Allar tilgátur Micheal Behe um vitræna hönnun hafa verið hraktar
2.9.2009 | 16:17
Svona kannski í framhaldi af síðustu færslu, um það hvernig sköpunarsinnar sannfæra sjálfa sig um að þeir hafi rétt fyrir sér, langar mig að skoða eftirfarandi ummæli úr blogginu hans Mófa (þar sem hann bannar mér að gera athugasemdir hjá sér):
Sveinn
Öll dæmin hans Behe hafa verið hrakin, sum hver áður en hann skrifaði um þau.Svar Mófa
Engin af þeim hefur verið hrakin.
Sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/937622/#comment2579873
Þessi yfirlýsing Mófa er stórmerkileg í ljósi þess að bæði ég og Sveinn ásamt fjölda annara höfum ítrekað bent honum á að það sem Michael Behe hefur bullað um Intelligent Design (ID) stenst engan vegin og alltaf því sem hann hefur sagt málstað ID til stuðnings hefur verið hrakið.
Stærsta framlag Behe til ID er hugmyndin um Irreducible Complexity (IC), að það séu til hlutir (líffæri) sem eru svo flóknir að það sé ekki hægt að taka neinn 'bút' (prótein) af þeim í burtu án þess að þeir hætti að virka. Rökin eru þá; Af því að það sé ekki hægt að taka það í sundur þá er ekki hægt að setja það saman í smáum skrefum.
Sjáum nú til:
- The Evolution of the Flegellum- Youtube, cdk007.
- Irreducible Complexity (becterial flagellum) debunked- Youtube, fyrirlestur með lífræðinginum Ken Miller.
- Irreducible Complexity and Micheal Behe- Greinasafn á Talkorigins með greinum sem hrekja allar hugmyndir Behe um IC.
- Recently in Irreducible Complexity..- Greinasafn á Panda's Thumb sem hrekja IC.
- Recently in Flagellum evolution..- Greinasafn á Panda's Thumb sem fjalla um hvernig hlutur eins og flagellum getur þróast.
- New Work Documents the Evolution of Irreducibly Complex Structures- Grein sem fjallar um þróun IC kerfa (eins og titillinn segir).
Þarna inn á milli í greinum á Talkorigins og Panda's Thumb er einnig minnst á og hraktar þær hugmyndir Behe um að ferlið sem veldur storknun blóðs og jafnvel ónæmiskerfið sé IC.
Allt hrakið.
Annað skemmtilegt dæmi sem sýnir hvað Behe bullar er þegar hann gagnrýndi rannsókn þar sem hann beinlínis segir að það sem rannsóknin leiddi í ljós væri ómögulegt. Sjá: PZ Myers - Historical Contingency in the evolution of E. coli. Maðurinn virkilega segir að það sem gerðist sé ómögulegt, eftir að það gerðist.
Bæði það (að Behe segir að það sem gerðist hafi verið ómögulegt, þótt það hafi gerst) og svo að sköpunarsinnar gleypa við öllu sem Behe segir gerir lítið annað en sanna það að sköpunarsinnar hafna öllum gögnum, eða einfaldlega skoða þau ekki, sem eru í mótsögn við þeirra sköpunarsögu.
Meira að segja samkennarar Behe við Lehigh Háskólann sáu ástæðu til að setja eftirfarandi yfirlýsingu á heimasíðu skólans:
The department faculty, then, are unequivocal in their support of evolutionary theory, which has its roots in the seminal work of Charles Darwin and has been supported by findings accumulated over 140 years.The sole dissenter from this position, Prof. Michael Behe, is a well-known proponent of "intelligent design." While we respect Prof. Behe's right to express his views, they are his alone and are in no way endorsed by the department. It is our collective position that intelligent design has no basis in science, has not been tested experimentally, and should not be regarded as scientific.
Sjá: Department Position on Evolution and "Intelligent Design", feitletrun mín.
Svo, hefur öllum dæmum Behe um IC verið hafnað? Já.
Skil ekki hvernig Mófi getur haldið öðru fram með góðri samvisku þegar honum hefur marg oft verið bent á hið gangstæða. Nema náttúrulega hann hafi; valkvæmt minni, ekki kynnt sér það sem honum var bent á og/eða hreinlega hafni öllu því sem ekki passar við hans bókstaflega skilning á biblíunni.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Irreducable complexity var síðasta hálmstrá Behe og bakterían Flagellum var haldreipi hans. Það var rekið ofan í hann svo kyrfilega í frægum réttarhöldum að hann hefur verið algerlega afskrifaður síðan-nema hjá Mofa. Um þetta er til ágæt heimildamynd á Google video, sem mig minnir að heiti judgement day.
Hálfitagang Mofa er bara hægt apð hafa gaman af. Ef hann fullyrðir að ekkert hafi verið hrakið, þá er best að hann telji það til, sem standi óhrakið. Liggaliggalá rökfærslur hans duga ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 17:22
Réttarhöldin voru í Dover í Pensilvanyu 2004-2005, svo það er talsvert um liðið. Þau gerðu nokkurnvegin út um þessi mál og það sannaðist að ID klíkan og Discovery Institude hagræddi sannleikanum og lugu hreinlega upp í opið geðið á réttinum.
Hér er myndin.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 17:30
Þú þekkir vafalaust til þessa, en ég lét þetta fljóta með til glöggvunar fyrir lesendur.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 17:37
Mér finnst afskaplega fyndið hvernig skilgreiningin á IC virðist hafa breyst. Fyrst voru kerfin IC af því að (eins og nafnið gefur til) það væri ekki hægt að einfalda þau. Þegar það var bent á að það væri hægt að fjarlægja helling, þá virðist kerfi vera IC ef "það getur ekki fræðilega hafa þróast".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2009 kl. 01:06
Mér sýndist í tilfelli Flagellum að hver eining hafi í raun hafa getað þróast óháð hinu og haft ólíkan tilgang. Annars finnst mér oft eins og maður sé að ræða sjúkdóminn við Skitsó-paranoju sjúkling. Á einu augnabliki virðist sem hann sé að átta sig á ruglinu, en svo endar hann alltaf í því að það að hann skuli vera að gera það hljóti að vera partur af samsærinu.
Eitthvað svo í anda Creotardanna
Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 05:46
Var skilgreiningin ekki fyrst
en breyttist í
Seinni skilgreiningin er náttúrulega algerlega marklaus og setur þróun engar skorður.
Arnar, 4.9.2009 kl. 09:57
Mófi klórar í bakkann með "Er búið að hrekja Behe?" en segir í raun ekkert nýtt.
Búið og gert, Mófi hefur greinilega ekki kynnt sér neitt af greinunum sem ég benti á.
Bull, líkurnar eru ekki 'stjarnfræðilegar' og allar hugmyndir sköpunarsinna um líkurnar eru algerlega uppskáldaðar án nokkura raka. Svo gleymist alltaf hjá þeim að taka tillit til þess að bakteríur eru stjarnfræðilega margar. Veit að Mófi skilur ekki hugtakið óendanlegt, en óendanlegt deilt með óendanlegt er 1.
Líka búið og gert.
Vísar svo í grein eftir bullaran Dembski til að bakka upp rök Behe, þar sem Dembski eyðir meiri tíma í að ráðast á persónu Nick Matzke en færa rök fyrir máli sínu. Sem eru svona álíka góð rök gegn þróun og þegar Mófi hafnar öllu sem Ken Miller segir af því að það er misræmi í texta milli mismunandi útgáfna af kennslu bók sem hann tók þátt í að skrifa.
Nokkur dæmi um Ken Miller 'bashing' hjá Mófa:
Gott dæmi um hvernig sköpunarsinnar sannfæra sjálfan sig um að eitthvað sem einhver segir sé ómarktækt með því að beyta Ad hominem á viðkomandi.
Arnar, 4.9.2009 kl. 10:25
Odie, 4.9.2009 kl. 11:25
Það er svo sem hægt að gera kenningar (e. theory) um allt, en til að þær teljist vísindalegar eru nokkur skilyrði. Stjörnuspeki uppfyllir ekki skilyrðin og ekki heldur vitræn hönnun.
Var einmitt að horfa á skemmtilegt Youtube myndband um Bible Code, það er mjög skemmtileg kenning, en ekkert vísindalegt við hana. Spurning hvort Behe og Mófi vilja láta kenna það í grunnskólum, svona til að kynna 'hina hliðina' á málinu.
Arnar, 4.9.2009 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.