Dissent from Darwinism vs. The Clergy Letter Project

Það er fróðlegt að bera þetta tvennt saman.

Það fyrra er á vegum Discovery Institute(DI) og á að sýna fram á ósamstöðu meðal vísindamanna um þróunarkenningu Darwins:

dissentfromdarwin.org:
"We are skeptical of claims for the ability of random mutation and natural selection to account for the complexity of life. Careful examination of the evidence for Darwinian theory should be encouraged."

Síðustu tölur segja að 'fleirri en 700' hafi skrifað undir samkvæmt heimasíðu DI, og reyndar hef ég séð ýmislegt sem bendir til þess að flestir á þessum lista séu ekki einu sinni vísindamenn, hvað þá líffræðingar.

Hinn listinn er hinsvegar aðeins undirskrifaður af prestum eða öðrum sem tengjast trúfélögum á sambærilegan hátt og er beint á móti vitrænni hönnun:

The clergy letter project:
We the undersigned, Christian clergy from many different traditions, believe that the timeless truths of the Bible and the discoveries of modern science may comfortably coexist. We believe that the theory of evolution is a foundational scientific truth, one that has stood up to rigorous scrutiny and upon which much of human knowledge and achievement rests.To reject this truth or to treat it as “one theory among others” is to deliberately embrace scientific ignorance and transmit such ignorance to our children.

(Yfirlýsingin er lengri en þetta, feitletrun er mín)

Samkvæmt heimasíðu hafa 11.951 kristnir klerkar skrifað undir þetta.  Og það er skilyrði fyrir því að komast á listann að vera 'klerkur'.

Nú grunar mig að 'klerkar' í BNA séu töluvert færri en vísindamenn hverskonar, svo það er svoldið skemmtilegt að sjá að hlutfallslega miklu fleiri klerkar hafna vitrænni hönnun en vísindamenn sem efast um Darwin.

Og þótt ég sé ekki sammála öllu sem stendur í þessu Clergy Letter Project, þá er ég alveg sammála þessu sem ég feitletraði, það er ekki hægt að hafna þróun án þess að vera vísvitandi fáfróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo spurning hve "random" stökkbreytingar eru, þegar það er margsannað að umhverfisaðstæður hafa áhrif á þroska, afkomu og aðlögun dýra og örvera. Það er lykillinn að þróuninni.  Breyttar ytri aðstæður knýja tegundir til aðlögunnar ella deyja þær út eins og flestar tegundir raunar í gegnum tíðina.

Bakteríur breyta sér til að aðlagast nýjum kosti. Mannkyn hækkar og lækkar eftir afkomu. Kvikindi sem vön eru að éta mjúka fæðu breyta og styrkja tanngarða við harðari fæðutegundir etc.

Loftslags og umhverfisbreytingar eru miklar og tíðar í lengra samhengi, dauði einnar tegundar breytir afkomu annarrar.  Random? Allar forsendur breytinga eiga sér orsök. Hægt er að rekja orsakir orsaka aftur í það óendanlega. Jafnvel í tíðnissviðsbreytingar í himingeimnum og stöðu okkar í stjörnuþokum hverju sinni.

Þróun er staðreynd. Punktur. Meira að segja presta viðurkenna það, þótt örfáir ofurtrúaðir vísindamenn skilji ekki samhengið. Það er svo spurning um hverskonar vísindamenn það eru. Eru þetta bókmenntafræðingar, efnafræðingar, sagnfræðingar, fornleyfafræðingar etc. Hve margir Lífræðingar og lífefnafræðingar eru í þessum hóp. Einhverjir, sem vita hvað um er rætt?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Arnar

Var einmitt að finna "A scientific support for darwinism", hafði ekki heyrt um það áður.  Þar skráðu 7733 'vísindamenn' sig á aðeins fjórum dögum.  Það er tíu sinnum meira en DI er búið að safna á átta árum.

Skiptingin er eftirfarandi:

  1. 3,385 with biology in their title
  2. 850 with anthropology/archaeology
  3. 680 with evolutionary & ecology
  4. 394 from the field of genetics
  5. 270 from geology and related fields
  6. 234 from the fields of physics, astronomy, or space sciences
  7. 111 chemists
  8. 110 psychologists
  9. 75 computer scientists
  10. 50 engineers

Annað skemmtilegt dæmi er Project Steve.

Arnar, 8.9.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Arnar

Btw., ef þú ert að spá í hvernig 'vísindamenn' eru á þessum lista hjá DI þá fjallaði ég um það fyrir löngu: Þróunarkenningin er umdeild.  Þar er vídeo þar sem DonExodus2 fer í gegnum listan og niðurstaðan er ekki góð fyrir DI.

Arnar, 8.9.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Manni er eðlislægt að hafa efasemdir um allar "skoðanna" kannanir, því skoðanir hafa jú breyst í gegnum aldirnar.

Ég er mjög hrifinn af feitletraðu setningunni. Þótt við vitum að fólk getur haft rétt fyrir sér um eitt, en rangt um annað, þá veltir maður því fyrir sér hvernig fólk getur í raun sannfært sig um að eitthvað annað en náttúrulegt val og þróun þurfi til að útskýra uppruna mannsins (sem virðist vera aðalmálið).

Ætli megin ástæðan sé ekki sú að fólk kemur inn með fyrirfram mótaða skoðun, og reynir síðan að róta undir hana einhverju sem gæti kallast stuðningur og jafnvel röksemdir?

Arnar Pálsson, 11.9.2009 kl. 08:31

5 Smámynd: Arnar

Ef við tökum síðu eins og td. AiG, þá telja þeir alltaf biblíuna sína sem "gögn" í hvaða máli sem er.  Og hvernig á fólk sem virkilega trúir því að biblían sé heilagur sannleikur og óskeikult orð guðs að velja á milli biblíunar og svo gagna sem sýna fram á þróun?

Þessu er alltaf stillt upp þannig að ef þú velur hinn kostinn þá ertu að hafna bibliunni og getur þar af leiðandi ekki verið 'sann kristinn'.

Mjög gott dæmi um þetta er A poke in the eye (verið að fjalla um rannsóknir Richard Lenski á e. coli), þar sem niðurstaðan er:

Obviously, presuppositions (human reason vs. God’s Word) play a major role in interpreting the evidence. Richard Lenski and I are looking at the same evidence but drawing different conclusions based on our source of truth—man’s ideas or God’s ideas. It is only possible to obtain truth about the past if we start with the only source of absolute truth in the present—the inerrant Word of God.

Arnar, 11.9.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband