Quote-mine dagsins
9.9.2009 | 09:49
Michael Shermer:
As for evolution, it happened. Deal with it.
Tær snilld, einfalt en segir allt sem segja þarf.
Margir sköpunarsinnar samþykkja einhvers konar 'aðlögun', sem hefur reyndar mjög svipaða skilgreiningu og þróun ef þú spyrð nánar út í það. Michael Behe, sem ég hef fjallað um áður, aðhyllist meira að segja hugmyndir um sameiginlegan forfaðir en trúir bara ekki að handahófskenndar stökkbreytingar geti áorkað neinu. Meira að segja Mófi samþykkir þróun, hann kallar það reyndar aðlögun, og notar hana óspart til að rökstyðja að syndaflóðið hafi geta átt sér stað.
Þróun gerist.
Samt eru sköpunarsinnar að berjast gegn þróun og "guðleysis Darwinisma". Þeir samþykkja þróun en eru ósáttir við að hún þarfnast ekki aðkomu guðsins þeirra og því eru þeir á mótfallnir hugmyndinni. Vandamálið er ekki hvort þróun gerist eða ekki, vandamálið er hvort guðinn þeirra var með puttana í ferlinu eða ekki.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.