Skynsemin ræður
4.11.2009 | 12:12
(Nei, þessi færsla hefur ekkert með Trabant að gera)
Árið 2001 birtist grein eftir þrjá lækna við Columbia háskólan í N.Y.C. í Jornal of Reproductive Medicine þar sem þeir greindu frá rannsókn sinni, sem væri ekki frásögu færandi nema hvað þeir héldu því fram að þeir hefðu sýnt fram á að bænir ykju frjósemi kvenna sem voru í frjósemis aðgerð um 50% um fram frjósemi þeirra sem nutu ekki bæna við.
Þeir sögðust sem sagt búnir að framkvæma rannsókn sem staðfesti það að bænir virkuðu.
Margir efuðust, þar á meðal Dr. Bruce Flamm, prófessor við háskólann í Californíu. Hann fór yfir rannsóknar gögnin og gerði margar athugasemdir við framkvæmdina sem voru birtar í öðrum læknaritum. Hann komst líka að því að einn af með höfundum greinarinnar var alls ekki læknir heldur lögfræðingur með masters gráðu í Parapsycology (þekki ekki hvað íslenska heitið er, einhverskonar sálarrannsóknir) og hafði áður birt margar vafasamar greinar um yfirnáttúrulegan lækningarmát. Sami einstaklingur var einnig seinna dæmdur fyrir svik og fjárplógstarfsemi (mail fraud) sem var ekki til þess að auka á áreiðanleika hans.
Eftir ítrekaðar fyrirspurnir Dr. Flamm lét Columbia háskólinn einnig fjarlægja nafn annars höfundar af greininni, prófessors við skólann, þar sem hann sagðist bara hafa gengt ráðgefandi hlutverki.
Eini eftirstandandi höfundurinn fór í framhaldinu í meiðyrða mál gagnvart Dr. Flamm, í stað þess að leggja fram einhver frekari gögn eða rök til að styðja greinina, sem hann svo tapaði nú nýlega.
Eftir þessa útreið getur maður ekki tekið mikið mark á svona grein; einn höfundurinn var vanhæfur og þar að auki búinn að mynda sér skoðun fyrirfram, annar lét afmá nafn sitt af greininni (spurning af hverju hann leyfði það að setja nafnið sitt á hana til að byrja með) og sá þriðji reyndi að þagga niður gagnrýni með málsókn í stað þess að verja rannsóknina með gögnum og rökum.
Niðurstaðan hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að bænir virka bara als ekki.
Michael Shermer kemur með skemmtilegan vínkil á þetta:
One wonders why the prayers do not seem to work in the other direction; that is, all those women who, due to alcohol or other external influences, engaged in sexual activity with no intention of conceiving and thus, over the course of the next several days, prayed like mad for pregnancy prevention, to no avail.
Ítarefni:
- 24-7 press release: Court Vindicates Doctor Who Questioned Pregnancy "Miracle" Report, Throws Out Kwang Yul Cha's Lawsuit
- Skepticblog: A SKEPTICAL TRIUMPH OVER MEDICAL FLIM-FLAM
- Time Questioning Healing Prayer
- Time More Questions on Healing Prayer
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Menntun og skóli, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það hafa raunar verið gerðar nokkrar double blind rannsóknir á þess u eins og þú kannski veist og niðurstöðurnar voru alltaf á einn veg (auðvitað) að bænir virka ekki og ef eitthvað er, þá komu bænasjúklingarnir heldur verr út úr meðaltalinu.
Svona "vísindamenn" eru nýjasta trikkið hjá trúarnöttunum. Þ.e. að planta mönnum í vísndanám, með agenda um að spilla vísindunum. Nú eða að mennta þá sjálfir í bias trúargrunduðum skólum og gefa þeim gráður, sem eru ekkert annað en blaðið, sem þær eru skrifaðar á.
Einn slíkur var höfuð heimildarmaður Mofa um daginn. Sá var líffræðingur, sem bar brigður á þróun. Hann heitir Jonathan Wells. Sá byrjaði í Moon söfnuðinum og var sendur út af örkinni og kostaður afMr. Moon til að taka gráðu með því markmiði og mission að "eyðileggja Darwin" (destroy Darwin), eins og hann segir sjálfur.
Mundu að googla alltaf þá vísindamenn, sem Mofi telur til og finndu líka hvaðan heimildirnar koma. Það er hinsvegar sama hvað þú afsannar og rífur niður af rökum Mofa, hann er alltaf kominn með blogg um sama efni, með sömu linkum og sömu snillingunum eftir mánuð eða tvo.
Hann er alveg pathetic týpa, blessaður. (bít á vör til að taka ekki sterkar til orða í ljósi alls fórnarlambagrátsins á síðu Kristins)
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2009 kl. 12:46
Já, googla alltaf allar tilvitnanir hjá Mofa, hvort sem það er í sköpunarsinna eða aðra. Það þarf ekki að eyða miklum tíma á netinu til að sjá hversu góðar 'heimildir' það eru.
Arnar, 5.11.2009 kl. 13:07
Þú getur treyst því aðþær eru ekki góðar. Í hans huga eru vísindin bara svona skoðun eða ályktun út í loftið og þess vegna finnst honum skoðanir og ályktanahröp cerotardanna eiga jafnan rétt á sér. Hann er raunar það mesta hyldýpi mannlegrar fáfræði og heimsku, sem ég hef fyrir hitt. Hann er svo freyðandi að hann getur ekki einu sinni komið frá sér setningu í samhengi.
Leitt að segja það, en svona er það. Og nú kemur sennilega flóðbylgja særðra trúmanna og heimtar að það verði lokað á mig.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2009 kl. 17:20
Nei nei.. þú kallaðir mig bjána, hef ekki fengið annað eins hrós í allann dag. Get ekki farið á loka á þig núna.
Arnar, 6.11.2009 kl. 16:29
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 17:16
Takk Arnar fyrir fínan pistil og góða tengla. Ég hafði einmitt heyrt þessa fyrirsögn um bænina, en aldrei hugleitt hana nánar.
Leiðréttingar fá sjaldnast meiri dreifingu en ónákvæmar eða "bull" fréttir.
Umfjöllunin um konuna sem dó eftir að hafa fengið HPV bólusetningu er eitt dæmi. Til að forðast miskilning, hún dó ekki úr bólusetningunni, heldur þrátt fyrir bólusetninguna.
Arnar Pálsson, 9.11.2009 kl. 13:33
Já, það nær ótrúlegasta bull að komast í fréttir sem er svo aldrei borið til baka þegar hið rétta kemur í ljós. Fréttamiðlar eru ekkert svakalega duglegir að viðurkenna mistök. Eða bara spá ekkert í það yfir höfuð.
Varðandi 'bull' fréttir og bólusetningar þá hefur mig lengi langað að gera smá færslu um svínaflensubólusetninguna og allt 'anti-vaccine' ruglið í kringum það. Td. ótrúlega margir íslenskir bloggarar sem virðast gleypa við því, kannski ekki svo skrítið samt þar sem þeir sömu virðast trúa öllu bullinu um chem-trails, 9/11.. og bara eiginlega öllum samsæriskenningum sem eru í gangi. Hef bara ekki tíma vegna vinnu til að sökkva mér ofan í málið.
Arnar, 10.11.2009 kl. 13:34
Sama hérna.
Það er eins og fólk sé sérstaklega móttækilegt fyrir skrýtnum hugmyndum.
Bólusetninga viðspyrnan er sérstaklega sérkennileg.
Hluti af þessu er náttúrulega bara viðbragð við ríkjandi fyrirsögnum.
Þessa dagan er inflúensa mál málanna. En um leið og bakteríusýking kemur upp þá fara allir í baklás yfir henni og einhverjir listamenn spinna þetta upp.
Það sem vekur mestan áhuga hjá mér er fólkið sem spinnur þvæluna upp. Er það virkilega með svona lítil tök á veruleikanum, eða hefur það gaman að því að búa til "keðjubréf" fyrir netið, litlar spennandi bullhugmyndir sem öðlast líf og ferðast milli þeirra móttækilegu?
Arnar Pálsson, 12.11.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.