamaður sem gæti með einhverju hætti afsannað þróunarkenninguna myndi líklega hljóta allt þetta og meira til, hvatinn er fyrir hendi og margir hafa örugglega viljann. Og besta sem sköpunarsinnar geta dregið upp er 150 ára quote-mine í Darwin sjálfann.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Var alheimurinn búinn til úr engu.. bjó ekkert alheiminn til.. spyr Mofi.
Að hann spyrji svona segir bara eitt: Hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala.
Tökum svo að auki vitleysingin hann Gudda...
Hann var til þegar EKKERT var til... hann bjó ALLT til úr ENGU.. hókus pókus
DoctorE (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:49
Eh, það var reyndar í annari færslu hjá Mófa.
En samt svoldið skondið, sköpunarsinnar tala alltaf um hverng 'darwinismi' geti ekki búið til líf úr engu en þegar það kemur að guðinum þeirra þá er það ekkert mál.
Arnar, 26.8.2009 kl. 16:06
Steindór Erlingsson orðaði þetta vel.
Sköpunarsinnar líta sömu augum á Uppruna tegundanna og biblíuna, sem heilagt orð. Þeir halda að ef þeir finni veilu í Upprunanum, þá geti þeir fellt þróunarkenninguna. Þeir skilja ekki ferli vísinda, að tilgátur geta staðið og fallið, að okkar besta líkan tekur breytingum.
Sköpunarsinnarnir veðjuðu á vitlausan hest með því að velja Punctuate equilbrium sem þrætuepli, af því með fylgdi Stephen J. Gould, gríðarlega vel lesinn, orðheppinn og jafnlyndur vísindamaður sem benti þeim góðlátlega á villu síns vegar og reyndi síðan að semja frið. Richard Dawkins, sem merkilegt nokk er orðinn hetja margra, virðist á hinn bóginn bara í leit að slag.
Arnar Pálsson, 27.8.2009 kl. 11:23
Ath, þetta er ekki orðrétt frá Steindóri, heldur er fyrri málsgreinin umorðun á því sem hann sagði í samtali við mig fyrir nokkru.
Arnar Pálsson, 27.8.2009 kl. 11:24
Battle of words... allir til í það :)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:24
Takk fyrir innlitið nafni, var fyrst hræddur um að það væri eitthvað sem þyrfti að leiðrétta hjá mér .. *peew*
En já, bókstafstrúarmenn virðast gera ráð fyrir því að vísindi séu tekin bókstaflega og reyna því að finna veika hlekki og hamra á þeim. Eins og það ógildi kenningu að finna eitthvað jaðartilvik þar sem kenningin á ekki við, afstæðiskenning Einsteins ógilti ekki þyngdarlögmál Newtons, heldur bætti við því sem Newton hafði ekki útskýrt.
Annað sem þeir gera ráð fyrir er að ef þeim tekst á einhvern hátt að 'afsanna' þróunarkenningu Darwins þá hafi trúleysingjar ekki lengur neina ástæðu til að vera trúlausir og taki trú (þeirra trú væntanlega) hið snarasta. Veit náttúrulega ekki með alla aðra trúleysingja en þróunarkenningin sem slík hefur lítil sem engin áhrif á trúleysi mitt. Þeim væri nær að líta sér nær.
Varðandi Dawkins þá skil ég það ekki heldur, hef aldrei lesið neina af bókunum hans, séð einstaka rökræður eða fyrirlestra og eins og þróunarkenningin er hann ekki ástæða fyrir trúleysi mínu. Sköpunarsinnar virðast hinsvegar hafa einhverja þörf fyrir að persónu gera trúleysi í einhverjum svona 'trúleysis leiðtoga' og Dawkins hefur orðið fyrir valinu, enda vill hann vera áberandi. Eitt af því fyndnara sem ég lendi í er þegar það er sagt við mig: "Já en Dawkins segir.. " hitt eða þetta, eins og skoðanir Dawkins séu eitthvað bindandi fyrir mig.
Arnar, 27.8.2009 kl. 13:26
Varðandi Punctuated Equilibrium, þá meikar sú kenning fullkominn sens og er studd af fjölda dæma, eins og bakteríum, sem taka stökkbreytingum til að melta nælon. Stofnfrumurannsóknir staðfesta þetta líka, þar sem heilu frumurnar ákvarða hlutverk sitt algerlega eftir umhverfisaðstæðum og geta aðlagað sig að nánast hvaða hlutverki, sem hentar best viðgangi þeirra. Um þetta snúast þær rannsóknir að mestu.
Athygliverður vísindamaður á hliðarlínunni (hallast að metafýsík) er Bruce Lipton, sem vakti athygli á þessu fyrir áratugum síðan. Frumur sem áttu ekki að geta melt eitthvað (man ekki nákvæmlega hvað. Glúkósa eða álíka) fóru að gera það, þegar ekkert annað var í boði. Þær dóu ekki við svelti og framandi næringu, heldur breyttu sér til að ráða við hana.
Lipton er umdeildur, þar sem hann heldur því einnig fram að hugarfar og andlegar kringumstæður hafi einnig áhrif á viðgang. Hann nefnir til hrörnun og sjúkdóma, sem fylgja streitu, sem skapast af ímyndaðri ógn og óttavæðingu. Það hefur áhrif á ósjálfráða taugakerfið þannig að næringu í blóðrás er beint til viðbragða (fight and flight) á kostnað ónæmiskerfis og meltingar m.a. (rest and digest). Skrifaði einhverntíma parabellu um þetta á mínu bloggi, sem heitir Mannvirkið.
Næg sönnun þessa er aðlögun kynflokka að loftslagi t.d. eða mismunandi eiginleikar og stærð dýra af sömu tegund á ólíkum stöðum á hnettinum. Hvað sem þessu líður, þá er til mýgrútur af intermediary fossils, sem sýna fram á hægfara breytingar og stökkbreytingar. Það að þrátta um slíkt er eingöngu viljandi vanþekking eða púra heimska.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 18:06
Annars fer alltaf í taugarnar á mér hvernig þessir trúarnöttar tala um Darwinisma eins og einhverja lífsýn eða hugsjón á borð við þeirra eigin hallúsjónir. Þá er allt eins hægt að tala um Newtonisma eða Galileoisma eða Kantisma. Darwin vakti athygli á og setti fram spurningar og kenningar um eitthvað, sem hefur sýnt sig vera rétt. Hann var raunar ekki sá fyrsti sem bryddaði á þessu, en sá fyrsti sem þorði að nefna það. Það tók kjark, einmitt vegna forstokkunnar trúræðisins.
Hann er því ágæt áminning um það hvernig kirkjan hélt aftur af vísindum og framförum í 1500 ár og brenndi allt, sem stangaðist á við þjóðsögur ignorant nómada. Þetta var svo stækt að hugmyndir, heimspeki og vísindi, sem blómstruðu þúsundum árum fyrir krist, litu ekki dagsins ljós á ný fyrr en fyrir 2-3 öldum. Þá langt framar hugsun og vísindum samtímans.Meira að segja Atheisminn blómstraði í þá tíð og var rökstuddur kyrfilega, eins og t.d. af Epikúrusi.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 18:16
Ég vil svo taka undir orð þín hér í athugasemd um tilvitnanir í einstaka menn, orðum sínum til vægis, í stað þess að setja fram eigin þekkingu og rökstyðja síðar með tilvísunum. Nafn Dawkins t.d. gefur lífefnafræðimálefnum ekkert vægi per se, enda eru hans skoðanir eins og hverra annarra skoðanir, sem hann rökstyður. Bók hans the selfish gene, gerði hann frægan, og kemur inn á það sama og rætt er hér að ofan. Annað lýtur að lífsýn hans og finni maður skyldleika til hennar, þá getur maður nýtt sér rök hans.
Annað er rökfræðivilla, sem kallast argument from authority og er sérgrein hinna trúuðu. Þeir segja fátt frá eigin hjarta, en eru þekktari af tilvísunum í texta og dauðlega menn. Einnig að hagræða tilvitnunum með nefndu qupte mining. Mofi er talandi dæmi um þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 18:29
quotemining átti að standa.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.