Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Kristinn kærleikur í verki

Þýskur prestur gerði lag þar sem páfinn er gagnrýndur og viti menn.  Hann er núna undir lögregluvernd meðan rannsakaðar eru morðhótanir sem honum bárust frá kaþólikkum.

The hate mail has poured in, apparently.

“You dirty protestant pig, I shit on you and your dirty songs,” read one note.

“When a newspaper prints a Mohammed cartoon, entire cities burn," read another. "But when the Holy Father is ridiculed in blasphemy, we are supposed to just accept that? No, not like that Mr. Bittlinger – you will surely receive the justice you deserve.”

Svipuð viðbrögð voru þegar PZ Myers móðgaði heilaga kaþólska kexið: Að vanvirða heilagt kex - meiri glæpur en Helförin?

En voru það ekki kristnir sem hneyksluðust á viðbrögðum múslima í stóra muhamed-teiknimyndamálinu?  Og ég sem hélt að kristnir ættu að vera svo miklu betri, umburðarlyndari og það allt.. greinilega bara yfirskyn.

Hér er annars lagið:

http://www.youtube.com/watch?v=qTpwh4hCGZk
(Youtube vill ekki leifa mér að setja það beint inn)

Sjá:


Does Intelligent Design Have Merit?

Var að lesa greinina "The Discovery Institude Needs your help" inn á Pandas Thumb.  Þar er fjallað um að ID sé enn og aftur komið í vandræði á "Does Intelligent Design have merit" á Opposing Views síðunni.

With about 70 billion stars and as many as 100 million life forms (at least here on Earth), the universe is a stunningly complex place. Did all of this matter evolve independently, or was it guided by a larger force – as proponents of intelligent design believe? With the debate raging in living rooms, classrooms and courtrooms, the stakes are high when it comes to determining intelligent design’s merit.  

Þarna koma svo fram rök með og á móti (veit ekki hvort hver sem er getur gert það) og svo er umræða um rökinn.  Er bara búinn að lesa hluta af 'já' rökum Behe, sama gamla tuggan um IC og detecting design, Nick Matzke er sem betur fer mættur á svæðið til að reyna að leiðrétta þetta enn einu sinni:

Behe is ignoring lots of relevant data

Unfortunately Dr. Behe continues his standard modus operandi, which is making bald assertions backed up by incredibly tenditious interpretations of mainstream evolutionary research, and ignoring the counterevidence which has been publicly presented to him again and again.

En eins og svo oft þá virðist Behe bara velja það sem hentar og afneita öllu því sem stangast á við hans.. von.. um yfirnáttúrulegar útskýringar á því sem hann skilur ekki eða finnst of ótrúlegt.

Annars, skemmtileg og fróðleg lesning fyrir þá sem hafa áhuga.


LHC : Vitræn hönnun vs. náttúrulegir ferlar

"Upplýsingar og flóknar vélar verða ekki til af sjálfu sér, þær þurfa hönnuð."
- Mófi, hvar sem hann kemur því að (Sennilega copy/paste og þýtt af AiG).

Large Hadron Collider er ein stærsta og flóknasta vél sem menn hafa nokkurn tíman smíðað.  Engin deilir um að slík vél þurfi 'vitræna hönnun' til að verða að veruleika.

Samt, má finna álíka fyrirbæri í náttúrunni: Cosmic particle accelerator pinpointed in Crab Nebula

Þetta fyrirbæri er náttúrulegur öreindahraðall án hönnunar.

Einhverjir munu væntanlega segja 'guð gerði það' og að þetta sé stórkostlegt dæmi um hvað guð er æði, án þess þó að hafa nokkuð í höndunum annað en von.


Trúir þú á þróun?

Margir trúaðir virðast halda að það sé ekki hægt að hafa skoðun á hlutunum án þess að Trúa (með stórum staf) á þá.  Það er alveg hægt að trúa einhverju án þess að það séu trúarbrögð, ég get td. trúað einhverju sem mér er sagt eða trúað að eitthvað sé rétt því það allt sem ég veit bendir til þess.

PZ Myers kom með skemmtilegan vínkil á þetta út frá könnun þar sem fólk var spurt hvort það Trúði á big bang.  Ekki hvort það trúði því að kenningin um big bang sem upphaf alheimsins eins og við þekkjum hann sé rétt eða líkleg.. heldur hvort fólk Trúði á big bang.

Yes, I believe evolution is true.
I consider it the best explanation of the origin and diversity of life on earth,
and it is backed by an immense body of evidence. Strictly speaking,
it is not a matter of belief, but a recognition of the knowledge
of qualified experts and a familiarity with the research
that has been done in the field; I would also
add that science does not deal in absolute
truth, but strives for approximations,
and is always willing to discard old
ideas if better explanations
with better evidence
come along.
Do you have evidence for an alternative theory?

Sjá : Peeeedaaaaaants!


Dr. Stefán óskast

  • weneedHeitirðu Stefán eða eitthvað sambærilegt sem myndi útleggast sem 'Steve' á ensku
  • Ert með Phd., helst í líffræði
  • Og tekur undir með : "Evolution is a vital, well-supported, unifying principle of the biological sciences, and the scientific evidence is overwhelmingly in favor of the idea that all living things share a common ancestry. Although there are legitimate debates about the patterns and processes of evolution, there is no serious scientific doubt that evolution occurred or that natural selection is a major mechanism in its occurrence. It is scientifically inappropriate and pedagogically irresponsible for creationist pseudoscience, including but not limited to “intelligent design,” to be introduced into the science curricula of our nation’s public schools."

Þá er Become NCSE Steave today eitthvað fyrir þig :)

Nú eru komnir 895 Steves á Steve Steve listann sem styðja kennslu þróunarlíffræði í skólum, en á sama tíma eru bara 3 Steves á lista sköpunarsinna yfir þá sem vilja kenna sköpunarsöguna samhliða líffræði.


Að vanvirða heilagt kex - meiri glæpur en Helförin?

Hann PZ Myers er en að fá skammir frá kaþólikkum fyrir að vanvirða kexið þeirra

Professor Myers: Your intentional desecration of the Eucharist is the most dispicable act that i have ever witnessed or learned of in my 70 years. You act is far more deplorable than Hitlers' Holocaust or the terriorists on 9-11 .

..

You will answer to a higher authority some day for your despicable desecration of the body of Christ, and your suffering will be for eternity and so will those that allowed you to do so.

Sjá : I get email

Svo, það er í alvöru (ef við gerum ráð fyrir að tölvupósturinn sé raunverulegur) til fólk þarna úti sem þykir það alvarlegra mál að henda heilögu kexi í rusli heldur en að reyna að útrýma gyðingum eða fljúga flugvélum á byggingar.

Svo endar þetta náttúrulega á sýnishorni af kristilegum kærleik.


Þróunarkenningin er umdeild

Ein af hertækni (e. strategy) sköpunarsinna er að fleygja því fram að þróunarkenningin sé umdeild og oftast er það rökstutt með quote-mining í þekkta líffræðinga, vísað í trúarlífsskoðanakannanir í BNA og vísað í lista með nöfnum um 400 'visindamanna' sem 'efast' um þróunarkenninguna.

Auðvitað er þróunarkenningin umdeild.  Margir afneita henni td. af trúarlegum ástæðum, eins og td. sköpunarsinnar, aðrir hafna ekki þróunarkenningunni sem slíkri en hafa kannski ólíkar skoðanir á ýmsum þáttum þróunarkenningarinnar.

Tilgangur sköpunarsinna er náttúrulega sá að draga úr trúverðugleika þróunarkenningarinnar með því að ráðast á hana sjálfa í stað þess að leggja fram einhver gögn, rannsóknir eða annað (annað en biblíuna) til að styðja sitt mál.

Rökin þeirra er auðvelt að hrekja:

Quote-mine er frekar auðvelt að hrekja með aðstoð netsins, meira að segja til síður með þekktum og algengum quote-mines þar sem þau eru hrakinn og sett í rétt samhengi.  Tilgangurinn er að skapa þá ímynd að meira að segja þekktir líffræðingar hafni þróunarkenningunni þegar þeir eru kannski að deila um það á hvaða hátt einhver einn þáttur þróunar virkar.

Að vitna í skoðanakannanir sem rök fyrir því hvort eitthvað sé satt eða ekki er bara kjánalegt.  Vinsælt er af sköpunarsinnum að vitna í trúarlífskönnun Gallup frá 1997þar sem fram kemur að aðeins 10% almennings í BNA samþykkir þróun án yfirnáttúrulegrar aðstoðar (guðs).  Í framhaldi af því er því haldið fram að 90% almennings í BNA hafni þróunarkenningunni alfarið.  Það skemmtilega við þessa könnun er að hún sýnir að 39% samþykkja þróun með yfirnáttúrulegri aðstoð og 44% trúa á biblíulega sköpun.  Það er sem sagt bara 44% sem hafna alfarið þróun en 49% sem hafna biblíulegri sköpun.

Listinn, A Scientific Dissent from Darwinism, þolir heldur ekki ýtarlega skoðun.  Í fyrsta lagi eru ~400 nöfn hlutfallslega lítið af þeim ~480.000 vísindamönnum í BNA.  Í öðru lagi eru ekki allir á þessum lista vísindamenn og ennþá færri af þeim eru líffræðingar.  Samkvæmt trúarlífskönnun Galluptrúa um 5% vísindamanna á biblíulega sköpun og þá er verið að tala um alla vísindamenn, ekki bara líffræðinga.  Video sem sýnir hversu lélegur þessi listi er:

Tilgangurinn með þessum 'rökum' er náttúrulega sá að reyna að sannfæra aðra um að þróunarkenningin sé umdeild, engin trúi í raun að hún sé sönn.  Ef meira að segja þekktir líffræðingar (skemmir ekki ef þeir eru yfirlýstir guðleysingjar líka) eru að deila um þróunarkenninguna þá ætti ekki að taka hana trúanlega.

Rökin standast hinsvegar ekki.  Líffræðingar hafna ekki þróunarkenningunni í heild sinni þótt þeir deili um einstaka hluta hennar.  Og þrátt fyrir að 90% almennings í BNA hafni því að guð komi hvergi nálægt dæminu þá eru yfirgnæfandi vísbendingar sem benda til þess að þróunarkenningin sé í megin dráttum rétt.  En þegar sköpunarsinnar halda því fram að hver maður verði bara að vega og meta hvort sé réttara eða líklegra til að vera satt; biblían eða áþreifanlegar staðreyndir, þá er ekki erfitt fyrir bókstafstrúaða að hafna öllu nema biblíunni.


Vísindi vs. trú - framhald

Á vefnum www.vantru.is kom nýlega skemmtilega 'litrík' teiknimyndasaga um vísindi vs. trú.  Ætlaði að linka myndina hingað inn en gat það ekki, áhugasamir geta kíkt á http://www.vantru.is/2008/08/30/10.00/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband